Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 56
/ PLÖTUR Mannakorn með nýja plötu á næsta ári Jakob og Ragnhildur með nýja plötu á næstu dögum og fleiri góðar fréttir af hljómplötumarkaði Fyrir tilstilli Mannakorna fáum við að heyra á næsta ári Pálma Gunnarsson syngja á ný eftir nokkurt hlé að því er staðfestar fregnir herma. ■ Hljómsveitin Mannakom er ekki af baki dottin því stað- festar ffegnir herma að hljóm- sveitin sé nú að vinna að nýrri plötu sem er væntanleg á næsta ári. Verður gaman að heyra hvernig Pálmi Gunnarsson og félagar hljóma eftir langa þögn. ■ Foreigner aðdáendum ætti ekki að leiðast um jólin því Mick Jones og félagar hafa nú hljóðritað nýja breiðskíiu. Plat- an kom út síðastliðinn mánudag í Bandaríkjunum og er væntan- leg hvað úr hverju í verslanir hér á landi. ■ Vinsælasta jólaplatan er- lendis verður án vafa platan A Very Special Christmas. Hún er gefin út til styrktar Ólympíu- leikum fatlaðra. Þarna er á ferð- inni flestir frægustu popparar heims í dag og má nefna nöfn eins og U2, Madonna, Euryth- mics, Bmce Springsteen og mörg fleiri. Það sem hér um ræðir er að gömlu jólalögin sem allir þekkja, eru sett í nýjan bún- ing og er óhætt að segja að sum- um þessara poppara takist bara vel upp. ■ Kvikmyndatónlist hefur sett mark sitt á vinsældalistana undanfarin ár og eru litlar líkur að breyting verði þar á. Um þessar mundir er að koma út í Bandaríkjunum plata sem inni- heldur lög úr kvikmyndinni Less Than Zero og meðal flytj- enda er kvennahljómsveitin Bangles. Lagið sem stelpurnar taka er gamla Simon og Garf- unkel lagið Hazy Shade Of Winter. ■ Robbie Robertson laga- smiður og gítarleikari hljóm- sveitarinnar Band er búin að senda ffá sér breiðskífu. Þetta er fýrsta sólóplata kappans og eru margir ffægir kappar sem rétta Robba hjálparhönd. Peter Ga- briel syngur með honum í lag- inu Fallen Angel og U2 eru með stráksa í tveim lögum á plötunni. Það eru lögin Testi- mony og Sweet Fire Of Love. Það má geta þess að plötunni er spáð miklum vinsældum en það verður bara að koma í ljós hvort úr því rætist. ■ Úr því minnst var á Peter Gabriel þá er ekki úr vegi að segja ffá því að nýlega kom út smáskífa ffá kappanum sem inniheldur gamla lagið hans Biko. Hér er um hljómleikaút- gáfu sem tekin var upp í Banda- ríkjunum. Ástæðuna fyrir þess- ari endurútgáfu segir Gabriel vera kvikmynd Sir Richard Att- enborough sem ber nafhið Cry Freedom. Myndin fjallar um blökkumanninn Stephen Biko sem barðist gegn kynþáttaaðskilnðarstefnunni og var myrtur árið 1977. ■ Michael Jackson heldur áffam að sigra heiminn. Nýlega birtist opnuauglýsing í banda- ríska vikuritinu Billboard en þar kom fram að breiðskífan Bad hefur selst í yfir 9 milljón- um eintaka um heim allan. Lög- in tvö I Just Cant Stop Loving You og Bad hafa náð efstu sæt- um flestra vinsældalista. Þriðja smáskífan hefur nú litið dagsins ljós og heitir lagið á A-hlið The Way You Make Me Feel. ■ Blökkumannasveitin Earth Wind And Fire hefur lokið vinnslu nýrrar breiðskífu. Fyrsta smáskíulagið ber nafnið System Of Survival og hefiir fengið góðar viðtökur erlendis. Breið- skífan heitir Touch The World og segja sumir að hún eigi eftir að færa þeim fýrri vinsældir. ■ Hljómsveitin Sky hefur nú loks sent frá sér nýja plötu og hafa þeir félagar valið henni nafhið Mozart Album. ■ Skoski bræðradúettinn Hue And Cry sem íslendingar ættu að kannast við eftir vinsældir lagsins Labour Of Love hefur sent frá sér breiðskífu sem heitir Seduced And Abandoned. ■ Tríóið Johnny Hates Jazz sem hefur náð mikilli hylli með sínum tveim fýrstu lögum er nú búin að senda frá sér það þriðja sem ber nafnið Tum Back The Clock. Strákarnir hafa nóg að gera um jólin því stóra platan á að koma út í janúar og verður gaman að heyra hvernig fýrsta breiðskífa þessarar ágætu hljóm- sveitar kemur til með að hljóma. ■ Maður er nefndur Jonathan King og heldur hann því fram að lag dúettsins Pet Shop boys, It’s A Sin, sé stolið úr laginu Wild World sem Cat Stevens sendi ffá sér fýrir þó nokkrum árum síðan. King hefur nú geflð út sína eigin útgáfu af laginu og blandar hann saman bútum úr báðum þessum lögum. ■ Stevie Wonder er eitt af stóru nöfhunum sem eiga eftir að setja svip sinn á vinsældalist- ana næstu vikur og mánuði. Ný- lega kom út lag með kappanum sem heitir Skeletons og er það fyrsta smáskífulagið af breiðskíf- unni Characters. Það er ýmis- legt bitastætt þar og má nefha að Michael Jackson syngur með Wonder í laginu Get It. ■ í síðustu viku voru taldar upp flestar þær íslensku plötur sem koma út fyrir þessi jól. Við bætum nú einni í hópinn en það er ný skífa ffá Jakobi Magnús- syni og Ragnhildi Gísladótt- ur. Ragnhildur mun syngja öll lög plötunnar. Áætlað er að plat- an komi í verslanir í byrjun næsta mánaðar. Þau Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir, sem slógu svo eftir■ minnilega í gegn með laginu Eg er fegurðardrottning, eru nú að senda frá sér plötu. 56 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.