Vikan - 10.09.1987, Blaðsíða 12
Merkis-spjöld
Davíð Ósvaldsson og líkbíllinn, Volvo árgerö 1980.
Fyrsti líkbíll líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar fyrir framan Dómkirkjuna 1934. Yfirbygging-
in var að mestu fengin af hestvagni sem áður var notaður til likflutninganna.
Líkbíll líkkistuvinnustofu Eyvindar Árna-
sonar er skráður undir merkinu R-l4. Davíð
Osvaldsson útfararstjóri sagði að saga núm-
ersins og líkkistuvinnustofunnar væri samofin.
Á þriðja áratugnum festi afi Davíðs, Eyvindur
Árnason, trésmiður og útfararstjóri, kaup á
bifreið Geirs Pálssonar byggingameistara, en
hann hafði keypt bílinn af Thor Jensen stór-
kaupmanni. Bifreiðin var pallbíll, merktur
RE-14.
Eitt af verkum Eyvindar var að flytja kistur
til greftrunar. Til þessa flutnings notaði hann
líkvagn sem var dreginn af hestum. 1931 venti
Eyvindur kvæði sínu í kross og festi kaup á
bifreið til líkflutninganna. Þetta var svartur
Chrysler L 20 LW árgerð 1930. Að baki
skammstöfunarinnar LW standa orðin
Long-Wheel-Base en bilið á milli hjóla slíkra
bifreiða var lengra en gekk og gerðist.
Eyvindur Árnason lést I950 en upp úr I940
hafði Ósvald sonur hans tekið við verkstæð-
inu. Að Ósvald látnum varð Davíð, sonur
hans, útfararstjóri og gegnir því starfi enn.
Davíð segist ekki hafa keyrt Chryslerinn en
það hafi faðir hans gert. Hins vegar taldi
Eyvindur, afi Davíðs, það ekki vera í sínunt
verkahring að keyra bílinn og settist aldrei
undir stýri.
Chryslerinn var fyrsti íslenski líkbíllinn og
gegndi sania hlutverki til ársins I956 eða í tæp
tuttugu og fimm ár. Þá var yfirbyggingin rifin
af honum, bíllinn seldur og gerður að pallbíl
en sem slíkur var hann tekinn úr umferð
nokkrum árum síðar. Númersplatan R-I4 er
hins vegar enn í fullu fjöri og hefur prýtt fjóra
bíla líkkistuvinnustofunnar að Chryslernum
undanskildum, nú síðast Volvo árgerð 1980.
Texti: Sigrún Ása Markúsdóttir
Myndir: helgi skj. friðjónsson
12 VIKAN 37. TBL