Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 34
Valgeir Guðjónsson, „altmúlígmann" með meiru, sem býr við sjávarsíðuna vestur i bæ, er viðtalsefnið þessa vikuna. Veðrið og Val- geir voru í sannkölluðu spariskapi daginn þann sem bankað var upp á. Það var ekki laust við að mér sýndist neðri vörin geiflast í kunnuglegt prakkaraglott er hann hélt niður í nýinnréttað vinnuherbergi í kjallara og rak- leiðis að splunkunýjum tölvuskjá. Hann settist þegar við apparatið og tók að töfra fram lista- verk og skrautstafi í öllum regnbogans litum. Eitt augnablik fannst mér sem listamaðurinn hlyti að vera Valgeirsson en ekki Valgeir, því hann geislaði af þvílíkum ákafa, rétt eins og skólastrákur, yfir þessu undratæki sínu. Svo leit hann á mig og skellti upp úr, sagðist bara vera svo heillaður af því að geta loksins teikn- að, hann hafi aldrei getað teiknað nokkurn skapaðan hlut skammlaust en nú sæi tölvan um beinu strikin og symmetríuna og þetta kæmi svo ljómandi huggulega út. Meðan við biðum eftir Valdísi, sem var ein- hvers staðar á leiðinni með ferðaljósmynda- stúdíósettið sitt eða öfugt því taskan ber hana ofurliði lék Valgeir kúnstir á tölvuna. Siðan sagði hann, um leið og neðri vörin fór ,,Það er meira að segja búið að stofna sértrúarsöfnuð sem heitir ’68 kynslóðin og heldur samkomur með jöfnu millibili við Hverfisgötu í Reykjavík. “ aftur í nokkurn veginn eðlilegar skorður, að þótt gaman væri að leika sér svona eins og núna þá væri það auðvitað ekki aðalatriðið. Einn kosturinn er sá að hann getur í framtíð- inni sparað sér bæði fé og fyrirhöfn með því að tengja hljómborðið tölvunni og þannig matað hana á tónlist, áður en farið er í upp- tökustúdíó. Þar með fer enginn tími til spillis við upptökur; allt klárt í tölvunni. Þannig tókst nýju tölvunni hans Valgeirs semsé að koma sér í hóp þeirra hljóðfæra sem fyrir eru í vinnuherberginu. Stóri, feiti heimiliskötturinn, Hringur, harð- neitaði að láta taka mynd af sér með hús- bóndanum... Eftir myndatökur í tæru vetrarloftinu, þar sem Valgeir tók nokkrar léttar Múllersæfíngar í íjörunni, hét hann því að heimsækja oftar þann stað og jafnframt ,,ímínu tilfelli eru það áhorfendurnir sem skapa andrúms- loftið, til hálj's. Gott fólk = góður ,,per- formans“ og öfugt. “ drífa í að endurnýja sextán ára skíðaúlpuna og fara að stunda skíði á ný. „Tommi, strák- urinn minn, hefur gaman af að fara á skíði svo ég fæ ágæta afsökun til að ýta öðru til hliðar og fara með honum. Annars er ég því miður svolítið tímalaus pabbi, ég vinn bæði mikið og óreglulega. Þetta kemur auðvitað niður á fjölskyldulífinu og ég er meðvitaður um það, en það er samt einhvern veginn þann- ig að þegar einu verkefni lýkur taka tvö við. Það er erfitt að grípa í taumana þegar menn verða vinnuhestar af hugsjón. En heimilið er besta athvarfið, þangað fer ég til að láta mér líða vel, slappa af og fá hugmyndir. Og þegar ég á frí vil ég allra helst vera heima og þess vegna förum við hjón kannski allt of lítið út á menninguna. Það er aftur á móti gott fyrir Tomma að pabbi skuli ekki vera að flandra úti þessa fáu frítíma. Hann tekur þessu þó öllu af karlmennsku. Sjálfur sá ég sennilega heldur meira af mín- um foreldrum í æsku. Ég fæddist á Njáls- götunni, í húsi afa míns og alnafna, sem var góður maður og góður við nafna sinn. Þegar ég var sjö ára byggðu foreldrar mínir hús í Smáíbúðahverfi og þar bjó ég mína skóla- skyldutíð. Þetta var Víkingshverfið og þó ég hafi aldrei verið mikil fótboltastjarna hef ég alltaf fylgt mínu liði í gegnum þykkt og þunnt. - Það var nú reyndar fremur þunnnt á þessum árum, Víkingur var alltaf í annarri deild og þótti ekkert voðalega smart að halda með því liði, en það hefur nú breyst i seinni tíð. Hverfið, eins og það er alltaf kallað (með stóru H svo enginn sé í vafa við hvað er átt), var mjög skemmtilegt, barnmargt og hálfkar- að. Þar voru skurðir, nýbyggingar og opin svæði heilmikil, sem nú er auðvitað búið að Myndir: Valdís Óskarsdóttir leggja undir malbik. Miklabrautin var smá- malarslóði og frá Sogaveginum renndum við okkur á skíðum þangað niður eftir. Þegar snjóa leysti byrjuðu rollurnar umsvifalaust að bera og svo var heyjað og krakkarnir fengu að leika sér í hlöðunni... „súkk og stön" eins og Andrés önd segir á dönsku. Það var síðan viss kjarni úr hverfmu sem fylgdist að i Menntaskólann við Hamrahlíð en einn þeirra, bekkjarbróðir minn síðan úr sjö ára bekk, er Þórður Árnason Stuðmaður Léttar Mullersæfingar sem nú býr hér á efri hæðinni. Við erum þján- ingarbræður hér í KR-hverfmu. KR var hinn mikli óvinur og ég lit á það sem þroskamerki að mér skuli hafa tekist að sætta mig við að vera orðinn hálfgerður KR-ingur. Ég man að þegar ég spilaði eitt sinn handbolta gegn þess- um andstæðingum hitti ég fyrst Eggert Þorleifsson, fjórtán ára töffara og mikinn KR-ing, sem rauk á mig og spurði hvort ég væri i Animals-skyrtu. Það var ekki laust við að ég greindi smáaðdáun í röddinni því ég 34 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.