Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 62

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 62
Bamba er mei en ba sorgle mynd Þessa dagana sýnir Stjörnu- bíó kvikmyndina La Bamba sem fjallar um hina sorglega stuttu ævi Ritchie Valens, en hann lést aðeins sautján ára að aldri í flugslysi ásamt Buddy Holly eftir að hafa verið rokk- stjarna f átta mánuði. Myndin er átakanlega sorgleg svo að venjulegum áhorfendum þykir nóg um. Hvernig skyldi þá þeim sem myndin snertir per- sónulega líða? i kvikmyndahúsi f Sacramento í Kaliforníu situr hálffimmtug kona og hágrætur. Hún er þybbin, Ijóshærð og glaðleg dags dag- lega. En ekki þegar hún horfir á myndina La Bamba. Hún heitir nefnilega Donna Fo-Coots, en hét áður Donna Ludwig og var kærasta Ritchie Valens. í dag er hún gift tveggja barna móðir, en hún getur aldrei gleymt Ritchie. Þeir leika bræðurna í kvikmyndinni La Bamba, Lou Diamond og Esai Morales. „Ég held að mér sé óhætt að segja að myndin sé raunsönn," segir Donna. „Að vísu er Danielle von Zerneck sem leikur mig sæt- ari en ég var, en sambandið á milli okkar Ritchie er sýnt eins og það var. Pabbi gerði allt sem hann gat til að stía okkur í sundur og leyfði mér ekki að tala við hann í síma.“ „Það er alveg satt sem sýnt er í myndinni hvernig Ritchie flutti lagið Donna fyrir mig í fyrsta sinn. Hann söng það fyrir mig í gegn- um síma og enn þann dag f dag fæ ég sting f hjartað þegar ég heyri það leikið í útvarpinu, þetta er jú lagið mitt.“ Þeir eru fleiri sem myndin snertir meira en óbreytta áhorf- endur. Bróðir Ritchie Valens, Bob, sem er leikinn af Esai Mora- les í myndinni, er rúmlega fimm- tugur í dag. Um bróður sinn segir Bob: „Ég var afbrýðisamur út í hann. Vegna þess að hann sló f gegn hann gat keypt nýtt hús handa mömmu og gert hluti sem ég hefði viljað gera, en gat ekki. Samt þótti mér mjög vænt um hann og mér er sérstaklega minn- isstætt síðasta samtalið okkar, en hann hringdi f mig fáum klukku- stundum fyrir slysið og bað mig að koma og vera með sér á hljómleikaferðalaginu." „Slysið fékk að sjálfsögðu mjög á mig og ég byrjaði að drekka á ný, en ég var búinn að hanga þurr í þrjá mánuði. Svo tóku eiturlyfin við, en nú er ég búinn að hreinsa mig af öllu slíku og starfa við að aðstoða unglinga sem eiga í vanda með fíkniefni.“ „Ég held að myndin sem er dregin upp af mér í kvikmyndinni sé ekki fjarri lagi. Drykkjan og of- beldið eru ekkert ýkt. Aftur á móti finnst mér líka koma vel fram að mér þótti vænt um fjölskylduna og ég er ánægður með það. Myndin er verðugur minnisvarði um bróð- ur minn.“ STILLTU Á STJÖRNUNA Stiarnan er stillt á Þíg FM 102,2 og 104 Auglýsingasími 689910
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.