Vikan


Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 26.11.1987, Blaðsíða 52
HoppadróHur í umferðinni hann tortrygginn. „O, svona eitt ár eða svo, kannski lengur. Það veitir ekki af að hjálpa upp á tapreksturinn hjá þeirn þarna hjá strætó,“ sagði minn maður. „Hvað ætlarðu að gera við bílinn þinn?“ Spurði vinurinn. „Bless- aður vertu, ég læt hann bara gossa maður. Pað er nú ekki svo mikið eftir af honum eftir þetta vesen með sveitavarginn." Vesenið með sveitavarginn var dálítið óhapp, sem vinur minn var annars ekki hrifmn af að ræða um. Hann hafði verið að aka um rólegur að vanda í veðurblíðunni eldsnemma einn sunnudagsmorgun í haust, þeg- ar hann ákvað að stoppa og tylla sér við vegarkantinn „til að fá sér ferskt loft og njóta blíðunn- ar,“ eins og hann sagði sjálfur. Athugasemdum vina sinna, þeg- ar þeir sáu bílinn daginn eftir, svaraði hann á þá leið, að það væri nú ekki lengur hægt að fá sér smá ökutúr út fyrir bæinn án þess að bölvaður sveitavarg- urinn fari að angra rnann. „Haldið þið ekki að það hafi bakkað traktor beint framan á húddið hjá mér þarna við veg- kantinn. Svo keyrði helvítið á brjálæðislegri fart í burtu og hvarf í rykmekki. Það var engin Ieið að ná honum,“ sagði minn maður. Af kurteisi við vin minn kunni enginn við að hafa orð á því að ummerkin eftir traktorinn voru grunsamlega lík fari eftir ljósa- staur. Menn voru kannski held- ur ekki svo dóntbærir á þetta þar sem enginn annar hafði orð- ið fyrir slíkri lífsreynslu að öku- níðingur á traktor bakkaði á þá og stingi svo bara af frá öllu saman. Vinur minn hefur nokkuð góðan talanda, sérstaklega þegar hann þarf að sanníæra sjálfan sig og aðra um réttmæti ákvarðana sinna. Vinur hans var smám sarnan að fyllast hrifningu yflr þjóðfélagslegri meðvitund míns vinar. Það var kannski rétt að leggja bílnum um stundarsakir og leggja þar með sitt af mörk- um til að spara slit á malbiki og hjálpa líka upp á fjárhaginn hjá þjóðþrifafyrirtæki eins og stræt- isvögnunum. „Þetta er bara nokkuð sniðugt hjá löggunni að bjóða mönnum að taka þátt í þessu," sagði vinur vinar míns. „Hvernig getur maður meldað sig í þetta?“ Vinur minn sat hljóður nokkra stund. „Þeir hafa örugg- lega samband við þig,“ sagði hann svo. „Þetta er frekar einfalt mál, nema að þeir fara kannski líka fram á að þú leggir lieil- brigðismálunum lið í leiðinni. Þú hefúr einhvern tíma gefið blóð, er það ekki...?“ Páfi. Hérsegiraf vini mín- um einum ófiöruö- um, sem segist hafa tekið áskorun lög- reglunnar um aö leggja einkabílnum um hríö - svona rétt til aö minnka álagið á götunum, aö hans sögn. Þessi nýja skoðanakönn- un löggunnar er bara ansi sniðug. Vinur minn einn ófiðraður sem lætur sjaldan aftra sér frá að vera fremstur í flokki þegar þarf að berjast fyrir þjóðþrifamálum gerðist sjálfboðaliði í þessari skoð- anakönnun lögreglunnar sem beinist víst að því að draga úr umferðaröngþveiti stórborgarinnar og hann getur bara varla talað um annað þessa dagana. Þar sem ég er nú bara ófrjáls- borið fiðurfé, fæ ég ekki að taka þátt í þessum fjörlega síðasta- leik, en vinur minn segir að þetta sé óskaplega spennandi. Ég heyrði á tal hans við annan mann nýlega, þar sem hann lýsti af ákafa hvernig hjartað hrein- lega stoppaði í brjósti hans af spenningi, þegar löggan veifaði honum og bauð honum að taka þátt í leiknum. „Þeir ætla að reyna að draga úr umferðaröngþveitinu í bænum. Mér fannst bara sjálf- sagt að hjálpa til og bjóðast til að hætta að keyra um tíma,“ sagði vinur minn við vin sinn. „Þetta ættu fleiri að gera því það eru allt of margir bílar hér í bænum," sagði hann ákafúr. Vinur hans var nú ekki á því að láta sannfcrast. „Hvað ætl- arðu að stoppa lengi? spurði 52 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.