Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 27
hans, sem hafi innihaldið iridíum og osmíum, blandast miklu magni jarðefnis og þyrlast upp i lofthjúpinn. Niðurfall rykskýsins hafi síðan leitt til myndunar iridíum- og osmíumríkra jarðlaga yfir alla jörðina. Flestir hafa nú fallið frá hugmyndinni um geim- skýið. Útreikningar hafa nefnilega sýnt að til þess að geimský geti borið með sér það magn iridíums og osmíums, sem um er að ræða, þurfi þveiTnál þess að vera að minnsta kosti 860 þúsund billjón kílómetrar, en þéttleiki þess að svara til 100 þús- und vetnisatóma á rúmsentímetra. Þetta eru um það bil tíu sinnum hæni gildi en þekkt eru í geim- skýjum í nágrenni við vetrarbrautina okkar. Flestir telja því að árekstur halastjömu eða loftsteins við jörðina sé líklegri skýring. Nú er einungis eftir að gera upp á milli halastjömu og loftsteins. Halastjömur samanstanda af föstum kjama úr bergi og frosnum vökvum. Berghlutamir dreifast um ísinn og hann heldur þeim saman. Gjaman er því sagt að kjami halastjömu líkist helst skítugum snjóbolta. Halastjama er langtum léttari en jafnstór loftsteinn sem saman- stendur af þéttu bergi. Þegar halastjömur nálgast sólina bráðnar hluti af kjama þeirra en hið mikilfenglega útlit [xirra kemur til vegna upplýsts vatnsstroks sem leggur aftur af þeiin. Ekki er óalgengt að halastjömur tapi hundmðum milljóna tonna af gufu og ryki þegar þær fara sem næst sólinni. Vegna efnasamsetningar halastjama er talið ólíklegt að árekstur þeirra við jörðina geti skýrt myndun hinna iridíum- og osmíumríku jarðlaga. Af þeim utanaðkomandi áhrifum, sem til greina koma, hallast því flestir að loftsteinskenningunni, en vitað er að loftsteinar hafa að geyma vemlega miklu meira af iridíum og osmíurn en yfirborðslög jarðarinnar. Ef gengið er út frá meðalefnasamsetningu loftsteina má gera ráð fyrir að þvermál þess loftsteins, sem olli ósköpunum í lok kritartímabilsins, hafi verið um það bil tíu kílómetrar og að hann hafi skollið á jörð- inni með allt að því 80 000 kílómetra hraða á klukkustund. Alvarez hópurinn telur að þyngd loftsteinsins hafi verið á bilinu 100 1000 billjón tonn og að árekstrarorkan hafi samsvarað 100 milljón milljón tonnum af sprengiefninu TNT! Reiknað hefur verið út að ef þessari orku væri dreift jafnt um yfirborð jarðarinnar jafngilti það því að tíu kjamorkusprengjur, hver af sömu stærð og Nagasaki-sprengjan, væm sprengdar á hveijum ferkílómetra af yfirborði jarðarinnar. Allt í allt jafngildir þetta orku 5000 milljón Nagasaki- sprengja! Frekari útreikningar sýna að við áreksturinn hafi rykský það sem þyrlast upp í lofthjúpinn verið allt að því 60 sinnum þyngra en loftsteinn- inn sjálfur, það er 6000-60000 billjón tonn. Þetta gífurlega rykmagn hefur borist um allan lofthjúp- inn og því hefur einungis litíll hluti sólarljóssins náð niður að yfirborði jarðarinnar. Rökkur hefur þvi ríkt í langan tíma, að öllum líkindum í nokk- ur ár. Undir slíkum kringumstæðum hefur ljós- tillífun plantna verið útilokuð og því hefur fæðukeðja lífríkisins rofnað. Slíkt hefur vissulega leitt til mikillar röskunar á hinni lífrænu náttúm og ef til vill orsakað aldauða risaeðlanna og ann- arra líftegunda. Niðurfall rykskýsins leiðir síðan til myndunar iridíum- og osmíumríkra jarðlaga um aUa jörðina. Hér er að visu um ósannaða til- gátu að ræða en hugmyndin hefur vakið verð- skuldaða athygli og gefið tilefni til frekari rannsókna. rátt fyrir ákvcðinn árangur verður því ekki neitað að ýmsir vankantar em á loftsteinskenningunni, til dæmis sú stað- reynd að fyrir marga hópa lífvera, svo sem hitabeltisplöntur, ákveðnar spen- dýrategundir, krókódíla og fugla, hefur árekstur- inn (ef hann átti sér stað) ekki verið jafnafdrifa- ríkur og hann var fyrir risaeðlumar. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að lífskraftur nokkurra tegunda var í mikilli hrörnun mörgum milljónum ára áður en krítartímabilinu lauk. Þetta gæti bent Hafa árekstrar loftsteina eða halastjama við jörðina reglulega orsakað fjöldahvarf lif'gunda? 4. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.