Vikan


Vikan - 26.11.1987, Side 59

Vikan - 26.11.1987, Side 59
Þessi mynd er frá troðslukeppninni í hitteðfyrra, en þá sigraði Spudd Webb frá Atlanta Hawks. Webb er aðeins 1.69 cm á hæð og eins og sjá má er stökkkrafturinn með ólíkindum. arinnar síðasta keppnistímabil og er að öllum líkindum besti leik- stjórnandi heims fyrr og síðar auk þess sem hann er farinn að skora mun meira en hann gerði. Hinir tveir bakverðirnir eru einnig frá- bærir, Byron Scott sem er ein besta skyttan í deildinni og Mic- hael Cooper sem er talinn besti varnarleikmaðurinn í deildinni. Að auki eru Lakers taldir vera með sterkasta varamannabekkinn af öllum liðum. Af þessari upptalningu má sjá að liðið er firnasterkt og ekki sjá menn að neitt lið ætti að koma í veg fyrir að það komist í úrslita- keppnina. Þó má ekki afskrifa lið eins og Dallas Mavericks sem er með geysilega sterka liðsheild eða Houston Rockets sem teflir fram „turnunum tveimur", þeim Olajuwon og Ralph Sampson. Á austurströndinni ættu Boston Celtics að vinna og leika til úrslita við Lakers. Að vísu eru flestir leik- menn í byrjunarliðinu þeirra farnir að eldast, en liðsheildin er samt sem áður geysilega sterk. Lið sem hefur Larry Bird innanborðs verður aldrei auðveld bráð. Auk hans eru frábærir leikmenn í öll- um stöðum. Robert „Chief“ Par- ish er meðal sterkustu miöherja deildarinnar. I stöðu framherja er Kevin McHale ásamt Bird. McHale er Kklega sá leikmaður f deildinni sem erfiðast er að stöðva þegar hann er búinn að fá boltann og á síðasta keppnis- tímabili spilaði hann jafnvel betur en Bird. Bakverðir eru hinn trausti Dennis Johnson og Danny Ainge, morðinginn með barnsandlitið. Báðir eru í hópi allra bestu bak- varða deildarinnar. Celtics fá þó líklega mun harð- ari keppni um sæti í úrslitunum en Lakers. Austurdeildin er sterk- ari og lið eins og Washington Bullets með Moses Malone ásamt stærsta og minnsta leik- manni deildarinnar, (Manute Bol og Tyrone Bogues sem er sá minnsti sem sögur fara af, tæp- lega 1,60 á hæð) gætu orðið Celt- ics skeinuhættir. Önnur lið sem gætu sett strik í reikninginn eru Detroit Pistons, Atlanta Hawks og Chicago Bulls. Hjá Bulls er hinn ótrúlegi Michael Jordan allt f öllu og ef hann fær meiri hjálp frá fé- lögum sínum eru þeir til alls lík- legir. Jordan var frábær á síðasta keppnistímabili og skoraði að meðaltali 37,1 stig í leik sem er met þegar bakvörður á í hlut. Áhorfendur ættu semsé að geta hlakkað til spennandi vetrar með jöfnum leikjum og glæsileg- um tilþrifum. Ef spádómar sér- fræðinga rætast ættum við svo að fá að sjá æsispennandi úrslita- leiki á milli Lakers og Celtics að vori. - AE Isiah Thomas, sem spilar með Petroit Pistons, er talinn einn besti bakvörður dnitdarinnar VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.