Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 37
...þó aö ég vilji ekki fara heim, þá vil ég alltaf komast heim af því að frá myndrænu sjónarmiði þá er allt mitt efni frá íslandi. — Að góðum íslenskum sið spyr ég auðvitað fyrst: — og hverra manna ert þú svo væna mín? „Foreldrar mínir heita Sigur- laug Stefánsdóttir og Gunnar Markússon. Pabbi var skóla- stjóri, fyrst á Flúðum, svo Húsa- bakka og síðast í Þorlákshöfh; svo ég var alin upp á heimavist- arskólum og ég kenni því um að hafa aldrei getað verið ein — ekki sjálfviljug — í nema stuttan tíma. Að búa ein hef ég aldrei viljað. Ég er yngst fjögurra systkina, ...litla frekjan sem vissi hvað hún vildi. Ég hef alltaf fengið það sem ég vildi, jafhvel þó ég vissi ekki hvað það væri. Fimmtán ára fór ég að heiman, til ömmu í Reykjavík og fór í Kvennó. Það- an lauk ég gagnfræðaprófi 1970 og fann mér svo mann, sem varð minn fyrsti eiginmaður — Har- aldur Guðbjartsson. Ég var 19 ára gömul og við eignuðumst strax bam, dreng sem skírður var eftir afa sínum Guðbjarti. Hjónabandið var skammlíft og við skildum ári seinna.Guð- bjartur varð eftir hjá pabba sín- um og hefur alist upp þar. Þetta hljómar eigingjamt, en ég var ekki ánægð, var í rauninni ekki tilbúin til að verða móðir á neinn hátt. Það var ekki fyrr en eftir að ég átti fyrri dóttur mína 12 ámm seinna sem sú skoðun breyttist. Ég átti aldrei von á að verða móðir aftur, fannst ég ekki til þess fallin. Það var óskaplega erfitt að skilja hann eftir, hann var níu mánaða þegar ég fór frá þeim. Ég hugsaði minn gang auðvitað rækilega, en ég gat ekki séð hvað framtíðin bæri í skauti sér ef ég tæki hann með mér, utan ég færi að vinna í fyrstihúsi. Mamma og pabbi vom þá í Þor- lákshöfh, ég átti ekki í önnur Ágústa með mánaðargamla dóttur sina: Bryndísi Amdal. hús að venda. f Þorlákshöfh var frystihúsið eini atvinnumögu- leikinn - ég bara gat ekki hugs- að mér það. Mér fannst Guð- bjartur hafa betri möguleika hjá pabba sínum. Samband okkar Guðbjarts hefúr alltaf verið gott, hann hef- ur verið hjá mér þegar það hef- ur verið hægt, á sumrin hér úti og þegar ég hef verið heima. Við emm mjög góðir vinir.“ — Varstu þá að hugsa um áframhaldandi nám? „Ég hafði verið' í söngtímum í tvö ár og hafði ráðgert að fara til Svíþjóðar í söngnám. Úr því varð ekki, en ég hélt áfram í einkatímum í söng næstu 5 árin, bæði heima og í Bandaríkjun- um. Ég sá það seinna að það var aldrei nógu mikil alvara að baki söngnáminu þó að mér fyndist það á meðan á því stóð. Það þarf að æfa sig alveg gífúrlega mikið og hafa ánægju af ef árangur á að nást. Þá ögun skorti mig alltaf í mínu söngnámi.“ — Þú verður aftur ein hvað tekur þá við? ,Árið eftir að ég skildi við Harald kynntist ég öðmm manni mínum, Guðmundi Emilssyni. Hann var á leiðinni til Banda- ríkjanna, til Rochester í Eastman tónlistarskólann þar. Við höfð- um þekkst í þrjár vikur þegar við giftum okkur. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva — ástin var svo mikil að það var aldrei spuming. Fyrstu þrjú árin vann ég sem þjónustustúlka á ríkum heimil- um. íklædd einkennisklæðnaði fannst mér alltaf eins og ég væri að stíga inn á svið þegar ég fór í vinnuna á morgnana. Að vissu leyti var þetta skemmtilegt, ég kynntist þarna lífi sem ég hafði aldrei þekkt áður. Ég var greini- lega látin finna að ég væri stétt neðar en húsráðendur, ég mátti t.d. ekki tala við húsfrúna eins og jafningja minn. Hún talaði þó stundum við mig eins og jafii- ingja, það hefúr eflaust þótt afar frjálslegt af henni. Fyrsta árið var óskaplega erfitt, mér leiddist mjög mikið. Það kom þó aldrei til greina að fara heim og hætta við, Guðmundur var í námi sem átti hug hans allan og ég reyndi að horfa bara fram á veginn." — Svo ferðu í nám. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.