Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 4
UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Setustofan í Mánaklúbbnum. Þægilegir leðursófar og stílhreinar innréttingar skapa
notalegt og friðsæit umhverfi fyrir klúbbmeðlimi.
Aðstandendur Mánaklúbbsins í danssal
klúbbsins: F.v. Ragnar Björgvinsson fram-
kvæmdastjóri Þórscafé. Hann er af þriðja
ættlið sem fer með framkvæmdastjóm
staðarins. Við hlið hans em foreldrar
hans, Björgvin Árnason og Rakel, dóttir
Ragnars heitins sem opnaði Þórscafé á sín-
um tíma.
Nýr einkaklúbbur
Mánaklúbburinn er fyrir þá sem vilja skemmta sér í næði
Þann 11. desember næst-
komandi opnar ÞórskafiB
nýjan og glæsilegan einka-
klúbb, sem fyrst og firemst er
ætlaður fólki sem vill njóta
góðra veitinga og skemmt-
unar I næði, laust við troðn-
ing og hamagang hinna yflr-
fúllu skemmtistaða borgar-
innar.
Vikan leit við í hinum nýja
klúbb, Mánaklúbbnum, þegar
hann var kynntur boðsgestum
um síðustu helgi. Klúbburinn er
á þriðju hæð Þórskaffl og verða
gestir að fara upp í sérstakri
lyftu undir árvökuíu auga lyftu-
varðar, sem passar upp á að eng-
ir óboðnir gestir leggi leið sína í
húsakynni Mánaklúbbsins.
Forráðamenn Mánaklúbbsins
segja að það sé ekki ætlunin að
klúbburinn verði neinn snobb-
klúbbur, hins vegar geri þeir
þær kröfur að gagnkvæm virð-
ing ríki á milli klúbbsins og fé-
laga hans þannig að það er ekki
sjálfgefið að allir geti orðið
meðlimir.
Meðlimagjaldi er stillt í hóf,
en það er nú 3000 krónur fyrir
tímabilið frá 1. janúar til 1. júní
á næsta ári. Klúbbfélagar þurfa
þá ekki að greiða neitt gjald fyr-
ir sig með maka sína er þeir
sækja klúbbinn, en hins vegar
skal greiða sérstakt gjald fyrir
gesti klúbbfélaga.
Engar sérstakar reglur gilda
um fjölda gesta klúbbfélaga aðr-
ar en þær að hafa verður samráð
við veitingastjóra, vegna hins
takmarkaða pláss i klúbbnum.
Ekki var annað að sjá, en að
boðsgestir kynnu vel við sig í
nýjum húsakynnum Mána-
klúbbsins, sem skiptast í matsali,
bar með setustofu og danssal
þar sem flutt verður lifandi tón-
list fyrir gesti. Matsalirnir eru
tveir í Mánaklúbbnum, annar í
tengslum við danssalinn þar
sem hægt verður að fá ýmsa
rétti fram á nótt. Hinn matsalur-
inn er lítill sérréttamatsalur þar
sem forráðamenn segjast bjóða
upp á vandaða og gómsæta rétti
„A la carte“.
Gunnar
í loftinu
Þann 1. desember kom á
markaðinn nýjasta plata
Gunnars Þórðarsonar, í loft-
inu, en þetta er fimmta sóló-
plata hans og að eigin sögn
sú metnaðarfýllsta.
Á plötunni eru 11 lög og eru
10 þeirra samin við ljóð Ólafs
Hauks Símonarsonar en þeir
hafa átt náið og gott samstarf
undanfarin ár.
Söngvarar á plötunni eru þeir
Egill Ólafsson, Björgvin Hall-
dórsson, Eiríkur Hauksson,
Jóhanna Linnet og Þórhallur Sig-
urðsson.
ÚTVARPSSTJÓRI STJÖRNUNNAR:
Vill að Markús Om
biðjist afsökunar
Það er eðlilega þungt í út-
varpsstjóra Stjömunnar
hljóðið er hann gerir at-
hugasemd við ummæli ríkis-
útvarpsstjóra, sem hann lét
sér um munn fara í Helgar-
póstinum um fjárhag Stjöm-
unnar. Athugasemdin er
svohljóðandi:
„Markús Örn Antonsson,
ríkisútvarpsstjóri, lætur hafa eft-
ir sér í Helgarpóstinum fimmtu-
daginn 26. nóvember að
Bylgjan, Stjarnan og Stöð 2 séu
reknar með tapi.
Fullyrðing Markúsar Arnar er
vægast sagt furðuleg og flokkast
undir atvinnuróg. Ríkisútvarps-
stjóri hefur engar upplýsingar
um fjárhag Stjörnunnar. Hann
getur því ekkert fullyrt um það
efni.
Ummæli ríkisútvarpsstjóra
geta grafið undan trausti
viðskiptamanna gagnvart Stjörn-
unni. Það er vægast sagt furðu-
legt að Markús Örn skuli kjósa
að slá undir beltisstað með þess-
um hætti og sæmir ekki fors-
töðumanni ríkisstofnunar.
Úr því að ríkisútvarpsstjóri
kýs að ráðast að Stjörnunni með
þessum hætti, þá þykir rétt að
minna á að tekjur stöðvarinnar
byggjast eingöngu á auglýsinga-
tekjum. Lögskipuð afnotagjöld
standa hins vegar undir helm-
ingi útgjalda ríkisútvarpsins, á
móti auglýsingatekjum. Ef ríkis-
útvarpið hefði ekki yfir þessum
afnotaskatti að ráða, þá væri það
rekið með stórkostlegum halla.
Stjarnan væntir þess að
Markús Örn Antonsson dragi
ummæli sín til baka-og biðjist
afsökunar!"
4 VIKAN