Vikan


Vikan - 26.11.1987, Síða 58

Vikan - 26.11.1987, Síða 58
 tur á skjáinn V Loksins fá körfuknattleiks- unnendur að berja snillingana í bandarísku körfunni augum á ný. Laugardaginn 5. desember verður fyrsti þátturinn á þess- um vetri á dagskrá Stöðvar 2. Eins og í fyrra verður Heimir Karlsson umsjónarmaður þátt- anna en honum til aðstoðar verður Einar Bollason körfu- knattleiksþjálfari sem er tví- mælalaust einn af fróðustu mönnum landsins um NBA deildina. Leikni leikmannanna og hrað- inn í leiknum er með þeim hætti að varla þarf að vera körfuknatt- leiksáhugamaður til að hafa gam- an af að horfa á þessa þætti. Fyrir sanna áhugamenn hljóta þeir hinsvegar að vera helgistund vik- unnar ásamt ensku knattspyrn- unni. Reyndar hefur sá sem þetta skrifar frétt af þó nokkrum sem keyptu myndlykil einungis til að geta fylgst með körfunni, svo mik- ill er áhuginn. Útlit er fyrir að deildin verði ekki síður skemmtileg í vetur en í fyrra þó að eitt lið sé talið skara nokkuð fram úr hinum. Það eru meistar- arnir frá í fyrra, Los Angeles Lak- ers sem taldir eru sterkasta liðið í ár, og því er almennt spáð að þeir verði fyrsta liðið til að verja titilinn síðan Boston Celtics afrekuðu það 1969, sama ár og Kareem Abdul Jabbar hóf feril sinn í at- vinnumennskunni. Nú er Kareem fertugur og ætl- aði að hætta síðastliðið ár en þar sem hann var búinn að tapa 9 milljónum dollara með hæpnum fjárfestingum gat hann ekki hafn- að tilboði Lakers sem hljóðaði uppá rúmar 5 milljónir dollara fyrir tveggja ára spilamennsku. Þessi ótrúlegi leikmaður sem á stiga- metið í NBA deildinni á að halda miðherjastöðunni þar til árið 1989, en þá er talið líklegt að Lakers reyni að kaupa David Ro- bertson sem gegnir herskyldu þangað til. Ekki er nein þurrð á hæfileika- mönnum í öðrum stöðum hjá Lakers. í framherjastöðunni eru þeir með James Worthy sem er óstöðvandi þegar hann er í stuði og A C Green sem kom á óvart á síðastatímabili. Bakverðir Lakers eru tvímælalaust þeir bestu í deildinni. Erwin „Magic" Johnson 58 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.