Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 26
þeirra hafi átt sér langan aðdraganda, jafnvel þó
hvarf þeirra virðist skyndilegt. Það er vel þekkt
staðreynd að hæggengar orsakir geta haft í för
með sér mjög skyndilegar og hamfarakenndar
afleiðingar. Þeir ben ia réttilega á að ýmsar dýra-
deildir, svo sem ammonítar, voru í mikilli rýmun
á síðari hluta krítartímabilsins og nokkrar tegund-
ir, svo sem brachiosaurus, hurfu áður en því lauk.
Þeir geta þess einnig að þó engar leifar risaeðla
finnist í jarðlögum frá upphafi nýlífsaldar sé það
engin sönnun fyrir skyndilegum aldauða þeirra í
lok krítartímabilsins, hugsanlegt sé að leifar yngri
dýra hafi eyðst eða að þær hvíli í enn óskoðuðum
jarðlögum. Jafnvel þó stuðningsmenn hægfara
orsaka fjöldahvarfsins bjóði upp á fleiri rök, sem
hér verða ekki nefnd, em flestir visindamenn þeirr-
ar skoðunar að bæði orsakimar og fjöldahvarfið
sjálft hafi borið skyndilega að.
r
síðastliðnum þijátíu árum hafa nokkrir
fræðimenn velt fyrir sér þeim möguleika
að orsakir fyrir fjöldadauða tegunda
kunni að vera ferlar og fyrirbæri úti í
geimnum sem geti haft veruleg áhrif á
jörðinni. Hér er ekki um að ræða hugmyndir af
trúarlegum uppmna sem þar sem útrýming lífvera
er talin ofsaverk önugra heimsdrottnara. Astæðan
er einungis sú að fræðimenn hafa æ meir hallast
að þeirri skoðun að illmögulegt sé að útskýra
skyndilegt hvarf risaeðlanna (og annarra tegunda)
með ferlum sem eiga sér upptök á jörðinni. í
þessu sambandi hefur gjaman verið rætt um hugs-
anleg áhrif geimgeisla og eindaflæðis ýmiss konar,
án þess að nokkur sönnun hafi fengist fyrir sliku.
Það er vel þekkt staðreynd að geislar geta ver-
ið mikil ógnun við allt líf. Ef jörðin hefur
skyndilega orðið fyrir mikilli geislun utan úr
geimnum er ekki útilokað að hún hafi eytt ljós-
tillífgandi þömngum sem lifa grunnt undir yfir-
borði sjávarins. Slíkt heföi hins vegar haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir annað líf
og heföi auðveldlega getað orsakað dauða örvera
sem með starfi sínu hafa mikilvæg áhrif á kolvetn-
is- og súrefnissamsetningu andrúmsloftsins. Það
heföi aftur á móti leitt til umfangsmikilla veður-
farsbreytinga og þar af leiðandi breytt lífsskilyrð-
um dýra og plantna. Erfitt er að segja af eða á
um þennan möguleika því örvemr steinrenna
sjaldan og því geyma jarðlögin engar upplýsingar
um magn þeirra og dreifingu fyrr á tímum.
að hafa meiri áhrif en Alvarez feðga og félaga
þeirra gmnaði sumarið 1979.
Iridíum og osmium em þéttust allra jarðneskra
efna (22,4 g/cm3). Þau tilheyra hópi svokallaðra
platínumálma og em mjög sjaldgæf í efri lögum
jarðarinnar en mestur hluti þeirra sökk ofan í
jörðina á meðan á kólnun hennar stóð. Meðal-
magn iridíums i jarðskorpunni er eitt gramm á
móti 100 tonnum af öðrum efnum. Fyrir osmium
er hlutfallið eitt gramm á móti 200 tonnum.
