Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 47
Ströndin í Acapulso er hrein og hvít og sjórinn grænn og hlýr. Þarna er hægt að fara á sverð fiskveiðar, eða í fallhlíf sem
dregin er af bát, sem er ógleymanlegt ævintýri.
Þessi gamli maður hafði komið sér vel fyrir í skugganum og seldi
alls konar útskoma muni úr tré — og verst þótti okkur hvað það
má hafa lítinn farangur með sér í flugvélinni heim!
silfurnámubær, sem liggur utan
í fjallshlíð í um 2000 m hæð. Nú
er einungis unnið silfúr úr nám-
unum í fjallinu en þegar kirkjan
í bænum er skoðuð sést að þar
hefúr ekki skort gullið, því nærri
hver einasti hlutur þar inni er
gylltur. Eins gott er að halda vel
um budduna því þó bærinn sé
lítill eru þarna yfir 100 skart-
gripaverslanir þar sem seldir
eru forkunnar fagrir handunnir
silfurgripir. Því miður herjaði
“hefnd Montezuma" á okkur
fullorðna fólkið þegar við gist-
um þennan bæ, þannig að við
neyddumst til að halda okkur
nærri hótelinu og skoðuðum
því bæinn ekki sem skyldi, en
hægt er að fá að skoða silfur-
námurnar sem án efa er mjög
fróðlegt og skemmtilegt.
Frá Taxco er um fjögurra
tíma keyrsla til Acapulco og er
ferðin niður fjalllendið nokkuð
hrikaleg, en við íslendingar
kippuni okkur ekki upp við
slíkt, sérstaklega ekki á ntalbik-
uðum vegum. Á leiðinni sáum
við oft krakka standa við veginn
með stórar eðlur, sem í útliti
líktust mikið þeim fornaldar-
skrímslum sem menn hafa séð á
myndum. Okkur var sagt að þau
væru að bjóða eðlurnar til kaups
því þetta þætti mesti herra-
mannsmatur.
Acapulcoflóinn er alveg eins
og ströndin sem maður hafði
séð fyrir sér í draumnum: hvít
bogalöguð strönd, pálmatré
blaktandi í hlýrri golunni og
grænblátt haflð svo langt sem
augað eygði. Acapulco er staður
til að slappa af, þar er siestan
tekin hátíðlega og ekki nokkur
maður á ferli á götum úti; menn
eru annað hvort dormandi und-
ir pálmasólhlíf á ströndinni og
bíða þess að þjónninn færi þeim
ískaldan bjór eða suðrænan
drykk í holuðum ananasávexti,
eða þá að menn eru að synda í
sundlauginni við hótelið sitt.
Kvöldlífið er fjölbreytt, ara-
grúi af góðum veitingastöðum
og fjöldinn allur af diskótekum.
Margir veitingastaðanna eru al-
veg niður við strönd, sérstak-
lega flskistaðirnir, og engar rúð-
ur í gluggum enda veðrið á
kvöldin alveg himneskt. Fyrir
utan gluggana eru sölumenn á
ferli og reyna að selja gestunum
skartgripi, handofm teppi og
annað þvíumlíkt — við komum
heim með tvö teppi og fjöldan
allan af alls konar leirhlutum.
Eftir matinn fer fólk gjarnan í
kvöldgöngu, annað hvort eftir
ströndinni eða um götur bæjar-
ins þar sem mannlífið er fjöl-
skrúðugt í meira lagi.
Eitt er víst, að þeir sem dvelja
í Mexíkó yfir stórhátíðina, koma
til með að eiga þar ógleyman-
legar stundir og verða án efa
mun afslappaðri og hressari í
dimmasta skammdeginu en við
sem heima sátum... en við höld-
um bara áfram að láta okkur
dreyma.
VIKAN 47