Vikan - 10.09.1987, Síða 35
Texti: Freyr Þormóðsson
Myndir: helgi skj. friðjónsson
ast með því sem er að gerast í kvikmynda-
gerð og ná áttum í kvikmyndasögunni.
Er ekki erfiður skóli að læra að meðtaka
gagnrýni á skáldverk sín?
Hann er það, menn geta orðið mjög
sárir, jafnvel reiðir. Góð, rökstudd gagn-
rýni er hins vegar bráðnauðsynleg, af
henni lærir maður hvað mest. Það er
miklu betra að vankantar handrits komi
strax í ljós í upphafi máls en ekki 25
milljónum síðar þegar mistök, sem auð-
velt hefði verið að laga, eru kannski orðin
íbúðar virði. Kennarar skólans hafa náð
miklum árangri, hver á sínu sviði, þeir
geta miðlað af mikilli þekkingu. Síðan
þarf maður að kenna sjálfum sér að vinna
úr þessu með endalausum tilraunum og
mikilli vinnu.
Skiptir máli fyrir handritanám þitt að
hrærast í miðri hringiðu draumavélar
Hollywood?
Það skiptir mig máli að vera í góðum
skóla til að læra atvinnumennsku í hand-
ritagerðinni. Síðan er það ágætt aukanám
að búa í nafla kvikmyndaiðnaðarins þar
sem maður kynnist hjartslætti hans og
lífi.
Kvikmyndir eru eðlilega ofarlega á
baugi í Los Angeles, umfjöllun um kvik-
myndir og kvikmyndagerð er mikil og
bíóferðir eru mikið alþýðusport. Þar er
líka allt önnur innlifun en hér, fólk klapp-
ar tilgerðarlaust við sýningarlok kvik-
myndar ef því líkar vel og hikar ekki við
að fara út í miðri mynd standist hún
ekki kröfur hvers og eins. Síðan stendur
fólk aldrei upp fyrr en nafnaljstinn hefur
runnið í lok myndar. Það skapast af því
að íjölmargir eru hreinlega markvisst að
rannsaka kvikmyndir, aðrir vinna við
þær eða þekkja einhverja tengda kvik-
myndagerðinni og bíða því eftir öllum
nöfnum sem fylgja hverri mynd. Los
Angeles og Hollywood er miðstöð kvik-
myndagerðar í heiminum og fólkið þar
veit vissulega af því.
Dýru myndirnar vekja vissulega mesta
athygli þar sem annars staðar, þar skipta
margir seðlar um eigendur. Þær eru þó
t;
alls ekki allar eingöngu sölumyndir, þær
eru líka stundum góðar kvikmyndir sem
skipta kvikmyndagerðina og almenning
miklu máli. Ég nefni nýlegt dæmi;
Platoon sem vakti gífurlegar umræður
og blaðaskrif úti, tímabært verk fyrir
amerísku þjóðina. Það vakti líka mikla
athygli að myndin fékk fyrstu verðlaun
erlendra gagnrýnenda sem Bandaríkja-
mönnum þykir mikill heiður. Þrátt fyrir
allt lita þeir mjög upp til alls sem evr-
ópskt er, evrópskar myndir njóta til
dæmis mikillar virðingar vestanhafs.
Hollywood-bær er ekki svipur hjá sjón,
þar er tkki mikill glæsileiki ríkjandi.
Þarna er að vísu Hollywood-skiltið uppi
í hæðinni sem aðallega er vinsæll sjálfs-
morðsstaður, mig minnir að það sé annað
ellið sem allir stökkva af. Maður sér samt
ríkidæmið í kringum sig og þá aðallega
í Beverly Hills. Hollywood-draumurinn
er þó enn við lýði, fólk bíður með börn
sín í biðstofum tækifæranna í stóru kvik-
myndaverunum og aðrir vekja á sér
athygli á meira en allan hugsanlegan
máta um alla borg. Hollywood-goðsögn-
in er vissulega enn til, það er frekar á
mörkunum að Hollywood sjálf sé til.
SNOBBLYKT AF ÞVÍ
Sýnast þér peningar ráða meiru en hæfi-
leikar um tækifæri og velgengni fólks?
Það nær enginn langt nema hafa um-
talsverða hæfileika. Síðan er annað mál
hvernig hinir fáu útvöldu nota hæfileika
37. TBL VIKAN 35