Vikan


Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 22

Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 22
Apríkósumarmelaði Það tekur langan tíma að sjóða marmel- aði, en lengst af þarf lítið að hugsa um það, aðeins leyfa því að malla í pottinum á plötunni. Ef nota á þurrkaðar apríkós- ur, verður að láta þær liggja í bleyti yfir nótt. Sjóðið þær svo í vatninu, sem þær hafa legið í. 500 g apríkósur, 1 lítri vatn, 8 dl sykur, Tvöfaldur skammtur af sultuhleypi mið- að við það sem væri notað í venjulega sultu. Skreyting: ca 1 dl sykur. 1. Skerið apríkósurnar í smáa bita. Setj- ið þær í skaftpott. Hellið vatni yfir þær og látið þær sjóða við lítinn hita. Hafið lok á pottinum. Hæfilegur suðutími er 45 mínútur, en þá ættu apríkósurnar að vera orðnar hæfilega mjúkar. 2. Hrærið saman við 6 dl af sykri og leyf- ið marmelaðinu að sjóða í einn klukku- tíma. Hafið ekki lokið á pottinum, en setjið það á þegar maukið er farið að þykkna verulega. 3. Blandið því sem eftir er af sykri sam- an við hleypinn. Takið pottinn af plötunni og setjið þetta út í. Hrærið þar til sykur- inn er veluppleystur. 4. Hellið marmelaðinu á álpappír eða í aflangt form, ca 30x20 cm. Leyfið því að kólna yfir nótt. 5. Skerið marmelaðið niður í ca 2x3 cm stóra bita og veltið þeim upp úr sykri.Geyma á köldum stað. Marsipanrúlla 250 g möndlumassi, 10 fíkjur, 1 msk konjak, 100 g möndlur eða hnetur. 1. Rífið möndlumassann niður á rifjárni. Skerið fíkjurnar í smábita. 2. Blandið saman möndlumassa, fíkjum og konjaki og rúllið þessu upp í fallega rúllu. 3. Saxið hneturnar fínt niður og rúllið marsípanrúllunni upp úr sallanum. Geymið rúlluna á köldum stað, í álpappír Harðir molar með möndlum (ca 75 stykki) Þessir sykurmolar eru yfirleitt mjög vin- sælir bæði hjá ungum og gömlum. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu lengi þarf að sjóða það sem í þá fer, þar sem tímalengdin byggist mikið á því f hversu stórum potti er soðið. 1 Vi dl rjómi, 1 VS dl sykur, 1 Vi dl síróp, 50 g sætar möndlur, 3 msk rasp, 1 ögn af lyftidufti, 15 g smjör. 1. Bandið saman rjóma, sykri og sírópi í pott með þykkum botni. Leyfið þessu að sjóða í ca 40 mínútur. Hafið ekki lok á pottinum. Hrærið við og við í. Saxið möndlurnar. 2. Best er að prófa hvort blandan hefur soðið nógu lengi með því að láta nokkra drota af henni leka niður í kalt vatn. Sé hægt að rúlla litla kúlu úr dropunum, sem farið hafa í vatnið, er óhætta að hætta að sjóða. 3. Hrærið möndlutn, raspi og lyftidufti saman við smjörið. Setjið út í blönduna og leyfið suðunni að koma upp aftur. 4. Hellið blöndunni í smáform. Látið kólna og geymið síðan á köldum og þurrum stað. íssúkkulaði með kaffibragði (ca 60 stykki) Ef nota á kaffiduft verður að byrja á því að mylja það niður, svo súkkulaðið verði ekki kornótt. Þetta íssúkkulaði verður ótrúlega gott ef rúsínurnar eru látnar liggja nokkra klukkutíma í konjaki. 100 g dökkt súkkulaði, 100 g smjör, 2 tsk neskaffi, ca 1/2 dl rúsínur. 1. Leggið súkkulaðið og smjörið í skál. Setjið skálina yfir sjóðandi vatn í potti og leyfið því að bráðna. 2. Hrærið kaffiduftinu saman við. 3. Leggið nokkrar rúsinur á botninn í litlum álformum, sem ætluð eru undir súkkulaði, eða búið sjálf til form úr ál- pappír. 4. Hellið súkkulaðimassanum í formin. Leyfið súkkulaðinu að stífna. Geymið á köldum stað. Súkkulaðimolar (ca 45 stykki) I molana þarf 250 g af möndlumassa, 10 valhnetukjarna, 1 msk romm, 200 g dökkt súkkulaði. 1. Rífið möndlumassann niður á rifjárni. Saxið valhnetukjarnana fínt. 2. Blandið saman möndlumassa, valh- netum og rommi. 3. Búið til litlar kúlur. Leyfið kúlunum að bíða á meðan súkkulaðið er brætt í skál fyrir heitu vatni. 4. Stingið tannstöngli í kúlurnar og dífið þeim niður í súkkulaðibráðina. Leyfið öllu umframsúkkulaði að renna af kúl- unum en setjið þær svo á smjörpappír og látið súkkulaðið stífna vel áður en súkkulaðimolarnir eru settir í kalda geymslu þar sem þeir bíða jólanna. Efst á myndinni sjáið þið kókoskúlurnar og apríkósumarmelaðið. Fyrir framan er marsípanrúllan og íssúkkulaðið og loks hörðu molarnir með möndlunum en lengst til hægri eru súkkulaðimolarnir. 22 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.