Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 54
Sakamálasaga eftir Ellery Queen Connecticut. Mikki var orðlaus af bræði en það sama varð ekki sagt um Paticent. Hún hafði mikinn orða- forða, stúlkan sú. Þrem vikum síðar hafði svo lög- reglan hendur í hári Phillys Mullane en ránsfengurinn fannst hvergi. Ekki hafði Mullane eytt honum því að í ljós kom að hann hafði farið beint á Chancellor hótelið um leið og hann var búinn að losa sig við sam- verkamenn sína. Spurningin var, hvar hafði Mull- ane falið peningana? Þetta var það sem allir vildu fá að vita en Pittsburg Patience og Mikki þjónn fengu ekkert að vita þótt þau væru dæmd í tíu ára fang- elsi og sömu sögu var að segja af lögreglunni. Allt var reynt, jafnvel að koma lögreglumanni fyrir í klefanum hjá Mullane en Mullane talaði ekki einu sinni upp úr svefni. Það næsta sem þeir komust sann- leikanum var á sjötta ári fangavistar Phillys. í júlí það ár rak Philly upp öskur mikið þegar hann var á göngu í fangelsisgarðinum og sagðist hafa verið stunginn. Hann hafði fengið hjartaáfall og þegar hann komst til meðvitundar aftur útskýrði læknir- inn fyrir honum hvað hafði gerst. „Pumpan sjálf,“ sagði Mullane vantrúaður. „Ég sjálfur?“ Því næst leit hann upp með hræðslusvip og bað með veikri röddu um að fá að tala við fangelsisstjórann. Fangelsisstjórinn kom að vörmu spori. Hann var gæðamaður sem vildi öllum vel en þetta var tækifæri sem hann hafði beðið lengi eftir. „Jæja, Mullane,“ sagði hann. „Það er út af þessum 62.000 doll- urum,“ hvíslaði Philly. „Já, Mullane,“ sagði fangelsis- stjórinn. „Ég er svo sem enginn engill, það veit guð. ..“ „Ég er handviss um að honum er kunnugt um það.“ „Það er einmitt það sem ég á við, stjóri. Ég get ekki tekið aurana með mér á hinn staðinn en kannski get ég stytt eitthvað syndaregistrið. Það er víst eins gott að ég segi þér hvar aurarnir eru þar sem læknirinn segir mér að ég eigi skammt eftir.“ Fangelsislæknirinn var ungur og óreyndur og gekk með alls kyns grillur í kollinum, svo sem að lækn- ar ættu að segja sannleikann og annað í þeim dúr. Hann greip hneykslaður fram í fyrir Mullane: „Ég sagði um síðir en ekki núna. Það er óvíst að þér fáið annað slag fyrr en eftir mörg ár.“ „ Ó,“ sagði Philly ótrúlega styrkri röddu. „Hvað er ég þá að hafa áhyggjur?“ Hann glotti framan í fangelsstjórann og sneri sér til veggj- ar. Fangelsisstjórinn hefði getað lamið þá hvorn með öðrum. Eftir þetta var ekki um annað að ræða en bíða. Það var beðið eftir því að Mullane yrði sleppt. Allir höfðu nægan tíma, verðir laganna, Patience, Mikki þjónn og Mullane. Patience og þjóninum var sleppt eft- ir sjö ár vegna góðrar hegðunar og þau hurfu sitt í hvora áttina. Þögn Mullanes gerði það að verkum að hann var látinn sitja af sér allan tím- ann. Daginn sem hann var látinn laus sagði fangelsisstjórinn við hann: „Þú færð aldrei notið þessara peninga, Mullane, jafnvel þótt þú ícomist á braut með þá.“ „Mér fínnst ég hafa unnið fyrir þeim,“ sagði Philly Mullane glott- andi, „og ef ég hef rétt fyrir mér þá hef ég unnið mér inn skitna 6200 dollara á ári.“ „Hvað með hjartaáfallið?“ „Það var bara af næringarskorti.“ Fögreglan elti hann að sjálfsögðu frá því að hann steig fæti á götuna fyrir utan fangelsið en missti af hon- um. Tveir rannsóknarlögreglumenn voru lækkaðir í tign fyrir vikið. Þeg- ar hann loks fannst tíu dögum síðar hafði hann verið dauður í kortér. Það var Blauvelt, einn af einka- spæjurum hótelsins, sem hafði óvenjugott minni og enn betri rök- hugsun, sem fann hann. Blauvelt hafði verið í tveggja vikna leyfi og þegar hann kom aftur til starfa var starfsfólk hótelsins að tala um gest að nafni Worth sem hafði tekið sér gistingu á hótelinu fyrir níu dögum og ekki farið út úr herberginu eftir það. Einungis fólkið sem þjónaði á herbergjunum hafði séð hann því að hann lét senda sér allar máltíðir upp á herbergi. Að sögn starfsfólks- ins hafði hann herbergið alltaf læst og þjófalæsinguna á. Þegar Worth kom á hótelið hafði hann heimtað herbergi 913 og ekkert annað. „Ég var nú að byrja að vinna í morgun og hef þess vegna ekki haft tækifæri til að líta á gripinn,“ sagði Blauvelt þegar hann hafði samband við lögregluna. „Fýsingin er sú sama nema hvað háraliturinn er annar og hann virðist nokkru hærri. Ef þessi Worth er ekki Philly Mullane skal ég hundur heita, lögregluforingi.“ „Gott hjá þér, Blauvelt, við kom- um eins og skot,“ Queen lögreglu- foringi lagði tólið á og sagði með aðdáun í röddinni: „Sama hótel, sama herbergi, það er naumast. ..“ Hann þagnaði. „Einmitt,“ sagði Ellery sem hafði hlustað á samtalið. Hann mundi eft- ir að þetta mál var eitt af uppáhalds rannsóknarefnum föður hans. „Þetta er einum of snjallt nema nátt- úrlega að hann hafi falið peningana í herberginu.“ „En, Ellery, það var leitað í þessu herbergi þegar við handtókum Mullane fyrir tíu árum.“ „Ekki eins vel og ég hefði viljað láta leita,“ muldraði Ellery. „Manstu hvernig Mullane taldi ykk- ur trú um að hann hefði grafíð peningana á flóttanum. Hann lét ykkur grafa hálft Connecticut í sundur. Peningarnir hafa verið í her- berginu á Chancellor hótelinu allan tímann.“ Þeir flýttu sér nú til Chancellor hótelsins ásamt Velie undirforingja og tveim lögregluþjónum úr hverf- inu. Blauvelt opnaði herbergi 913 með stofnlykli. Hurðin var ekki fest með þjófalæsingunni af þeirri aug- ljósu ástæðu að Mullane hafði verið drepinn. Það sáu þeir um leið og þeir komu inn í herbergið. Lögregluþjónarnir hófu leit án taf- ar og Velie undirforingi byrjaði að hringja. Líkið var sitjandi í stól við skrif- 54 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.