Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 6

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 6
Lögregluþjónar og bæjarstarfsmenn hjálpast að við að fjarlægja „gullna hliðið“ eins og gárung- arnir kölluðu það. það kvöld sýndu rúntarar samstöðu um að þakka fyrir sig með þeim hætti að ekki heyrðist eitt einasta flaut allt kvöldið. AKUREYRI: Rúntarar unnu orrustu —en tapa þeir stríðinu? MYNDIR OG TEXTI: ADOLF ERLINGSSON Miðbæjarlífíð er mikið í deiglunni á Akureyri þessa dagana. Vegna kvartana íbúa við Ráðhústorg um hávaða á nætumar var ákveðið að loka torginu fyrir bíla- umferð firá klukkan tíu á kvöldin til klukkan átta á morgnana. í því skyni var í síðustu viku sett upp forláta hlið sem rúntinum var lokað með. Viðbrögð rúntara létu ekki á sér standa og fjögur kvöld fengu Akureyringar að kenna á reiði þeirra er þeir keyrðu um allan bæ og þeyttu bílflautur. Allt að 100 bílar voru í hala- rófúnni sem fór um bæinn þeyt- andi hornin linnulaust fram á nótt og varð íbúum ekki svefn- samt vegna hávaða. Eftir fjögur óróasöm kvöld var bæjarstjóra nóg boðið á föstudag og í sam- ráði við bæjarfógeta var ákveðið að hliðið skyldi fjarlægt um stundarsakir. Líklegt er að sú á- kvörðun hafi verið tekin vegna gruns um að mótmælin myndu ná hámarki um helgina. Fé „til höfuðs" hliðinu Sá grunur var á rökum reistur því undirritaður heyrði af ýms- um aðgerðum sem voru í bígerð fyrir helgina. Á miðvikudaginn hafði bílflak verið hlekkjað við hliðið umdeilda og þuríti log- suðutæki til að losa það svo hægt væri að loka hliðinu. Á föstudag var svo búið að stofna sjóð sem rúntarar lögð frjáls framlög í, en sú hetja sem kæmi hliðinu fyrir kattarnef átti að fá alla peningana sem safnast hefðu. Einnig var ákveðið að kveikja í bílhræjum hér og þar um bæ- inn til að leggja áherslu á kröf- urnar um opnun rúntins. Að síð- ustu hótuðu rúntarar því að þeyta horn bíla sinna fyrir utan bæði sjúkrahúsið og elliheimilið frarn eftir nóttu. Talið er að hið síðastnefnda hafi ekki skipt hvað minnstu máli þegar ákvörðunin var tekin um að fjarlægja hliðið. Eins og fyrr sagði voru það bæjarstjóri og fógeti sem tóku þá ákvörðun, en þeir hafa í raun ekki heimild til þess nema þá í einhvern afmarkaðan tíma þar eð uppsetning hliðsins var á- kvörðun bæjarstjórnar og var byggð á tillögum frá skipulags- nefnd bæjarins. í>ví er talið lík- legt að hliðinu verði komið fyrir á nýjan leik, en erfitt er að ímynda sér annað en að mót- mæli hefjist á ný ef það verður gert. Þó að rúntarar fari með sigur af hólmi í rimmunni um hliðið verður það skammgóður vermir, því samkvæmt miðbæj- arskipulagi sem samþykkt var 1981 á Ráðhústorg að verða göngusvæði og í síðustu viku rann út skilafrestur tillagna í samkeppni um skipulag og mót- un Ráðhústorgs og Skátagils sem liggur upp frá því. í útboðs- lýsingu var gengið út frá því að torgið ætti að verða göngu- svæði, svo að engu skiptir hvaða tillaga verður fyrir valinu, rúnt- urinn hverfúr. Þrír forhertir rúntarar: Hjörleifúr, Bjöm Þór og Víkingur. Blaðamaður Vikunnar brá sér í bæinn og tók nokkra forherta rúntara tali. Þetta höfðu þeir Hjörleifúr, Björn Þór og Víking- ur um málið að segja: „Við erum alls ekki sáttir við það að bæjar- yfirvöld ætli að loka rúntinum fyrir okkur. Torgið er eini rök- rétti staðurinn til að rúnta á, það er mitt á milli skemmtistaðanna, hefúr alltaf verið miðpunktur- inn í bæjarlífinu og þar býr til- tölulega fátt fólk.“ „Ef rúntinum verður lokað eykst akstur í íbúðargötum í kring og ekki getur það verið skárra. Að auki höldum við að megnið af hávaðanum komi ffá fólkinu sem safnast fyrir á torg- inu, en ekki frá bílunum. Við ætlum að berjast ótrauðir gegn lokun rúntsins, en ef honum verður breytt í göngusvæði verðum við að finna nýjan rúnt.“ Ingimar Skjóldal lögregluvarðstjóri: Höfum reynt að komast hjá vandræðum Lögreglan á Akureyri hefúr verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka of vægt á látum í miðbæn- um og sumir hafa viljað ganga svo langt að halda því fram að þeir standi sig ekki í því að halda uppi Iögum og reglu í miðbænum. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar rúntarar héldu vöku fyrir bæjarbúum með flautukonsert sínum. Um þetta sagði Ingimar Skjóldal lög- regluvarðstjóri: „Við eigum ekki hægt um vik með að vakta mið- bæinn stöðugt á kvöldin. Við erum fáliðaðir og um helgar þegar lætin eru sem mest þurf- um við að sinna fjöldanum af öðrum útköllum. Við höfum hreinlega ekki nægan mannskap. f sambandi við að- gerðir okkar gegn rúnturum má segja að við fylgdumst vel með þeim í aðgerðum þeirra og höf- um kært fjölda þeirra fyrir um- ferðarlagabrot. Eg held að ef við hefðum gengið á röðina og sekt- að alla fyrir að flauta hefði allt orðið vitlaust. Við tókum á mál- unum eins og okkur fannst skynsamlegast og reyndum að halda uppi lögum og reglu án þess að til illinda kæmi.“ Finnur Birgisson skipulagsstjóri: Bæjaryfirvöld standa í löggæslu Um lokunina sagði Finnur Birgisson skipulagsstjóri Akur- eyrarbæjar að hún hefði verið til komin vegna kvartana íbúa við Ráðhústorg vegna hávaða á kvöldin og á næturnar. „Lögregl- an stendur sig ekki í því að koma í veg fyrir glannaskap og fíflalæti á bílum á rúntinum. Því má segja að bæjaryfirvöld séu að reyna að firamfylgja lögreglu- samþykkt um að íbúar hverfis- ins hafi rétt til að fá svefhfrið. Lögreglan hefúr einfaldlega ekki staðið sig í þessum málum svo að til einhverra neyðarúrræða varð að grípa. Hliðið verður ekki fjarlægt til langs tíma nema bæjarstjórn taki ákvörðun þar um. Ég held að það hafi verið tekið núna vegna þess að lög- reglan hefúr ekki treyst sér til að koma í veg fyrir skrílslæti um helgina." Um ffamtíð torgsins hafði Finnur þetta að segja: „Sam- kvæmt miðbæjarskipulagi verð- ur þetta göngusvæði og ekki býst ég við því að bílaumferð verði leyfð þar á kvöldin, alla vega var ekki gengið út frá því í útboðinu þegar óskað var eftir tillögum um skipulagningu svæðisins." 6 VIKAN VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.