Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 30
NAFN VIKUNNAR: GUÐLAUG MARÍA BJARNADÓTTIR Flestir kannast áreiðanlega við leikkonuna Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur. Hún hefur undanfarin ár leikið fjölmörg hlutverk, meðal annars lék hún nýlega í sjónvarpsleikritinu Ást í kjörbúð. Margir muna eftir henni í myndinni Á hjara veraldar og Norðlendingar sáu hana, margir hverjir, leika Silju í Súkku- laði handa Silju. En þeir sem ekki könnuðust við Guðlaugu fyrir þekkja hana nú áreiðanleg flestir sem Bryndísi í sjónvarpsmyndinni sem sýnd var á nýársdag í ríkissjónvarpinu, Líf til ein- hvers. Guðlaug María útskrifaðist úr Leiklistar- skóla ríkisins 1977, fór inn í þriðja bekk eftir tvö ár i SÁL (Samtök áhugamanna um leik- list). „Ég var í mjög skemmtilegum bekk. Það verður áreiðanlega aldrei til annar eins bekk- ur. Þar var fólk á öllum aldri, þar var bóndi úr Breiðafjarðareyjum og ein fjögurra barna móðir. Auk þeirra vorum við nær eintómar bryðjur, einu karlmennirnir voru þessi bóndi og svo bóndasonur úr Húnavatnssýslu.“ - Svo fórstu að leika. Hefur þú getað leikið eins mikið eða eins lítið og þú hefðir viljað? „Það verður oft þannig að leikarar vinna í hryðjum. Það koma hlé og svo vinnur maður kannski þangað til maður er nær dauða en Nú leikur þú í Aurasálinni, stúlku sem allir vilja giftast. Hvernig finnst þér það? „Ég vinn með góðu fólki og þetta er ljóm- andi skemmtilegt. Bessi Bjarnason er frábær leikari og það er gaman að hlusta á hann í hvert einasta sinn. Ég lék í ímyndunarveik- inni þegar ég var í skólanum en það var auðvitað allt öðruvísi. Við sýndum hana í bútum og ég lék fleira en eitt hlutverk. En það er gaman að hugsa um það eftir á, líka vegna þess að aðstaðan var þannig í þessum gamla leiklistarskóla að maður varð að liggja á skráargatinu til að vita hvenær maður átti að koma inn á sviðið." - Snúum okkur þá að myndinni, Líf til ein- hvers, sem hlaut mikið umtal og mikla gagnrýni. Hvað viltu segja um þcssa gagnrýni? „Það kemur mér á óvart hversu sterk við- brögðin voru. Mér finnst líka dálitið skrýtið þegar fólk líkir þessu við klámmyndir á mynd- bandaleigum. Eg hafði raunverulega ekkert um fyrstu senu myndarinnar að segja. Ég sá ekki þessa senu fyrr en myndin var sýnd í sjónvarpinu. Og mér fannst hún falleg.“ - Heldur þú að það sé vegna þess að þetta er íslenskt verk sem fólk bregst við á þennan hátt? „Já, það er vel hugsanlegt. Og ef fólk getur kallað þetta klám þá er það bara vegna ein- hvers sem er að snúast í höfðinu á því sjálfu. Ég er afskaplega hrædd um það. Og ég veit líka að þeim sem stóðu að gerð myndarinnar datt síst klám í hug. En svo er líka misjafnt hvað fólki finnst fallegt.“ Það voru margir sem sögðu að þessi mynd hefði verið allt of ruglingsleg og sumum fannst þetta vera „flipp“ í leikstjóranum. Aðrir deildu um það hvort þetta væri á ábyrgð Nínu Bjarkar, höfundarins, eða Kristínar Jó- hannesdóttur leikstjóra. „Mér fannst Krislín skila handritinu vel. Og þetta er auðvitað verk þeirra beggja. Þær unnu lengi saman að hugmyndunum um þessa mynd. Og eins og mér finnst Nína Björk gott skáld finnst mér Kristín góður leikstjóri.“ Hugsaðir þú þig tvisvar um áður en þú tókst að þér þetta hlutverk? „Ég býst við að þetta hafi verið það hlut- verk sem ég hef hugsað minnst um áður en ég tók það að mér. Astæðan er fyrst og fremst sú að í gegnum tíðina hef ég svo oft leikið góðu stelpuna svo mér leist strax vel á þetta hlutverk.