Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 31
Þorsteinn Eggertsson tók saman Ur hinni undursamlegu bók m vísindin Hindberja- lauf vid jóðsótt Tilvist hindberja hetur verið skjalfest alveg aftur á sjöundu öld og ræktun og kynbætur hindberja hófust á sautjándu öld. Allan þennan tíma hafa gamlar kerlingar sem vissu lengra en nef þeirra náði, ráð- lagt hindberjalaufate til að auð- velda konum jóðsótt og fæðing- ar. Síðan komu vísindin og vís- indin voru yfir það hafln að taka mark á kerlingaþvælu. Hind- berjateið var notað á laun í upp- sveitunum og var um það bil að falla í gleymskunnar dá, þegar þrír breskir lyfjafræðingar á- kváðu 1954 að rannsaka þetta á vísindalegan hátt. Auðvitað gátu þeir ekki búið til te úr laufunum eins og kerlin- garnar höfðu gert, heldur stöpp- uðu laufið í mortéli, sulluðu vatni á það, blönduðu, hrærðu og síuðu og tóks loks að fá út úr þessu vökva sem svipaði til tes- ins en krafðist bara meiri vinnu og fyrirhafnar. Og sjá, í hind- berjalyfmu var einhver virkur þáttur sem í raun og veru dró úr hríðarverkjum. Húrra fyrir vísindunum. Oftrú á blaðgrænu Um líkt leyti og apótekararnir voru að mausa með hindberja- lauflð voru aðrir vísindamenn að gaufia með blaðgrænu, þ.e. græna litarefnið í öllu grænu sem vex upp úr jörðinni. Blað- grænan, — uppgötvuðu þeir eftir vafasamar tilraunir,— hindraði vöxt ákveðinna gerla sem lifðu á yfirborði sýktra sára. Rökvísi er undursamleg. Ein- hver einhvers staðar rökstuddi eftirfarandi: Sýkt sár lykta. Ef blaðgræna dregur úr gerlunum sem fá sárin til að lykta þá hlýtur blaðgræna að draga úr allri iykt alls staðar, alveg sama hvaða gerlar valda henni. Áður en varði flæddu blað- grænuvörur út á markaðinn. blaðgrænutöflur við andremmu, blaðgrænutannkrem svo tennur lyktuðu ekki, jafnvel blaðgrænu- sokkar svo fætur ilmuðu ekki. En smátt og smátt rann upp fyrir fólki að við erum sífellt að innbyrða blaðgrænu og hún hafði ekkert slegið á náttúruleg- an ilm fram að því. Eða eins og skáldið sagði: Geitin á hæðinni handan sem stækjan stendur a& hefúr borð- að blaðgrænu í allan dag. Af hverju eru brún egg betri? Hver hefúr ekki heyrt að egg með brúnni skurn séu bragð- meiri eða betri en hvítskurnuð egg? Ástæðan, samkvæmt nokk- uð nákvæmri rannsókn, er þessi: Einu sinni fyrir langa löngu var hænsnarækt í Massachusetts eingöngu byggð á þeim hænsna- stofnum sem verptu brúnum eggjum. í nærliggjandi ríkjum voru aftur má móti hvíteggja- hænur. Því var það að húsmæð- ur í borginni Boston í Massac- husetts vildu aðeins kaupa egg með brúnni skurn því þau egg voru framleidd í nærliggjandi sveitum og þær gátu verið nokk- uð öruggar um að brúnu eggin væru fersk. Hvernig húsmæðrum í Bost- on tókst að dreifa þessum skoðunum sínum um allan heim er ráðgáta. Þetta var skynsam- legt hjá þeim þá, fyrir um eitt hundrað árum síðan, en það er ekkert vit í því í dag. Enda sýna rannsóknir að enginn bragð- munur er á eggjum með tilliti til litar skurnarinnar. Regn- ilmur í héraðinu Uttar Pradesh á Indlandi, nánar tiltekið í bæ sem heitir Kanauj, er sérkennileg ilmvatnsverksmiðja. Hún fram- leiðir ilmolíu sem ber hið ein- falda nafii Matti ha attar. Það þýðir, lauslega, ilmur jarðar. Það er ekki moldarlykt af þessu ilmvatni, heldur regnilm- ur, nánar þessi unaðslegi ilmur sem maður finnur í loftinu andartaki áður en byrjar að rigna. Væri ekki eðlilegt að þess- um ilmi væri dreift hér á landi í stað ffamandi, suðrænna skraut- blómaanganar sem fýllir ilm- vatnsflöskurnar í umferð. Það væri altént þjóðlegri ilmur. Gull- fundur Þrír sovéskir vísindamenn hafa, eftir mánaða leit, fundið rússneskt Klondike. Fannst það í vínkjallara. Eftir að hafa þurrkað, síðan brennt og að síðustu gert öskuna geislavirka tókst þeim að mæla magnið af gulli í hverj- um lítra víns. Mest gull er í rauðvíni, 0.758 míkrogramm í hverjum lítra. Míkrógramm er einn milljónasti úr grammi, svo það borgar sig frekar að drekka vínið. Jaka- floti í heimsstyrjöldinni síðari var Geoffrey Pyke starfandi sem hugmyndasmiður hjá Bretum. Ein „uppfinninga" hans var pycrete. Efnið hentaði sérstak- lega vel til skipasmíða. Samsetning efnisins var 4— 14% trjámauk og afgangurinn vatn. Blönduna þurfti aðeins að frysta þá var hún tvisvar til tólf sinnum sterkari en steinsteypa. Aðrir kostir voru þeir að hún bráðnaði mjög seint og vegna eðlislögmáls íss, þá flaut hún. Teikningar af 2.000 feta löng- um flugvélamóðurskipum úr pycrete voru komnar á vinnu- borðin þegar sprengjurnar féllu á Japan og bundu enda á stríðið. Annars hefðu gaddfreðin pycr- eteskip sennilega unnið heims- styrjöldina. Reiknað hafði verið út að tundurdufl gæti aðeins sprengt gat sem væri þrjú fet á dýpt á hlið skipsins og það hefði nú ekki gert mikið til þar sem „út- veggirnir" hefður verið 30 fet á þykkt. í skrokk skipsins átti að vera ffystihús sem sæi um að fýlla upp í götin jafnharðan með blöndu úr trjámauki og sjó. Uppskriftin af pycrete liggur enn hjá sjávarmálaráðuneytinu og með hækkandi verð á stáli í huga þá þarf ekki að vera langt þangað til við sjáum ísjakaskip á heimshöfúnum, teppalögð út í horn að innanverðu með dans- sal og kvikmyndasal og bar og auglýsingum í ferðabæklingum: Igloo-sigling, ekta eskimóar þjóna til borðs. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.