Vikan


Vikan - 10.09.1987, Page 37

Vikan - 10.09.1987, Page 37
ur verið er mjög lærdómsríkt fyrir nútíð og framtíð og menn læra fyrst og fremst af mistökum. En eina íslenska myndin, sem gengið hefur upp sem kvikmynd, er Hrafninn flýgur. Hún er líka á köflum sem endurprentun á dollaramyndum Sergio Leones. Það er sláandi að best heppnaða íslenska kvikmyndin skuli vera sótt svo beint í smiðju kvikmyndasög- unnar, augljóslega og meðvitað. Það segir okkur líka sitthvað um íslensk kvik- mvndahandrit. Hafa íslensk handrit þá upp til hópa ver- ið léleg? Brotalamir þeirra eru mjög margar. Oft er engu líkara en menn hafi samið handritin að fullu í lokuðu herbergi, án gagnrýni og álits annarra. Menn eru að pukra hver í sínu horni, sem skapast auðvitað af smæð samfélagsins, það er fljótt að spyrjast út um innihald nýrrar myndar. í því ljósi er pukrið skiljanlegt en það er jafnslæmt fyrir nauðsynlega gagnrýni og þróun verks. Vorið í ís- lenskri kvikmyndagerð var nauðsynlegur tími til þróunar. Menn ætluðu sér að gera tímamótaverk í fyrstu atrennu, brjóta blað í kvikmyndasögunni, slík við- horf eru auðvitað hæpin og vanþróuð. Framtíðin hlýtur að vera samvinna við erlenda aðila, ekki síst í Skandinaviu. Það er jafnsláandi og uppgangur Hrafns- ins að langbesta mynd íslensks leikstjóra er sænsk. Það er Andra Dansen eftir Lárus Ými Óskarsson. Auðvitað byggist sú mynd á hefð í kvikmyndasögunni. En hún er fullkomlega sjálfstætt listaverk, ekki norræn útgáfa á vinsælum hasar- myndum. Það vita til dæmis fáir að Andra Dansen var valin sjötta besta kvikmynd heims árið sem hún var fram- leidd, af International Film Guide, og hún lenti sama ár í öðru sæti í Guld- bagge samkeppninni sænsku. Ingmar Bergman hlaut fyrsta sæti með Fanny och Alexander. Lárus Ýmir Óskarsson er að mínu mati okkar besti kvikmynda- gerðarmaður. En menn eru misduglegir og áhugasamir við að auglýsa sig. Líturðu á handritshöfundinn sem mynd- skáld? 37. TBL VIK A N 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.