Alvarez hópurinn notaðist við mjög nákvæma
magnákvörðunaraðferð (svokallaða nifteinda-
virknigreiningu) sem sýndi að jarðlögin á mörkum
í dag hefur óvenjulega mikið magn iridíums
og osmíums mælst á fimmtíu stöðum víðs vegar,
bæði í sjávar- og meginlandslögum frá lokum
krítartímabilsins. Þetta bendir eindregið til um-
fangsmikillar virkni þeirra ferla sem orsakað hafa
tilkomu og dreifingu þessara efna í svo miklu
magni.
Alvarez feðgamir og starfsfélagar þeirra kom-
ust fljótt á þá skoðun að jafnmikið magn af
iridíum og osmium hlyti að hafa komið utan úr
geimnum. Aðrir fræðimenn lýstu stuðningi við
þessa tilgátu því enginn kunni að skýra tilkomu
þessara efna fyrir tilstuðlan jarðneskra ferla. Þeir
Arið 1979 komu fram nýjungar sem höföu
afgerandi áhrif á hugmyndir vísinda-
manna um orsakir hamfaranna í lok
krítartímabilsins. Það sumar höfðu Luis
Alvarez, nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði,
og sonur hans, Walter Alvarez, prófessor í jarð-
fræði, ásamt kjamefnafræðingunum Frank Asaro
og Helen Michel, stundað rannsóknir á jarðlögum
frá lokum krítartímabilsins. Þau athuguðu jarðlög
við borgina Gubbio á Mið-ítaliu sem sýna greini-
lega mörkin á milli krítar- og tertíertímabilsins.
Við efnagreiningu sýna úr þessum jarðlögum kom
í ljós að þau innihalda óvenjulega mikið magn
af frumefnunum osmíum og iridíum.
Upphaflega var tilgangur athugananna sá að
kanna hvort jarðlög á mörkum krítar og tertíer
væm einkennanleg með efnagreiningu. í Ijós kom
að svo var en niðurstöður athugananna áttu eftir
Leiknum lauk fyrir 65 milljón árum.
krítar og tertíer höföu að geyma um það bil þijá-
tíu sinnum meira magn iridíums en jarðlögin rétt
fyrir ofan og neðan.
Þegar niðurstöður þessar vom birtar fengu vís-
indamenn víða um heim mikinn áhuga á fyrirbær-
inu. Mælingamar vom margar endurteknar bæði
á Ítalíu sem og annars staðar á jörðinni. Vísinda-
mönnum lék sérlega forvitni á að vita hvort hin
afbrigðilegu iridium- og osmíumgildi væm stað-
bundins eðlis eða hvort þeirra gætti einnig í
fjarlægum jarðlögum frá sama tíma. Tekin vom
sýni á stöðum í Danmörku og Nýja-Sjálandi og
vom niðurstöðumar ævinlega sama eðlis. Jarðlög-
in höföu að geyma óeðlilega mikið magn af
iridíum og osmíum og í sumum tilfellum allt að
því 160 sinum meira en almennt gerist í jarðskorp-
unni.
ályktuðu einnig að þar sem þessi iridíum- og osm-
íumríku jarðlög falla tímalega saman við dauða
risaeðlanna sé líklegt að orsök hvors tveggja sé
hin sama.
En hvemig bárust efnin utan úr geimnum og
niður til jarðarinnar og hvemig gátu þau valdið
dauða risaeðlanna? Um þetta atriði komu fram
fleiri en ein skoðun en hér getum við einungis
tveggja hugmynda. Samkvæmt annarri er gert ráð
fyrir þvi að heijans mikið geimský (sem inniheld-
ur álitlegt magn iridíums og osmíums) hafi borist
utan úr geimnum og keyrt yfir jörðina. Við þetta
heföu efni úr skýinu fallið til jarðar og myndað
hluta af framtíðaijarðlögum.
Hin hugmyndin byggist á því að risastór loft-
steinn eða halastjama hafi skollið á jörðinni. Við
áreksturinn hafi hluti loftsteinsins molnað og efni
26 VIKAN 4. TBL