Vikan - 10.09.1987, Side 36
sína, hvort þeir beina þeim fremur í fjár-
hagslega gjöfula farvegi en listræna. Það
er staðreynd að frami fólks í Bandaríkj-
unum er miðaður við peninga. Velgengn-
in er fólgin í að seljast vel. Mér finnst
það eitt og sér ekki eftirsóknarvert eða
freistandi. Metnaður nemenda við há-
skólann er mjög mismunandi, sumir eiga
sér þann draum æðstan að verða ríkir
höfundar sápuópera. Ég hef alla tíð haft
mjög gaman af góðum spennumyndum,
góðum þrillerum og get vel hugsað mér
að vinna með þannig hugmyndir.
Upp á síðkastið virðist mestum fjármun-
um og kröftum vera eytt í að gera unglinga-
kvikmyndir, þær flæða yfir okkur í
endalausum röðum og maður fær það á til-
flnninguna að sölusjónarmið hafl með öllu
ýtt öðrum úr vegi.
Aldurshópurinn tólf til svona tuttugu
og fimm ára er duglegastur við að fara
í bíó, framhjá þeirri staðreynd verður
ekki litið. Ef mynd fer algjörlega fyrir
ofan garð og neðan hjá þessum hópi ertu
búinn að sníða þér mjög þröngan stakk.
Þá erum við líka komnir að þeim punkti
hvað þetta er dýr listgrein. Það skiptir
máli að margir sjái myndina. Kvik-
myndagerð verður þannig óhjákvæmi-
lega bæði listiðnaður og listgrein.
Verður ekki íslensk kvikmyndagerð nán-
ast vonlaus í þessu Ijósi, þar sem markaður-
inn er ekki stærri en citthvað á þriðja
hundrað þúsund?
Það er lítill möguleiki á að einskorða
íslenska kvikmyndagerð við innanlands-
markaðinn. Það er hægt, cins og dæmin
sanna, að gera ódýrar kvikmyndir sem
bera sig á íslandi einu, en þá verður líka
að stíla inn á sama markað og áramóta-
skaupið. Það á auðvitað fullan rétt á
sér, en Ijóst er að nánast er útilokað að
selja slíkar myndir úr landi, fremur en
skaupið. í öðrum tilfellum verður að
höfða til áhorfcnda víðar cn hér á landi
og það er ekkert verra f'yrir viðkomandi
mynd. Því er líkt farið mcð góðar kvik-
myndir og góðar bókmenntir, þær eru í
cðli sínu alþjóðlcgar.
Vor íslcnskrar kvikmyndagerðar er lið-
ið. Fólk fer ekki lcngur til að sjá
kvikmynd bara af því að hún er íslensk.
Kröfurnar eru meiri, sem betur fer. Hitt
myndi cingöngu ala á lélegum vinnu-
brögðum kvikmyndagcrðarmanna.
Hvað finnst þér þá um vor íslcnskrar
kvikmyndagerðar?
Allt þarf sína þróun, það scm gcrt hef-
36 VIKAN 37. TBL