Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 46
Huey Lewis þurfti að hafa fyrir lífinu áður
en hann komst á toppinn. Hann hefur starf-
að við ýmislegt en alltaf hefur músíkin verið
númer eitt. Lítum aðeins nánar á þetta.
Móðir hans var pólskur listamaður sem
flúði Pólland í stríðinu, bjó í nokkur ár í
Brasilíu og flutti svo til New York þar sem
hún giftist föður Hueys sem var trommuleik-
ari í djasshljómsveit og læknanemi. Þau
skildu síðan þegar Huey var ellefu ára. í
skóla var stærðfræði besta fag Hueys en það
sem hann langaði að gera að skólagöngu
lokinni var að spila á munnhörpu og semja
ljóð. Að loknum menntaskóla fór hann víða
um Evrópu með munnhörpuna með sér,
ferðaðist um á puttanum og spilaði, auk
þess sem hann vann ýmis smástörf. Þegar
hann kom heim til Bandaríkjanna eftir þessa
reisu fór hann í háskóla og var þar í eitt og
hálft ár eða þar til hann stofnaði sína fyrstu
hljómsveit. Hún hét Slippery Elm og varð
ekki langlíf því hann gekk til liðs við hljóm-
sveitina Clover árið 1973. Sú sveit starfaði í
fimm ár og gaf út á þeim tíma tvær breiðskíf-
ur við vægast sagt dræmar viðtökur.
Það var svo þegar Clover splundraðist sem
hljómsveitin Huey Lewis and the News varð
til. Hún spilar þá tegund af rokki sem marg-
ir vilja flokka undir hið svokallaða ameríska
iðnaðarrokk. Hún náði miklum vinsældum
í Bandaríkjunum með útkomu plötunnar
Sports árið 1983 en í Bretlandi árið 1985
með útkomu lagsins The Power of Love úr
kvikmyndinni Back to the Future. Þeir félag-
amir sömdu tónlistina í þá mynd og Huey
sjálfur sást á tjaldinu í um það bil sjö sekúnd-
ur, „til skrauts1' eins og hann orðaði það.
Nýja breiðskífan þeirra ber nafnið Fore.
Ástæðan fyrir nafninu er að Huey er mikill
golfáhugamaður en þetta orð er hrópað til
að vara aðra við að kúla sé á leiðinni. Ástæð-
an fyrir því hve langur tími leið á nrilli
Sports og plötunnar, sem er nú komin út,
er annríki og smáörðugleikar við að semja
nýtt efni, en Huey er aðallagasmiður sveitar-
innar. Af þessari breiðskífu hafa nú þegar
komið út tvö lög sem hafa náð umtalsverð-
um vinsældum.
Huey er giftur konu að nafni Sidney
Conroy og eiga þau eina dóttur. Æðsta ósk
þeirra er að lifa venjulegu ljölskyldulífi og
umgangast gömlu félagana en frægðin krefst
oft stórra fóma og fyrir kemur að heimilislíf
þeirra verður fyrir ágangi æstra aðdáenda
og gömlu félagamir hafa Ijarlægst Huey og
umgengst hann þar af leiðandi meira aðrar
poppstjömur sem hafa þetta sama vandamál.
Hljómsveitina The News skipa auk Hueys:
Mario Gpollina, bassi.
Johnny Colla, saxófónn og gítar.
Bill Gibson, trommur.
Chris Uaves, gítar.
Sean Hopperkadair, hljómborð.
Aðdáendaklúbbun
Huey Lewis & The News
PO Box 819, Mill Valley
Califomia 94942
USA