Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 25
- Ertu viss um að þetta sé rétti endinn á dýrinu? spyr Gátta-
þefur. - Heldurðu bara ekki að þetta sé halinn, sem þú ert að
reyna að fóðra? spyr hann glottandi.
- Hvernig á ég að vita það. Hann hefur jú skott báðu megin!
svarar Stekkjastaur. Nei annars, ég held ég fatti þetta. Hann
hefur nú eyrun hérna meginn, svo þetta hlýtur að vera réttur
endi! segir Stekkjastaur montinn.
- En hann vill þetta greinilega ekki, þótt þetta sé besti Búð-
ardalsostur, segir hann hissa.
Gáttaþefur þefar af ostinum. Ummm, jú þetta er nú aldeilis
hollur og góður ostur, en hvað ætli þetta rándýr vilji þá í
kvöldmat? segir hann.
Já það er ekki auðvelt að vera gleyminn jólasveinn, þegar
maður á að fóðra heilan dýragarð! Þeir muna ekki einu sinni
hvað dýrin heita, hvað þá heldur hvað þau eiga að borða!
Kannski getur þú hjálpað til lesandi góður. Hvaða matur er
bestur fyrir svona þykkskinna með rana. Ef þú vilt taka þátt í
jólaleiknum okkar og freista þess að fá sendan jólapakka,
skaltu merkja við reitinn hér að neðan, sem stendur við nafnið
á rétta matnum fyrir þetta skrýtna dýr. Þegar allar getraunirnar
hafa birst í næstu viku, skaltu klippa þær út og senda í einu
umslagi til: Vikunnar, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, merkt:
Jólasveinagetraun.
- Hangtu nú ekki þarna eins og einhver klifurköttur, segir
Stekkjastaur hvasst. - Borðaðu nú þennan steikta fisk með
kokteilsósunni, eða þú færð engan lakkrís í eftirrétt.
Hótunin virðist þó ekki hafa nein áhrif á þetta skrítna dýr
sem hangir í trénu og vefur rófunni utan um trjástofninn. Það
skyldi þó ekki vera að jólasveinarnir hafi gleymt hvernig mat
þetta dýr vill helst fá og því valið vitlaust af matseðlinum.
Svona getur farið þegar maður týnir handbókinni um hvernig
eigi að fóðra skógardýr. Já það er ekki auðvelt að vera lítill,
skrítinn jólasveinn sem gleymir öllum hlutum.
Nú gæti hugsast lesandi góður, að þú vitir betur en þessir
gleymnu jólasveinar. Kannski veistu hvaða dýr þetta er og
hvernig mat það vill helst éta. Ef þú veist meira en jólasvein-
arnir, getur þú kannski hjálpað þeim við að finna rétta svarið
hér í reitunum að neðan.
Geymdu síðan klippimiðann þar til allar getraunirnar hafa
birst í næsta blaði og þá sendir þú þær til: Vikunnar, Háa-
leitisbraut 1, 105 Reykjavík, merkt: Jólasveinagetraun.
______ Bananar
Hakkað buff
Tómatsúpa
Svinasteik
Laufblöð
Brauðsúpa
VIKAN 25
i