Vikan


Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 50

Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 50
D R A U M A R VIK A N HÚSMEÐ JÁRNHLIÐI OG LJÓNI VEGINUM Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum sem mig dreymdi fyrir um það bil tveimur mánuðum, en þá svaf ég fyrstu nóttina í húsinu mínu sem ég var að kaupa. Ég þarf fyrst að lýsa húsinu. Þetta er svolítið rugl- ingslegt því þetta geta einnig verið mörg herbergi. Það var mjög langt og stórt hús með mörgum litlum húsum eða herbergjum inn í og var gata (eða gangur) á milli hús- anna en samt var stórt þak yfir öllu og til að komast út úr því varð að opna stórt járnhlið. Húsið er svona: (Ágæt teikning fylgir). Draumurinn byrjar svona: Ég var á leið út úr húsinu og í vinn- una. Þá sé ég fullt af ungum krökkum, um það bil sex, sjö og átta ára, og voru þau mjög grimmdarleg á svipinn og með læti í kringum mig. I því kemur ungur, dökkhærður maður gang- andi til mín og spyr hvort ekki sé allt í lagi og til að fela hræðsluna sagði ég jú, jú og horfði um leið á krakkana. Þetta eru bestu skinn innst inni. Nú, ég sný mér að hlið- inu og ætla að halda áfram en járnhliðið er læst svo að ég spyr hann af hverju hliðið sé læst. Hann virðist vera hissa og segir: Veistu það ekki? Það er af því að fyrir utan er allt fullt af Ijónum sem þarf að varast. Ég andvarpaði og sagði: Guð, hvernig kemst ég í vinnuna? Þá birtist allt í einu ung, Ijóshærð stúlka hjá okkur og hún segir mér að koma með sér því hún sé líka að fara í vinnuna á sama stað og ég. Hún segir mér að um leið og hún sé búin að opna hliðið verðum við að hlaupa eins hratt og við getum svo Ijónin nái ekki í okkur. Við gerum þetta og um leið kemur Ijón á móti okk- ur og fleiri Ijón koma á eftir. Við verðum að hlaupa til vinstri fram hjá tjörnunum. Svo nálgumst við vinnustaðinn en það er stór höll og mjög hár veggur sem við verð- um að komast yfir. Veggurinn var fastur við höllina eða svona (sést á mynd). Ég rétt komst yfir vegg- inn með Ijónin á hælunum á mér og upp þakið. Unga stúlkan hjálp- aði mér upp og þá vorum við komnar. Mér fannst mjög skrýtið að hafa vinnustaðinn svona hátt uppi og við hliðina á höll. Svo var ég allt í einu komin heim og kveið mikið fyrir morgundeginum og hugsaði rétt áður en ég vaknaði: Skyldi ég komast undan á morg- un? I því vaknaði ég. Þessi draumur var mjög skýr og eftirminnilegur. Ég hef áður sent ykkur draum og það hefur komið fram. Með fyrirfram þökk. S. P.S. Hvað merkir að dreyma þrjá kaktusa í fullum skrúða? Ég hef aldrei séð svona falleg blóm á kaktusum fyrr. Og hvað merkir að dreyma litla barnasokka, hengda upp á snúrur, saman og í þremur litum, gula, Ijósbleika og Ijósbláa. Það kom ein manneskja í þessum draumi, H.H. Og hvað merkir að dreyma hvíta kónguló? 77/ að byrja með er það kóngu- lóin: Það þykir yfirieitt til heilla að dreyma kóngulær og einkum i veraldlegum efnum, fjárhagurinn getur farið batnandi eða eitthvert happ hent á þvi sviði. Það eykur enn á lánið að kóngulóin skuli vera hvít. Barnasokkarnir eru, eins og vænta má, tákn um þrjú börn, dreng, stúlku og eitt sem ekki er gefið upp kynferði á (gæti verið það eina sem er ófætt af þessum þremur). í flestum tilvikum mætti ætla að það væru þín börn en nafn stúlkunnar í draumnum gæti þó bent til að þessi börn byggju í erlendu landi. Það hefur nú hingað til ekki þótt sérlega heppilegt að dreyma kaktusa og gæti verið vísbending um að treysta ekki vinum i blindni þó yfirborðið sé slétt og fellt og vingjarnlegt, en í þessu tilviki get- ur vel verið að svo óheppilega vilji til að vinur þinn geri þér grikk, óafvitandi og án nokkurrar ill- kvittni. Þá er komið að aðaldraumnum. Eins og þig ef til vill grunar er þetta dæmigerður hindrunar- draumur, þýðir bókstaflega að einhver Ijón eru í veginum í starfi þínu (líklega) eða einkalífi. Þú munt þurfa að glíma við fordóma og vera hindruð meira en þér líkar en jafnfram muntu sýna viljastyrk og hugrekki til að gera það sem gera þarftil að bæta ástandið. Það sýnist mér að muni takast. Þessi sigur þinn mun verða þér til mikils álitsauka og jafnvel vegsauka i framtíðinni og ekki kæmi á óvart þó þú hlytir einhverja opinbera viðurkenningu eða umbun. KYRKING Kæri draumráðandi. Mig vantar ráðningu á þessum draumi. Ég hef oft sent ykkur drauma og ég hef fengið ráðningu á einum. Þessi draumur finnst mér sérstakur. Ég var á þotu og var búin að renna mér á veginum en það var ekki mikill snjór svo að ég fór af þotunni og labbaði smá- stund. Þá sá ég bróður minn því hann hafði verið á skíðum og hann sagði að hann fengi far hjá pabba eins skólabróður míns. Ég spurði þá pabba hans hvort ég fengi ekki far og það fékk ég en hann var að bíða eftir syni sínum. Svo sá ég allt í einu að önnur stelpa og strákur, sem eru svolítið eldri en ég, voru þarna. Stelpan sagðist ætla á klósettið og strákurinn elti hana. Hún vildi ekki að hann kæmi með en ég sagði henni að það væri í lagi (þó ég þekkti hann ekkert). Svo heyrði ég allt í einu stelpuna öskra og ég flýtti mér inn og sá að hann var með höndina í klofinu á stelpunni. Ég flýtti mér að hrifsa höndina burt og svo kom bróðir minn í dyrnar og allt í einu var strákurinn búinn að taka um hálsinn á mér með annarri hendi og hélt stelpunni með olnbogan- um og bróður mínum með hinni hendinni. Ég reyndi að orga en gat það ekki því hann hélt svo fast utan um hálsinn á mér. Þegar ég reyndi að kalla á manninn, sem ætlaði að keyra okkur, endaði draumurinn og ég veit ekki hvort hann kyrkti mig eða ekki. Bæ, bæ. Ein sem oft dreymir. Þó undarlegt megi virðast er þetta ágætis heilladraumur, það er að segja ef maður tekur hann táknrænt. Hann merkir að þú munir vera ákveðin og sjálfstæð í máli sem skiptir töluverðu um framtíð þína. Þú hefur kjark til að taka ákvörðun og standa við hana og það mun reynast þér vel. Þú munt ekki þurfa að lenda i átökum við umhverfið ef þú ert föst fyrir án þess að vera frek og draumur- inn bendir til þess að það takist. 50 VIKAN 4. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.