Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 59

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 59
Þessi mynd er frá troðslukeppninni í hitteðfyrra, en þá sigraði Spudd Webb frá Atlanta Hawks. Webb er aðeins 1.69 cm á hæð og eins og sjá má er stökkkrafturinn með ólíkindum. arinnar síðasta keppnistímabil og er að öllum líkindum besti leik- stjórnandi heims fyrr og síðar auk þess sem hann er farinn að skora mun meira en hann gerði. Hinir tveir bakverðirnir eru einnig frá- bærir, Byron Scott sem er ein besta skyttan í deildinni og Mic- hael Cooper sem er talinn besti varnarleikmaðurinn í deildinni. Að auki eru Lakers taldir vera með sterkasta varamannabekkinn af öllum liðum. Af þessari upptalningu má sjá að liðið er firnasterkt og ekki sjá menn að neitt lið ætti að koma í veg fyrir að það komist í úrslita- keppnina. Þó má ekki afskrifa lið eins og Dallas Mavericks sem er með geysilega sterka liðsheild eða Houston Rockets sem teflir fram „turnunum tveimur", þeim Olajuwon og Ralph Sampson. Á austurströndinni ættu Boston Celtics að vinna og leika til úrslita við Lakers. Að vísu eru flestir leik- menn í byrjunarliðinu þeirra farnir að eldast, en liðsheildin er samt sem áður geysilega sterk. Lið sem hefur Larry Bird innanborðs verður aldrei auðveld bráð. Auk hans eru frábærir leikmenn í öll- um stöðum. Robert „Chief“ Par- ish er meðal sterkustu miöherja deildarinnar. I stöðu framherja er Kevin McHale ásamt Bird. McHale er Kklega sá leikmaður f deildinni sem erfiðast er að stöðva þegar hann er búinn að fá boltann og á síðasta keppnis- tímabili spilaði hann jafnvel betur en Bird. Bakverðir eru hinn trausti Dennis Johnson og Danny Ainge, morðinginn með barnsandlitið. Báðir eru í hópi allra bestu bak- varða deildarinnar. Celtics fá þó líklega mun harð- ari keppni um sæti í úrslitunum en Lakers. Austurdeildin er sterk- ari og lið eins og Washington Bullets með Moses Malone ásamt stærsta og minnsta leik- manni deildarinnar, (Manute Bol og Tyrone Bogues sem er sá minnsti sem sögur fara af, tæp- lega 1,60 á hæð) gætu orðið Celt- ics skeinuhættir. Önnur lið sem gætu sett strik í reikninginn eru Detroit Pistons, Atlanta Hawks og Chicago Bulls. Hjá Bulls er hinn ótrúlegi Michael Jordan allt f öllu og ef hann fær meiri hjálp frá fé- lögum sínum eru þeir til alls lík- legir. Jordan var frábær á síðasta keppnistímabili og skoraði að meðaltali 37,1 stig í leik sem er met þegar bakvörður á í hlut. Áhorfendur ættu semsé að geta hlakkað til spennandi vetrar með jöfnum leikjum og glæsileg- um tilþrifum. Ef spádómar sér- fræðinga rætast ættum við svo að fá að sjá æsispennandi úrslita- leiki á milli Lakers og Celtics að vori. - AE Isiah Thomas, sem spilar með Petroit Pistons, er talinn einn besti bakvörður dnitdarinnar VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.