Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 44
Eyðm og
ást
Luiz og Lourdes taka gífurleg áhættu.
„Þið eruð hingað komin til
að tala frammi fyrir heintinum
og sýna að þið voruð sköpuð
tilaðelska. Og það að elska er
að hugsa um, gefa eftir við og
jafnvel láta lífið fyrir þá sem við
elskum.“
Þessi orð mælti prestur þegar
Luiz Cardoso og Lourdes de
Moura giftust. Það virðist ekki
ástæða til að leggja sérstaka
áherslu á þessi orð. En þegar
sagan um Luiz og Lourdes er
þekkt horfir málið öðruvísi við.
Luiz Cardoso er tuttugu og
sex ára listamaður, Lourdes de
Moura er sautján ára og vann
sem heimilisþerna í Porto Alegre
í Brasilíu. Luiz erdreyrasjúkl-
ingur og hefur smitast af eyðni.
Þau vissu þetta en það kom
ekki í veg fyrir giftinguna. Luiz
hafði fyrir giftinguna sýnt mikið
hugrekki. Hann hafði tilkynnt
það opinberlega að hann hefði
smitast af eyðni. Það gerði hann
til að reyna að koma í veg fyrir
að fleiri dreyrasjúklingar smit-
uðust.
Luiz er þekktur málari og
hefur selt mörg málverk á þó-
nokkrum sýningum. Hann er
jafnframt varaformaður dreyra-
sýkifélags Rio Grande do Sul.
Luiz fullyrðir að hann viti
hvenær hann fékk eyðnismitið.
Hann segir það hafa gerst þegar
hann fékk ákveðna hvítu sem
tekin er úr blóðvökva og unnin
á rannsóknarstofum til að nota
í meðferð við dreyrasýki.
Luiz segir: „Klukkustund eftir
að ég fékk hvítugjöfina fann ég
fyrir verk í brjóstkassanum. Ég
svitnaði og fékk hita. Eftir þetta
fór mér versnandi. Ég var á spít-
ala í tuttugu daga, þar til ég var
sendur í and-HTLV3 próf.“ Það
er próf sem sýnir hvort einstakl-
ingur er með HTLV3-veiruna í
líkamanum.
Þegar Luiz opinberaði sjúk-
dóm sinn varð hann var við
mikla afneitun samfélagsins á
sér. Sem dæmi um það má nefna
að margt fólk, sem hafði keypt
myndir hans og borgað fyrir
þær, kom aldrei að vitja þeirra.
Lourdes hafði hitt Luiz á sýn-
ingu hjá dreyrasýkifélaginu.
Hún var rekin úr því húsi sem
hún vann i þegar vinnuveitendur
hennar komust að sjúkleika
Luiz. „Samfélagið lokaði dyrum
sínum á okkur," sagði Luiz'.
Lourdes gat hvergi farið því
það var 400 kílómetra leið til
fjölskyldu hennar. Hún flutti því
X
44 VI KAN 4. TBL