Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 60
Vampýrur á vélhjólum Bíóhöllin The Losi Boys iririr Leikstjóri: Joe Schumacher. Aðalhlutverk: Keefer Sutherland, Jason Patric, Cory Haim, Dianne Wesf. The Lost Boys mun vera einn af sumarsmellunum á Banda- rfkjamarkaði í ár en myndin er mjög skondin blanda af hryll- ingi og hlátri, kokteill sem er hrærður en ekki hristur um hóp af vampýrum á vélhjólum sem hreiðrað hafa um sig f nágrenni borgarinnar Santa Clara. Meðal leikara í myndinni er Keefer, sonur Donald Sutherland og óhætt að segja að strákinn kippi í kynið, ekki aðeins er hann eins og ung vasaútgáfa af þeim gamla í útliti heldur hefur hann einnig erft töluvert af leikhæfileik- um hans. Schumacher (St. Elmo’s Fire) hefur getið sér gott orð fyrir vand- aðar myndir sem einkum er stefnt á „uppa“ markaðinn í Bandaríkj- unum og ekki bregst honum bogalistin í þessari, vönduð vinnubrögð og hugkvæm not tón- listar auk skemmtilegra klippinga milli hryllingsins og hlátursins gera myndina að pottþéttri skemmtun. MYNDIR SEM VIÐ MÆLUM MEÐ The Untouchables: Elliot Ness og félagar berja á Al Capone. Ekta hasarmynd. The Lost Boys: Sjá umsögn. Amazing Stories: Þrjár sögur í anda The Twilight Zone. Pottþétt skemmtun. Dirty Dancing: Rokk og ról ( saklausum heimi. Fyrir alla fjölskylduna. Skytturnar: Framsækið verk Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Mynd sem enginn ætti að missa af. Full Metal Jacket: Meist- araverk Stanley Kubriks um Víetnamstríðið. Óborganleg karlremba. The Witches of Eastwick: Jack Nicholson fer á kostum í hlutverki „venjulegs lítils djöfuls...“ Lagaflækjur Bíóborgin From the Hip irir Leikstjóri Bob Clark Aðalhlutverk: Judd Nelson, Elizabeth Perkins og John Hurt. Judd Nelson vakti fyrst at- hygli á sér með leik sínum f myndinni The Brekfast Club en sfðan tók við röð af misheppn- uðum myndum hjá honum þar til hann lenti f aðalhlutverkinu f Lagaflækjum þar sem hann nær að sýna nokkuð góð tilþrif sem nýútskrifaður lögfræðing- ur í leit að frægð og frama þar sem tilgangurinn helgar meðal- ið. ers (Nelson) tekst með klækjum að ná sér í einfalt dómsmál, einn bankamaður hefur kært annan fyrir kjaftshögg, sem talið er úti- lokað að vinna. Weathers er á öðru máli og tekst honum brátt að flækja málið svo að notkunin á orðinu „rassgat” er orðið að KVIKMYNDIR Friörik Indriðason spurningu um stjórnarskrárrétt- indi fyrir dómstólnum. Hann vinn- ur svo málið en vegna vinnu- bragða hans við það ákveður lög- mannastofan sem hann vinnur á að setja gildru fyrir hann og láta hann annast vörn í öðru vonlausu morðmáli. Weathers hefst handa við aö flytja málið á sinn hátt en brátt verður hann þess fullviss að skjólstæðingur sinn sé sekur um glæpinn og þá eru góð ráð dýr. Af öðrum ólöstuðum í þessari mynd verður sérstaklega að geta frammistöðu John Hurt sem fer skemmtilega með hlutverk morð- ingjans í myndinni, uppskafins prófessors í ensku sem sakaður er um morð á símavændiskonu. 60 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.