“ Var leikur þinn í þessari mynd öðruvísi en annað sem þú hefur reynt? „Ég veit ekki hvort þetta var nokkuð svo öðruvísi en annað. En ég held að allir sem unnu við þessa mynd hafi lagt sig mjög einlæg- lega fram. Og mér finnst ekki nær allir hafa fengið það hrós sem þeir eiga skilið. Mér fannst til dæmis kvikmyndatakan mjög góð. Þeir myndatökumenn, sem störfuðu við þetta, stóðu sig afskaplega vel. Og mér fannst tón- listin einstök. Ég hef aldrei tekið eins vel eftir tónlistinni í nokkurri mynd, nema Stuð- mannamyndinni, Með allt á hreinu.“ Hvernig var samstarfið við hina leikarana og milli leikaranna og leikstjórans? „Ég lék auðvitað mikið ein í þessari mynd. Ég lék aðeins á móti Hönnu en að öðru leyti var þetta eiginlega einleikur. Sambandið milli leikaranna og leikstjórans var mjög gott. Maður verður auðvitað að treysta á sjálfan sig en ef maður getur ekki treyst á leikstjór- ann getur útkoman aldrei orðið eins góð og maður hefði óskað. Og auðvitað verður mað- ur að treysta handritinu líka.“ Það var mikið talað um boðskap í Lífi til einhvers. „Já, mér finnst þaö vera hlaðið boðskap. En það er nú eins og með allt sem hittir í mark og hrærir upp í fólki, hvernig sem það gerir það þá er það sjálfsagt það sem stendur manni næst sem maður kemur best auga á. Út frá minni manneskju séð er það auðvitað sá boðskapur að dæma ekki aðra og verða þannig ekki dæmdur sjálfur." Hvað heldur þú um raunsæi í þessu verki? Heldur þú að viðbrögðum Mörtu sé rétt lýst þegar hún kemst að raun um að Bryndís er í lífshættu? „Já, hver fær ekki taugaáfall þegar hann heldur að hann hafi orðið valdur að dauða einhvers, jafnvel þótt raunin sé alls ekki sú?“ Mörgum leikurum finnst erfitt að leika fyrir sjónvarpsmyndavélar, sökum vanhæfni til að láta í ljósi tilfinningar. Hvað finnst þér? „Það er rétt, þess vegna verður maður að vera annaðhvort óánægðureða ánægðursjálf- ur og treysta leikstjóranum. En þetta er ekki eins hættulegt eins og að standa á sviði því það er hægt að taka aftur, en samt kannski aldrei eins oft og maður kysi.“ Heldur þú að ef þú værir leikstjóri að kvik- eða sjónvarpsmynd myndir þú ofbjóða leikurunum með endalausum tökum? „Ég held ég myndi aldrei gerast leikstjóri, að minnsta kosti ekki ennþá. Það höfðar ekki til min.“ - Finnst þér þú hafa möguleika til að gera það sem þú vilt í leiklistinni? „Ég held að það sé hægt að gera það sem maður vill í leiklistinni. Maður verður bara að ákveða um hvað maður vill að líf sitt snú- ist. Það er mikið álag að njóta ekki atvinnuör- yggis, bæði hvað varðar fjölskylduna og allt einkalíf. En ég held að fólk hafi mjög gott af því að vinna verkefni utan atvinnuleik- húsanna. Það er auðvitað slæmt að hafa ekkert öryggi en ég held að það sé af hinu góða að fólk taki sér eitthvað fyrir hendur sem er á eigin ábyrgð. Leikarar þreytast því þeir vinna mikið, oft tvöfalda vinnu. Og ef menn eru ekki á samningi þá grípa þeir yfirleitt til einhverrar annarrar vinnu.“ Hvernig finnst þér íslensk leikritagerð? „Það mætti vera meira af islenskum leikrit- um því við eigum afskaplega góða höfunda, bæði núverandi og áreiðanleg tilvonandi. Það þarf að hlúa betur að þeim því íslenskt leik- hús byggist auðvitað fyrst og síðast á okkar eigin verkum. Til þess að þetta megi vera verður að bæta úr húsnæðisvanda sjálfstæðu leikhópanna, til dæmis Alþýðuleikhússins. Það þyrftu að vera til fleiri lítil leiksvið." Viðtal: Hlynur Örn Þórisson Mynd: Valdís Óskarsdóttir 30 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.