Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 10
unni er fjallað sérstaklega um starf barnaverndarneíhdar og þar segir m.a. undir fyrirsögn- inni „Meiriháttar barnavernd- armál“: „Barnaverndarnefnd fjallaði 138 sinnum um mál 88 barna úr 59 fjölskyldum. Hér var um að ræða ákvarðanir um dvalarstað barna, eftirlit með heimilum barnanna, að börn skyldu vera í sérstakri umsjá nefndarinnar um tíma og úrskurði um svipt- ingu foreldravalds. Af þessum 59 málum voru 29 ný en 30 höfðu áður komið til kasta nefhdarinnar. Kveðinn var upp einn úrskurður um svipt- ingu foreldravalds sem tók til 1 barns. í þremur öðrum tilvikum var úrskurðað til bráðabirgða um töku 8 barna af heimilum sínum. Nefndin ákvað að 15 börn úr 12 fjölskyldum yrðu áfiram á vistheimilum barna eða fjöl- skylduheimili á vegum borgar- innar, ennfremur var úrskurðað að 7 börn myndu dvelja áfram á fósturheimilum og eftirlit var haft með 35 heimilum í málefh- um 56 barna. Almenningvir meira meðvitaður en áður Gunnar Klængur Gunnarsson forstöðumaður í hverfi 111 eða Breiðholtinu segir að málum hjá þeim hafi fjölgað á undanförn- um árum og segir hann ástæður þessa einkum vera þær að al- menningur sé nú orðinn meira meðvitaður uni þessi mál og komi með ábendingar til þeirra í auknum mæli, einkum í ffam- haldi af þeirri umræðu sem orð- ið hefúr í þjóðfélaginu um kyn- ferðisafbrot gagnvart börnum. „Okkur berst mun meiri vit- neskja um þessi mál og fyrir utan almenning má nefna að sjúkrahúsin eru nú í auknum mæli farin að leita til okkar ef vafatilfelli koma til þeirra, það er ef þau telja að ekki sé allt með felldu hjá barni sem þau fá til meðferðar," segir Gunnar. Aðspurður um hvort þau börn sem verða fyrir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi á heimil- um þurfi sérfræðilega aðstoð lengi á eftir segir hann að það fari eftir eðli málsins, sérfræði- aðstoðar sé þörf allt ffá nokkr- um mánuðum upp í nokkur ár eftir að barn lendir í því. „1 þessu sambandi þarf að líta á fjölskylduna í heild, allir innan hennar fá aðstoð frá okkur er svona mál koma upp,“ segir Gunnar — FRI/MG „Málafjöldinn hefur vaxið“ „Málafjöldinn á þessu sviði hefur vaxið á síðasta ári miðað við árið þar á undan, sérstaklega í þeim málum sem flokkast undir meiriháttar bama- vemdarmál,“ segir Gunnar Sandholt en hann er yfirmaður íjölskyldudeildar Féiagsmálastofiiunar borgarinnar. „Málsmeðferðin hjá okkur í þessum málum er þannig að ef ill meðferð eða gróf vanræksla á barni er tilkynnt eða kærð til okkar metum við fyrst hvers eðlis kæran er og hvort sinna þurfi henni samdægurs. Það má geta þess að i mörgum til- fellum er okkur kunnugt um málið. Síðan er farið á viðkom- andi heimili, talað við forráða- menn barnsins og aðstæður kannaðar, einnig er rætt við kennara, fóstrur, heimilislækni og jafhvel nágranna. Eftir að greiningu málsins er lokið er tekin ákvörðun um aðgerðir sem geta verið fólgn- ar í allt frá samvinnu félagsráð- gjafa og foreldris um að breyta aðstæðum á heimilinu og upp í að fjarlægja barnið af heimil- inu til að tryggja öryggi þess en Barnaverndarnefhd hefur heimild til slíks." Þegar þú talar um illa með- ferð barna, hvað er þá átt við? „Að barnið sé beitt líkam- legu ofbeldi eða harðræði og svo höfum við dæmi um hrein- ar misþyrmingar á börnum. Ofbeldi á heimilum getur einnig verið andlegt eða sálrænt, gróf orðanotkun, ösk- ur og óp — eða það sem við köllum kúgun. Síðan getur ver- ið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Hins vegar hef ég þá tilfinn- ingu um okkur íslendinga að við séum ekki mjög harðir í uppeldismálum. Við erum fremur kærulaus gagnvart börnum okkar og því er nokk- uð af málum þar sem börn eru höfð í reiðileysi, eru ekki pöss- uð og þeim ekki sinnt eins og þarf.“ Eru heimilisaðstæður svip- aðar þar sem svona mál koma — segir Gunnar Sandholt, yfirmaður fj ölskyldudeildar upp" „Mest og ofitast er um að ræða heimili sem eru illa stödd félagslega en það er þó ekki einhlítt. Við höfum dæmi um svona mál frá vel stöddum hei- milum og ég tel að á þeirn leynist svona mál betur. Fólk veigrar sér við að kæra mál ef málsmetandi fólk á í hlut,“ segir Gunnar. I máli Gunnars kemur fram að tilvísanir komi mjög sjaldan ffá lögreglunni til þeirra hér í Reykjavík en skýringin á því er að hluta til sú að ekki hafa verið starfræktar bakvaktir á stofnuninni lengi, raunar er nýbúið að taka þær upp aftur um helgar en þegar lögreglan þarf á annað borð að blanda sér í mál segir Gunnar að sam- starfið sé með miklum ágæt- um, „ ... við höfum oft sam- starf við rannsóknarlögregluna ef um alvarlegri mál er að ræða eða ungftagp icm Mtmdkwl hiUa afbrot.. 10 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.