Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 33
„Michael hjálpar mér að velja
á mig föt.
Sagt er að Michael
Jackson vilji breyta
mömmu sinni
í Diönu Ross, en:
Katherine Jackson:
„Það er ekki satt að bömin
mín tali ekki við hvert annað,
eins og sagt er.“
Hún mætir í viðtalið í hvít-
um síðbuxum og hvítri
peysu skreyttri glitrandi
semaliusteinum, með stóra
kringlótta eymalokka í eyr-
um og með silfurarmband.
Smaragðshringurinn sem
hún ber er gjöf frá Michael.
— Hvernig er að búa með jafn
irægri persónu og Michel?
Stundum er það mjög erfitt.
Við eigum ekkert einkalíf og við
þurfum stöðugt að hafa lífverði
hjá okkur. Það eru alltaf ein-
hverjir áhangendur Michaels í
innkeyrslunni.
— Hvaða áhrif hafa Jackson
milljónirnar haft á lífsstíl ykkar?
Við börðumst í bökkunum í
mörg ár hér áður fyrr. Maðurinn
minn missti vinnuna rétt áður
en Rebe fæddist og hún var orð-
in sex ára þegar hann fékk vinnu
aftur. Fyrst eftir að peningar
barnanna komu til sögunnar
fannst mér alltaf eins og þetta
væri ævintýri. Það fyrsta sem við
keyptum eftir að við eignuð-
umst peningana var litasjón-
varp. Uppáhaldsgjöfin sem ég
hef fengið frá Michael er vín-
rauður Rolls Royce.
— Michael og La Toya búa
bæði heima ennþá, hvað finnst
þér um það?
Mér finnst það yndislegt. Ég
skil ekki hvers vegna foreldrum
finnst að bömin eigi að flytja að
heiman um leið og þau verða 18
ára. Ég reyni að vera þeim stoð
og stytta og mér finnst ég enn
hafa töluverð áhrif á þau.
Michael spyr mig enn ráða og
hann hjálpar mér að velja á mig
föt. Hann minnir mig á að mála á
mér varirnar þegar von er á
gestum og hann er að hvetja
mig til að grenna mig. Hann
segir: „Elizabeth (Taylor) er
búin að missa öll þessi kíló. Ef
hún getur það þá getur þú það
líka. Og ef þér líkar það ekki þá
geturðu alltaf farið í fegrunar-
skurðaðgerð." En það mundi ég
ekki gera.
- Hefur Michael farið í marg-
ar fegrunarskurðaðgerðir?
Ég vil að sannleikurinn komi
fram í þeim efhum. Hann lét
laga á sér nefið og lét setja skarð
í hökuna á sér. Hvers vegna veit
ég ekki.
— Hver var raunveruleg á-
stæða þess að Michael yfirgaf
Votta Jehóva söfhuðinn?
Hann hætti af ástæðum sem
hann einn þekkir. Hann kemur
kannski aftur. En það er ekki satt
að ég megi ekki tala við hann af
því hann hætti í söfnuðinum.
Við tölum oft saman og föðmum
hvort annað.
Það er alls ekki satt að bömin
mín tali ekki við hvert annað,
eins og sagt hefur verið. Ef
eitthvað bjátar á hjá einhverju
þeirra þá höldum við fjöl-
skyldufund þar sem við reynum
í sameiningu að leysa málin.
— Hvernig verður þér við að
HvaÍ
scdir
Michael Jacksons?
heyra sögusagnir um að Michael
sé eitthvað skrítinn?
Ég les ekki lengur allt þetta
slæma sem skrifað er. Ég tók
þetta mjög nærri mér fyrst.
— Ertu grænmetisæta eins og
Michael?
Já, en ég hef ekki alltaf verið
það. Þegar við vorum fátæk þá
þurftum við að gefa níu bömum
að borða. Maðurinn minn
keypti vanalega hálfan nauta-
skrokk sem við geymdum í
frystinum og úr kjötinu mat-
reiddi ég einfaldar máltíðir.
Núna höfum við kokk.
- Það virðist sem þú eigir allt.
Fjölskylda þín frægð og frama,
er eitthvað sem þig langar í?
Mig langar að ferðast til Sviss,
Italíu og Egyptalanðs og mig
langar að sjá Baryshnikov dansa.
Nei. Þegar ég var lítil þá
dreymdi mig alltaf um að kom-
ast til Hollywood, en raunvem-
leikinn er ekki eins og draum-
urinn. Bestu ár ævi minnar vom
þegar Michael var þriggja ára og
ég söng þjóðlög fyrir bömin
mín. Mig íangaði alltaf til að
syngja sveitasöngva, en í þá
daga vom sveitalagasöngkonur
ekki svartar. Ég söng með börn-
unum og einn daginn sagði ég
við manninn minn að hann
skyldi koma og hlusta á strákana
því þeir væm í rauninni mjög
góðir. Það kom honum reglu-
lega á óvart hversu góðir þeir
vom orðnir.
Ég mundi með glöðu geði skipta
á þeim tímum sem ég lifi í dag
fyrir þessi ár.
US, 2.11.87/BK
VIKAN 33