Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 9
Sjúklegt barnaofbeldi á mörgum íslenskum heimilum Hugsanlega var það aðeins eðlishvöt særðs dýrs, veru þessa litla varnarlausa barns að það var hætt sem bjargaði lífi lítils barns sem sætti slíkri hrotta- að kveinka sér en starði bara sljóum augum á um- meðferð af hendi foreldris síns að læknar telja sig hverfi sitt, sem eðlishvöt þess tjáði því að hlaut að aldrei hafa séð annað eins. Margbrotnir handleggir vera fjandsamlegt. og vessandi brunasár eftir sígarettuglóð voru að- Ætla mætti að þessi lýsing væri úr einhverri hryll- eins hluti af alvarlegum áverkum sem eins árs gam- ingsskáldsögu eða magnaðri ofbeldiskvikmynd, en alt barn varð fyrir frá hendi föður síns. Heiftarlegur veruleikinn er því miður hrottalegri en svo. sársaukinn var orðinn svo órjúfanlegur hluti af til- Þessir atburðir áttu sér stað nýverið á íslandi. Barnið er að- eins eins árs og hefur lifað allt sitt stutta líf í þvílíkum hryllingi að engin leið er að lýsa því með orðum. Þegar þetta óhamingjusama barn komst loks í hendur yflr- valda var það svo skaddað á sál og líkama að það er nú á sér- stakri stofhun þar sem reynt er að koma því til heilsu aftur. Samkvæmt heimildum Vikunnar er talið afar hæpið að þetta litla barn nái sér nokkurn tíma að fullu. Hvers konar maður er það sem fremur svona viðbjóðsíeg- an glæp? Hann er faðir barnsins, sem lét þarfir þess fara í tugarn- ar á sér. Þegar hann gætti barns síns í fjarveru móðurinnar stundaði hann þá sjúklegu iðju að kvelja varnarlaust vöggubarn þar sem hann þoldi ekki grát þess! Skýrsla um þetta hrottalega mál er í höndum Barnaverndar- ráðs íslands. Alvarlegt þjóðfélagsmein „Það er ljóst að misþyrmingar á börnum eru alvarlegt þjóðfé- lagsmein. Oftast er ekki um beint ofbeldi að ræða heldur það að barnið er vanrækt en þau tilfelli sem við fáum inn á borð til okkar eru allt ffá því að vera mjög væg og upp í mjög alvar- leg en þau eru þó mjög fá sem betur fer,“ segir Guðjón Bjarna- son ffamkvæmdastjóri Barna- verndarráðs íslands. Aðspurður um fjölda tilfella þar sem um beint ofbeldi hefúr verið að ræða segir Guðjón að skráning á þessum málum sé í kaldákoli og þar að auki koma ekki nándar nærri öll þessi mál til kasta Barnaverndarnefnda eins og þau ættu að gera. „Barnaverndarnefhdir eru illa undir það búnar að annast fúll- komna skráningu mála og einn- ig er oft erfitt að flokka þessi mál en við erum nú að vinna að því að koma þessari skráningu á, því við erum töluvert á eff ir hin- um Norðurlöndunum hvað þetta atriði varðar,“ segir Guðjón. í máli hans kemur ennfremur ffam að stórborgarlífið ýtir und- ir ofbeldi á börnum og þar er jafnffamt erfiðara að fýlgjast með því. f minni samfélögum komast menn ekki upp með slíkt til lengdar ef frá eru skildir mjög einangraðir staðir í sveit. Þótt skráning þessara mála sé í molum segir Guðjón að áætla megi að það þurfi að hafa opin- ber afskipti á einhvern hátt af 5-10 af hverjum þúsund börnum, frá minniháttar að- vörunum og upp í að foreldrar eru sviptir forsjá barns síns. Málið sem greint var frá hér í upphafi þessarar umfjöllunar er með þeim ljótustu sem koma til kasta Barnavernarnefhdar og slík mál eru fá. Yfirleitt er um að ræða mar og minniháttar skrámur en til- felli þar sem sígarettuglóð er notuð til brunasára eru þó nokkur. 200 mál á síðasta ári Ef litið er í ársskýrslu Félags- málastofnunar Reykjavíkurborg- ar fýrir síðasta ár, sem nýlega var gefin út, kemur í ljós að í um 200 málum var vísað sérstak- lega til stofnunarinnar vegna að- stæðna eða aðbúnaðar barna. Sigríður Jónsdóttir félags- fræðingur sem vann að skýrsl- unni segir að þetta sé lágmarks- fjöldi, málin séu í raun fleiri. Fjórðungur þessara mála telst alvarleg mál, þar er um kærur til Barnaverndarnefndar að ræða og helmingur af slíkum kærum eru í hverfi III eða Breiðholtinu en þess ber að gæta að það er jafhframt barnflesta hverfið. Til að gefa betri hugmynd um vandann eins og hann kemur fram í ársskýrslunni segir þar orðrétt: „Starfsmenn voru beðnir við útfyllingu ársyfirlits að gefa álit sitt á því hvort börn voru mikil- væg í vinnslu málsins. (Hér er verið að ræða um heildarmála- fjöldann sem barst stofnuninni. Innskot blm.). í 559 málum kváðu þeir svo vera. Ætti þetta e.t.v. að gefa okkur hugmynd um það hvað starfsmenn telja al- varleg barnaverndarmál vera mörg.“ Algengustu tilvísunaraðilar eru sálfræðideild skóla, einstakl- ingar úti í bæ, foreldrar sjálfir, skóli, sjúkrahús, barnageðdeild, dagvistunarstofhanir og lögregl- an. Algengasta tilvísunarástæða eru lélegar eða erfiðar heimilis- aðstæður en aðrar áberandi ástæður eru skólavandi, ofbeldi á heimilum, afbrot, flökkulíf og vímuefnavandi en hið síðast- nefnda er í meirihluta gefið upp sem tilvísunarástæða í unglinga- deild. Þessar ástæður eru taldar upp í þeirri röð sem þær koma tíðast fýrir og sést af því að ofbeldi á heimilum er framarlega í flokki. Bamavemdarmálum íjölgar Málum sem komu til kasta Barnaverndar fjölgaði nokkuð í fyrra frá árinu áður. í ársskýrsl- VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.