Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 37
una og hitta kunningjana. Flestir held ég hafi
verið mjög ánægðir með hinn aukna frítíma
þegar þeir komust upp á lagið og svo kom í
ljós að vinnuafköst voru ekkert minni þessar
Iögbundnu átta stundir en með löngum eftir-
vinnutörnum.“
Valgeir situr ákaflega afslappaður í nank-
insbuxunum sínum og hleypir kettinum
Hring reglulega inn og út eftir þörfum hins
síðarnefnda. Hann talar rólega og yfirvegað
ekki við neitt nema það sem ég hef áhuga á
og þannig tekst mér að halda letinni í skefj-
um. Mér er voðalega illa við að særa fólk og
stundum er ég kannski fulltillitssamur, mætti
alveg vera frekari og ákveðnari út á við. Ég
á auðvelt með að umgangast fólk, er orðinn
þjálfuð hópvera. Annars er ég svona tiltölu-
lega normal einstaklingur með jákvæð viðhorf
til flestra hluta sem skila manni áfram götuna
til góðs. Hjá öðru fólki met ég mikils sæmi-
lega gott skap, að það sé hressilegt og hafi
en oft er ári stutt í kímnina og þá bregður
líka vinalegu glottinu fyrir. Eftir smágrettu
fellst hann á að reyna að lýsa sjálfum sér og
hvaða kröfur hann gerir til lífsins og með-
bræðranna.
„Ég er svona tiltölulega geðgóður, eigin-
gjarn og frekur, reyni að fara vel með það
síðasttalda. Ég er latur en ég held ég fari líka
nokkuð vel með það; duglegur ef ég hef áhuga
á því sem ég er að gera. Ég hef þess vegna
reynt að haga málum þannig að fást helst
húmor. Þó leiðist mér fólk sem er alltaf á
yfirborðinu og þorir ekki að vera einlægt. Ég
vil geta talað við vini mína um alvarlega hluti
líka. Eitthvað það versta í fari nokkurs manns
er hroki. Fólk sem snýr upp á sig og sýnir
öðru fólki hroka afhjúpar aðeins eigin veik-
leika. Tillitsleysi er líka óþolandi, þegar fólk
treður öðrum um tær til að ná sínu fram,
hvað sem það kostar. Svo eru svartagallsraus-
ararnir...
Kröfur mínar til veraldlegra lífsgæða eru
líklega í meðaljónakantinum. Ég vil geta haft
aðstöðu til að láta mér líða vel heima hjá mér
í fallegu pg vistlegu umhverfi með þeim sem
ég elska. í sambandi við starf mitt vil ég geta
átt nauðsynlegustu hluti eins og hljóðfæri,
segulband og tölvu til að geta látið gamminn
geisa. Þetta er spurningin um góð tæki og tól
til að ná sem bestum árangri, hvort sem tæk-
ið heitir ostaskeri eða tölva. Ostaskerinn nýtir
ostinn betur en hnífur og sneiðin fer betur á
brauðinu, hann er því fljótur að borga sig.
En þrátt fyrir þessar kröfur er ég ekkert áíjáð-
ur í að berast á. Mig langar til dæmis ekkert
sérstaklega að keyra um á sportbíl svo eftir
mér sé tekið í umferðinni.“
Það er sjálfsagt til lítils að spyrja mann sem
á næstum engar frístundir um áhugamál og
tómstundastarf, eða hvað?
„Það er nú það, ég verð víst að viðurkenna
að mig vantar tímann því í sjálfu sér hef ég
áhuga á næstum öllu. Ég kem víða við en
dvel ekkert voðalega lengi við hvern hlut, það
heldur mér vakandi og gangandi. Ég lít á það
sem forréttindi í þjóðfélagi sérhæfingarinnar
að þurfa ekki að negla mig niður á eitt þröngt
afmarkað svið. Það eru líka forréttindi að
hafa atvinnu af stóru áhugamáli sínu. Þegar
ég kem heim eftir mikla vinnutörn þá á ég
stundum erfitt með að setjast niður, verða
voða afslappaður og taka mér góða bók í
hönd. Þegar ég er mjög útspýttur fínnst mér
gott að slappa af við að horfa á sjónvarp, sem
er auðvitað þægilega passíf eyðsla á frístund-
um. Að horfa á ensku knattspyrnuna finnst
mér til dæmis stórkostlega skemmtileg og af-
slappandi tómstundaiðja. Konunni minni og
fleirum finnst ég stundum hafa óhugnanlegan
hæfileika til að kreista ánægju úr hverju sem
er. Mér finnast íþróttir vera mjög spennandi
fyrirbæri. Þær eru hádramatískar, sýna til
dæmis orrustu tuttugu og tveggja harðfullorð-
inna karlmanna frammi fyrir þúsundum
áhorfenda. Það er sko leikhús í sinni tærustu
mynd, spunnið á staðnum. Mér finnst mikil-
vægt að einstaklingurinn keppi að einhverju
marki og jafnmerkilegt að hlaupa hundrað
metrana á tíu komma fimm eins og að mála
nýja málverkið. Ég var mikið sportidjót áður
fyrr en það minnkaði mikið þegar gítarinn tók
við fyrir alvöru í MH á hippaárunum, sem
voru lítið íþróttahvetjandi. Ahuginn hefur þó
ekkert minnkað né sannfæringin um hversu
hagstætt fyrirbæri íþróttir eru. Tökum sem
dæmi þá æskilegu útrás sem fólk fær við að
djöflast svolítið á skipulagðan hátt í stað þess
að ryðja úr sér við náungann. Ég spila innan-
hússfótbolta einu sinni í viku með nokkrum
vel heppnuðum einstaklingum í þjóðlífmu og
þar er hamast á fullu, menn verða reiðir og
arga hver á annan, en þetta er alveg fyrirtaks
hreinsun, andleg og líkamleg."
Einu sinni sungu Stuðmenn af innlifun og
með draumblik í augum um að slá í gegn -
er heimsfrægð í sjónmáli?
„Ég hef mikið hugsað um það en verð að
viðurkenna að ég veit það ekki...“ segir Val-
geir Guðjónsson. En nú fór neðri vörin í stóra
geiflu allt upp undir nef, svo ég hef hann grun-
aðan um ósannsögli... þó hann viti næstum
alltaf hvað hann syngur...
4. TBL VIKAN 37