Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 58
 tur á skjáinn V Loksins fá körfuknattleiks- unnendur að berja snillingana í bandarísku körfunni augum á ný. Laugardaginn 5. desember verður fyrsti þátturinn á þess- um vetri á dagskrá Stöðvar 2. Eins og í fyrra verður Heimir Karlsson umsjónarmaður þátt- anna en honum til aðstoðar verður Einar Bollason körfu- knattleiksþjálfari sem er tví- mælalaust einn af fróðustu mönnum landsins um NBA deildina. Leikni leikmannanna og hrað- inn í leiknum er með þeim hætti að varla þarf að vera körfuknatt- leiksáhugamaður til að hafa gam- an af að horfa á þessa þætti. Fyrir sanna áhugamenn hljóta þeir hinsvegar að vera helgistund vik- unnar ásamt ensku knattspyrn- unni. Reyndar hefur sá sem þetta skrifar frétt af þó nokkrum sem keyptu myndlykil einungis til að geta fylgst með körfunni, svo mik- ill er áhuginn. Útlit er fyrir að deildin verði ekki síður skemmtileg í vetur en í fyrra þó að eitt lið sé talið skara nokkuð fram úr hinum. Það eru meistar- arnir frá í fyrra, Los Angeles Lak- ers sem taldir eru sterkasta liðið í ár, og því er almennt spáð að þeir verði fyrsta liðið til að verja titilinn síðan Boston Celtics afrekuðu það 1969, sama ár og Kareem Abdul Jabbar hóf feril sinn í at- vinnumennskunni. Nú er Kareem fertugur og ætl- aði að hætta síðastliðið ár en þar sem hann var búinn að tapa 9 milljónum dollara með hæpnum fjárfestingum gat hann ekki hafn- að tilboði Lakers sem hljóðaði uppá rúmar 5 milljónir dollara fyrir tveggja ára spilamennsku. Þessi ótrúlegi leikmaður sem á stiga- metið í NBA deildinni á að halda miðherjastöðunni þar til árið 1989, en þá er talið líklegt að Lakers reyni að kaupa David Ro- bertson sem gegnir herskyldu þangað til. Ekki er nein þurrð á hæfileika- mönnum í öðrum stöðum hjá Lakers. í framherjastöðunni eru þeir með James Worthy sem er óstöðvandi þegar hann er í stuði og A C Green sem kom á óvart á síðastatímabili. Bakverðir Lakers eru tvímælalaust þeir bestu í deildinni. Erwin „Magic" Johnson 58 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.