Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 17

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 17
Vöruvalid kannaö í einni verslana Glasgow. Efri myndin til vinstri er frá vínbarnum Rogano,{en neðri myndin frá Charlie Parker, en frá þessum stöðum og fleiri góðum er sagt í greininni hér í opnunni. má svo nefna Le Provencal, La Cam- panina, The Poachers og Cool Jade. Nóg er svo af stööum sem bjóða upp á skyndibita og léttar máltíðir. Bjórkrár Eðlilega lætur landinn ekki ónotað það tækifæri sem gefst til að dreypa á bjór í Glasgowferðinni, en af bjórkrám er nóg og ógjörningur að telja upp alla helstu staðina. Þó er ekki hægt annað en að vekja athygli á Pot Still, musteri allra viskíunnenda. Þar eru á boðstól- um á fjórðahundrað tegunda malt- viskís. Þar getur þú fengið að sjá flösku af 50 ára gömlu viskíi, Machall- an 50, en flaskan sú er tryggð fyrir ríf- lega 300 þúsund krónur. Á Pot Still getur þú fengið ódýran og góðan matarbita í hádeginu - eins og reyndar á flestum bjórkrám borgarinn- ar. Vínbarir sem ekki eru innréttaðir í hefðbundnum kráarstíl eru fjölmargir í borginni. Hér látum við nægja að nefna aðeins einn. Sá heitir Charlie Parker og er sennilega sá þekktasti enda sóttur af mest áberandi fólkinu í tísku- og viðskiptalífi borgarinnar. Inn af vínbarnum er lítill veitingastaður þar sem hægt er að fá smárétti fram eftir kvöldi. Diskótek Diskótek eru mörg í Glasgow og þeim fjölgar óðfluga. Þau eru misgóð eins og gengur og gerist, en mörg eru virkilega athyglisverð, bæði skemmti- lega innréttuð og búin góðum Ijósa- og hljómflutningsbúnaði. Eitt það nýjasta heitir Joe Pappal- azzi. Stórkostlegur Ijósagangur gerir flesta agndofa. Og þegar leisergeisl- arnir æða um salarkinnin fær maður á tilfinninguna, að maður sé staddur í geimskipi í miðju stjörnustríði. Cardinal Folly heitir vinsælt diskó- tek, sem er í gamalli byggingu, sem áður þjónaði hlutverki kirkju. Margir ís- lendingar hafa átt glaðar nætur á þessum stað. Núna síðast var svo opnaður staður undir nafninu Hollywood Studios og nýtur hann mikilla vinsælda. Nokkur góð diskótek eru i námunda við Hospitality Inn hótelið sem flestir (slendinganna gista á ferðum sínum. Aðeins fimm mínútna gang frá hótel- inu eru The Cardinal Folly, Zinnabar, Joe Pabbalazzzi, The Savoy, The Cotton Club og Ultrateque. Önnur diskótek sem vert er að gefa gaum eru Henry Africas, Panama Jax, Pzazz, Warehouse, Marti Gras og The Sub Club. Söfn og fleira I Glasgow er fjöldinn allur af lista- söfnum. Þeirra þekktast er Burrell Collection í Pollock Park. Það er lista- verkasafn, sem ber nafn þess er gaf öll verkin sem safnið sýnir, en þau listaverk eru víða að úr heiminum. Skoska sýningahöllin var opnuð í borginni af Elísabetu drottningu fyrir tveim árum. Höllin er 19 þúsund fer- metrar að stærð og hefur þegar hýst margar stórgóðar sýningar og tón- leika. Nú og svo má ekki gleyma þvi, að skoska óperan, ballettinn og sinfónían eru með höfuðstöðvar sínar í Glas- gow og standa stöðugt fyrir góðum sýningum og tónleikum. Mikil gróska er í lista- og menningarlífi borgarinnar og dag hvern boðið upp á úrval listvið- burða er gleðja augu og eyru. í lokin Og svona í lokin er rétt að geta þess, að helstu verslanagötur borgar- innar heita Sauchiehall Street, Buc- hanan og Argyl Street. Þar er alltaf mikill fólksfjöldi enda verslanir Glas- gowborgar vinsælar meðal fleirri en íslendinga einna. Verðlagið í verslun- um borgarinnar er lægra heldur en vlðast annars staðar á Bretlandseyj- um og því eru farnir þangað verslunar- leiðangrar víða að. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.