Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 55
Úr poppinu í Poppkornið Eins og sjónvarpsáhorfendur af yngri kynslóðinni hafa sjálf- sagt orðið varir við, hefur Jón Ólafsson tekið við stjórninni á Poppkorni. Jón er vel þekktur sem fjölmiðlamaður og var um langan tíma sá hressasti á út- varpsbylgjunum þegar hann fór á kostum í þáttum sínum á Rás 2. Jón lét af störfum á Rás- inni er hann fór til Hollands að nema píanóleik og var hans sárt saknað. En nú er Jón aftur tekinn við þætti á Rásinni og er hann á dagskránni á laugardagseftirmið- dögum. Ef hlustendur leggja eyr- un við er líklegt að þeir fái að njóta vel valinnar tónlistar f bland við hæfilegt kjaftæði og rugl. Kannski spilar hann meira að segja lagið „Jón bulli“. En Jón er sem sagt farinn að starfa við Sjónvarpið og stýrir þar Poppkorni af einstakri snilld. [ þáttum sínum leggur hann áherslu á íslenska tónlist og kynnir hana með miklum létt- leika. Þá fær hann flytjendur til að mæta til sín í útsendingu og rekur úr þeim garnirnar. Jón er vel kunnugur í tónlistar- bransanum þar sem hann var sjálfur einn meðlima Bítlavina- félagsins ásamt því sem hann var annar helmingur Possibillies dú- ettsins. Ekki er að efa að léttleik- inn og fjörið verði einkennandi fyrir þættina. - AE Maðurinn sem fór úr poppinu í Poppkornið, Jón Ólafsson. Kvikmyndafríkið císli Snær Gísli Snær Erlingsson er mað- urinn sem ásamt Ævari Erni Jósepssyni hneykslaði ís- lenska sjónvarpsáhorfendur á efri árum þegar þeir félagar tóku við Poppkornsþáttunum. Spreilið og flippið voru í há- vegum höfð og sjaldan eða aldrei hefur annað eins flipp sést á sjónvarpsskerminum. [ dag starfar Gísli sem upp- tökustjóri hjá Sjónvarpinu og stjórnar þar meðal annars upp- tökum á þáttunum Annir og app- elsínur og Nýjasta tækni og vís- Kvikmyndun virðist eiga hug hans allan og í tilefni af því að Gísli er með vikulega kvikmynda- umfjöllun í hádegisþætti Rósu Guðbjartsdóttur á Stjörnunni á föstudögum ákvað blaðamaður Vikunnar að spyrja Gísla hvort hann hefði eitthvað lært í sam- bandi við kvikmyndun. „Nei, eina skólamenntunin mín er stúdentspróf frá FB, en stefnan er tekin á nám á erlendri grundu. Ég hef samt unnið við kvikmyndir. Ég var framkvæmdastjóri við vinnslu myndarinnar Skytturnar og vann við ýmislegt í sambandi við ( skugga hrafnsins og svo vinn ég núna hjá Sjónvarpinu." - Ertu kvikmyndafrík? „Það má kannski segja það. Ég hef allavega ofboðslega gaman af þessu og ætla að vinna við það á meðan svo er. Ef ég fæ ein- hverntfma leið á þessu fer ég bara út í eitthvað annað. Kannski lögfræði," bætir hann svo við og glottir. - Hvað með þessa kvikmynda- gagnrýni þfna? „Ekki kalla þetta gagnrýni. Þetta er frekar umfjöllun á lóttum nótum. Ég nenni ekki að vera að kaffæra fólk í fagorðum og þung- um bollaleggingum í hádeginu. Þetta verður svona létt úttekt á kvikmyndunum sem eru í boði þá stundina." - Ætlið þið Ævar að sprella eitthvað saman á næstunni? „Við erum með leynibrall í gangi. Ég segi ekkert um hvað það er, en ætli þetta verði ekki einhvers konar „comeback" - A STJÖRNUFRÉTTIR Fréttir Stjörnunnar vekja athygli. Stjörnufréttir eru alvörufréttir, fluttará ferskan hátt. Fréttir fyrir fólk. Stjörnufréttir allan sólarhringinn: Kl. 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 23 alla virka daga, kl. 10, 12 og 18 un\ helgar, kl. 2 og 4 um nætur. Skínandi fréttir á FM 102 og 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.