Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 38
Ágústa við liluta verka sinna. „Haustið 1976 hóíst námsfer- ill minn. Þá fór ég í menntaskóla í Rochester í myndlistar og leiklistarnám með búninga- teiknun sem aðaláhugamál. Að vísu var áhugi minn á leikhúsi alltaf sjónrænn, mér fannst alltaf skemmtilegra að æfa og undir- búa sýnmgarnar heldur en að koma fram í gervi einhvers annars. Sýningarnar voru alltaf antiklimax íýrir mig miðað við undirbúninginn. í miðju námi mínu fluttum við okkur svo til Bloomington og ég hélt áfram þar við Indiana University. í millitíðinni fórum við heim og voru í eitt og hálft ár á meðan Guðmundur skrifaði Mastersritgerð sína. Við fórum aftur út haustið 1979 en skild- um vorið 1980 og Guðmundur fór heim 1981. Ég ílengdist hins vegar hér og hélt áfram námi, og kláraði B.A. próf 1983. Skilnað- ur okkar fór fram á mjög „sivilis- eraðan" hátt. Við vorum ung og það er erfitt að vera útlendingur í námi erletidis. Svo höfðum við þroskast í ólíkar áttir og áttum ekki lengur samleið. Okkar tími var bara kominn.“ — Þú giftir þig svo í þriðja sinn... „Ég er kona hinnar heilögu þrenningar. í þriðju atrennu hefúr allt stemmt hjá mér, eigin- mennirnir eru þrír, börnin þrjú og áhugamálin þrjú; söngur, leiklist og myndlist. Þriðja manninum mínum Leigh Woods kyi^ntist ég í partýi í Bloomington. Hann er leikhússagnfræðingur og leikari og var þá prófessor við Indiana University, en hefúr verið pró-1 fessor við háskólann í Ann Arbor í Michigan síðan í haust eftir að við fluttumst þangað. Nei, það var ekki þessi dæmi- gerða saga að falla fýrri prófessornum sínu, ég var aldrei í tímum hjá honum og hafði aldrei séð hann fyrr en í þessu partýi. Við giftum okkur 1982, — Já, ég giftist Kana, sú hræðilega synd. Andúð íslendinga á kon- um sem það gera er virkilega ennþá fyrir hendi. í augum ls- lendinga eru þeir bara krúnu- rökuðu imbarnir og oft fæ ég 38 VIKAN augnagotur þegar við erum heima — þetta situr svona djúpt. Jæja, svo haldið sé áfram með námsferilinn, þá hóf ég Masters- nám haustið 1984, þá í Textil- deild Indiana University. Þá um vorið hafði ég átt fyrri dóttur okkar Leighs, Liviu Arndal, sú seinni, Bryndís Arndal er rúm- lega mánaðagömul núna. Ástæðan fyrir því að ég valdí Textildeildina er sú, að ég gat ekki ákveðið mig hvaða miðil ég vildi fást við. Eg var búin að reyna ýmislegt í myndlist fram að því, en gat ekki fengið á hreint við sjálfa mig að hverju ég vildi einbeit mér. Allir pró- fessorarnir mínir sögðu mér að hafa ekki áhyggjur af þessu, ég hefði auðsjáanlega hæflfeika svo þetta kæmi örugglega í ljós. Á fyrstu önn tók ég kúrs í pappírsgerð, ég vissi ekkert hvað um var að ræða. Það var eins og við manninn mælt, ég féll alveg fyrir þessum miðli og hef verið á bólakafi í þessu síðan. Það er alveg æðisleg til- finning að finna sig svona vel á fyrstu önn. „Prosessinn" sjálfúr á svo vel við mig, hann minnir mig á matseld sem mér finnst svo skemmtileg. Það „ironiska" við þetta er, að vinna við pappírinn minnir mig líka á frystihúsið sem ég var að forðast. Allt í vatnsgutli og burð- ur á þungum bökkum — ekkert ósvipað fyrstihúsinu í sjálfii sér. Ég hef aldrei haft þolinmæði til að gera sama hlutinn lengi, en pappírinn er svo fjölhæfúr, svo margbreytilegur að maður fær aldrei leið á honum. Það er hægt að Iáta hann tjá svo mikið, á svo margan hátt, hægt að vinna hann á bæði fínlegan og á grófan máta, móta hann ákveð- ið eins og leir eða dútla við hann eins og ísaum svo einhver dæmi séu tekin.“ - Hvað ertu svo með á prjón- unum, eru einhverjar sýningar framundan? ,Já, í fyrsta lagi þarf ég að halda lokasýningu í apríl á næsta ári til M.F.A. prófs. Mig langar mjög mikið til að fara með þá sýningu heim og er að vinna hana með það í huga, meðal annars. Ég ætla að gera hana mjög flutningshæfa, hafa skúlptúrana í mörgum pörtum sem hægt er að setja saman á staðnum." —Þið eruð ekkert á leiðinni heim? „Nei, það er ekki á dagskrá. En þó að ég vilji ekki fara heim, þá vil ég alltaf komast heim, af því að frá myndrænu sjónarmiði þá er allt mitt efhi frá íslandi. Allar mínar hugmyndir hafa með ísland og íslenska nattúru að gera. Ég er íslendingur og verð alltaf Islendingur og ég hef alltaf þörf fyrir að komast heim til að endurnýja kjarnann í mér. Landslagið hérna t.a.m. er af- skaplega unaðslegt og ég hef séð myndlist sem túlkar það þannig að maður grípur andann á lofti, en það höfðar ekki til mín. Ég er ekki hluti af því eins og íslensku landslagi' ög þess vegna skil ég það ekki eins og ég skil íslenskt landslag og er því ekki fær um að túlka það.“ Bryndís litla ér sofhuð í fang- inu á móður sinni og þær eru orðnar of seinar á stefhumót. Mér er því nær að sleppa þeim og óska góðs gengis. Það gustar af henni Ágústu þar sem hún gengur rösklega niður inn- keyrsluna og hverfúr á milli lauflausra tjánna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.