Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 22
Apríkósumarmelaði
Það tekur langan tíma að sjóða marmel-
aði, en lengst af þarf lítið að hugsa um
það, aðeins leyfa því að malla í pottinum
á plötunni. Ef nota á þurrkaðar apríkós-
ur, verður að láta þær liggja í bleyti yfir
nótt. Sjóðið þær svo í vatninu, sem þær
hafa legið í.
500 g apríkósur, 1 lítri vatn, 8 dl sykur,
Tvöfaldur skammtur af sultuhleypi mið-
að við það sem væri notað í venjulega
sultu.
Skreyting: ca 1 dl sykur.
1. Skerið apríkósurnar í smáa bita. Setj-
ið þær í skaftpott. Hellið vatni yfir þær
og látið þær sjóða við lítinn hita. Hafið
lok á pottinum. Hæfilegur suðutími er
45 mínútur, en þá ættu apríkósurnar að
vera orðnar hæfilega mjúkar.
2. Hrærið saman við 6 dl af sykri og leyf-
ið marmelaðinu að sjóða í einn klukku-
tíma. Hafið ekki lokið á pottinum, en
setjið það á þegar maukið er farið að
þykkna verulega.
3. Blandið því sem eftir er af sykri sam-
an við hleypinn. Takið pottinn af plötunni
og setjið þetta út í. Hrærið þar til sykur-
inn er veluppleystur.
4. Hellið marmelaðinu á álpappír eða í
aflangt form, ca 30x20 cm. Leyfið því að
kólna yfir nótt. 5. Skerið marmelaðið
niður í ca 2x3 cm stóra bita og veltið
þeim upp úr sykri.Geyma á köldum stað.
Marsipanrúlla
250 g möndlumassi, 10 fíkjur, 1 msk
konjak, 100 g möndlur eða hnetur.
1. Rífið möndlumassann niður á rifjárni.
Skerið fíkjurnar í smábita.
2. Blandið saman möndlumassa, fíkjum
og konjaki og rúllið þessu upp í fallega
rúllu.
3. Saxið hneturnar fínt niður og rúllið
marsípanrúllunni upp úr sallanum.
Geymið rúlluna á köldum stað, í álpappír
Harðir molar með möndlum
(ca 75 stykki)
Þessir sykurmolar eru yfirleitt mjög vin-
sælir bæði hjá ungum og gömlum. Erfitt
er að segja nákvæmlega til um hversu
lengi þarf að sjóða það sem í þá fer, þar
sem tímalengdin byggist mikið á því f
hversu stórum potti er soðið.
1 Vi dl rjómi, 1 VS dl sykur, 1 Vi dl síróp,
50 g sætar möndlur, 3 msk rasp, 1 ögn af
lyftidufti, 15 g smjör.
1. Bandið saman rjóma, sykri og sírópi í
pott með þykkum botni. Leyfið þessu að
sjóða í ca 40 mínútur. Hafið ekki lok á
pottinum. Hrærið við og við í. Saxið
möndlurnar.
2. Best er að prófa hvort blandan hefur
soðið nógu lengi með því að láta nokkra
drota af henni leka niður í kalt vatn. Sé
hægt að rúlla litla kúlu úr dropunum,
sem farið hafa í vatnið, er óhætta að
hætta að sjóða.
3. Hrærið möndlutn, raspi og lyftidufti
saman við smjörið. Setjið út í blönduna
og leyfið suðunni að koma upp aftur.
4. Hellið blöndunni í smáform. Látið
kólna og geymið síðan á köldum og
þurrum stað.
íssúkkulaði með kaffibragði
(ca 60 stykki)
Ef nota á kaffiduft verður að byrja á því
að mylja það niður, svo súkkulaðið verði
ekki kornótt. Þetta íssúkkulaði verður
ótrúlega gott ef rúsínurnar eru látnar
liggja nokkra klukkutíma í konjaki.
100 g dökkt súkkulaði, 100 g smjör, 2 tsk
neskaffi, ca 1/2 dl rúsínur.
1. Leggið súkkulaðið og smjörið í skál.
Setjið skálina yfir sjóðandi vatn í potti
og leyfið því að bráðna.
2. Hrærið kaffiduftinu saman við.
3. Leggið nokkrar rúsinur á botninn í
litlum álformum, sem ætluð eru undir
súkkulaði, eða búið sjálf til form úr ál-
pappír.
4. Hellið súkkulaðimassanum í formin.
Leyfið súkkulaðinu að stífna. Geymið á
köldum stað.
Súkkulaðimolar
(ca 45 stykki)
I molana þarf 250 g af möndlumassa, 10
valhnetukjarna, 1 msk romm, 200 g
dökkt súkkulaði.
1. Rífið möndlumassann niður á rifjárni.
Saxið valhnetukjarnana fínt.
2. Blandið saman möndlumassa, valh-
netum og rommi.
3. Búið til litlar kúlur. Leyfið kúlunum
að bíða á meðan súkkulaðið er brætt í
skál fyrir heitu vatni.
4. Stingið tannstöngli í kúlurnar og dífið
þeim niður í súkkulaðibráðina. Leyfið
öllu umframsúkkulaði að renna af kúl-
unum en setjið þær svo á smjörpappír og
látið súkkulaðið stífna vel áður en
súkkulaðimolarnir eru settir í kalda
geymslu þar sem þeir bíða jólanna.
Efst á myndinni sjáið þið kókoskúlurnar
og apríkósumarmelaðið. Fyrir framan er
marsípanrúllan og íssúkkulaðið og loks
hörðu molarnir með möndlunum en
lengst til hægri eru súkkulaðimolarnir.
22 VIKAN