Vikan


Vikan - 26.11.1987, Síða 60

Vikan - 26.11.1987, Síða 60
Vampýrur á vélhjólum Bíóhöllin The Losi Boys iririr Leikstjóri: Joe Schumacher. Aðalhlutverk: Keefer Sutherland, Jason Patric, Cory Haim, Dianne Wesf. The Lost Boys mun vera einn af sumarsmellunum á Banda- rfkjamarkaði í ár en myndin er mjög skondin blanda af hryll- ingi og hlátri, kokteill sem er hrærður en ekki hristur um hóp af vampýrum á vélhjólum sem hreiðrað hafa um sig f nágrenni borgarinnar Santa Clara. Meðal leikara í myndinni er Keefer, sonur Donald Sutherland og óhætt að segja að strákinn kippi í kynið, ekki aðeins er hann eins og ung vasaútgáfa af þeim gamla í útliti heldur hefur hann einnig erft töluvert af leikhæfileik- um hans. Schumacher (St. Elmo’s Fire) hefur getið sér gott orð fyrir vand- aðar myndir sem einkum er stefnt á „uppa“ markaðinn í Bandaríkj- unum og ekki bregst honum bogalistin í þessari, vönduð vinnubrögð og hugkvæm not tón- listar auk skemmtilegra klippinga milli hryllingsins og hlátursins gera myndina að pottþéttri skemmtun. MYNDIR SEM VIÐ MÆLUM MEÐ The Untouchables: Elliot Ness og félagar berja á Al Capone. Ekta hasarmynd. The Lost Boys: Sjá umsögn. Amazing Stories: Þrjár sögur í anda The Twilight Zone. Pottþétt skemmtun. Dirty Dancing: Rokk og ról ( saklausum heimi. Fyrir alla fjölskylduna. Skytturnar: Framsækið verk Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Mynd sem enginn ætti að missa af. Full Metal Jacket: Meist- araverk Stanley Kubriks um Víetnamstríðið. Óborganleg karlremba. The Witches of Eastwick: Jack Nicholson fer á kostum í hlutverki „venjulegs lítils djöfuls...“ Lagaflækjur Bíóborgin From the Hip irir Leikstjóri Bob Clark Aðalhlutverk: Judd Nelson, Elizabeth Perkins og John Hurt. Judd Nelson vakti fyrst at- hygli á sér með leik sínum f myndinni The Brekfast Club en sfðan tók við röð af misheppn- uðum myndum hjá honum þar til hann lenti f aðalhlutverkinu f Lagaflækjum þar sem hann nær að sýna nokkuð góð tilþrif sem nýútskrifaður lögfræðing- ur í leit að frægð og frama þar sem tilgangurinn helgar meðal- ið. ers (Nelson) tekst með klækjum að ná sér í einfalt dómsmál, einn bankamaður hefur kært annan fyrir kjaftshögg, sem talið er úti- lokað að vinna. Weathers er á öðru máli og tekst honum brátt að flækja málið svo að notkunin á orðinu „rassgat” er orðið að KVIKMYNDIR Friörik Indriðason spurningu um stjórnarskrárrétt- indi fyrir dómstólnum. Hann vinn- ur svo málið en vegna vinnu- bragða hans við það ákveður lög- mannastofan sem hann vinnur á að setja gildru fyrir hann og láta hann annast vörn í öðru vonlausu morðmáli. Weathers hefst handa við aö flytja málið á sinn hátt en brátt verður hann þess fullviss að skjólstæðingur sinn sé sekur um glæpinn og þá eru góð ráð dýr. Af öðrum ólöstuðum í þessari mynd verður sérstaklega að geta frammistöðu John Hurt sem fer skemmtilega með hlutverk morð- ingjans í myndinni, uppskafins prófessors í ensku sem sakaður er um morð á símavændiskonu. 60 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.