Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 47
Bjarni Benediktsson fylgist kíminn á svip með viðræðum leið- toga risaveldanna. Leikrit um Reykjavíkur- fundinn Sunnudaginn 6. des- ember sýnir Ríkissjón- varpið nýtt breskt leikrit sem heitir á ensku Break- through at Reykjavík og fjallar um leiðtogafund stórveldanna hér á síð- asta ári. Eins og lands- mönnum er í fersku minni var sá fundur ákveðinn með litlum fyrirvara og kom allri heimsbyggðinni á óvart. Eina helgi hvíldu svo augu heimsins á Reykjavík á meðan fregnir af byltingarkenndum til- boðum um afvopnun bár- ust út. Vonbrigðin urðu mikil þegar Fundinum var svo skyndilega slitið og Gorbac- hev hélt blaðamannafund í Háskólabíói þar sem hann var þungorður í garð Bandaríkjamanna, en Re- ,agan fór til Keflavíkur þar sem hann hélt ræðu fyrir landa sína. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma höfðu leiðtogarnir klúðrað því sem virtist vera einstakt tækifæri til afvopnunar. Nú upp á síðkastið hefur þó komið I Ijós að fundurinn í Höffta hafði mikil áhrif og hans mun líklega verða minnst sem einn sá mikil- vægasti í sögu mannkyns- ins. Á fundinum lagði Gor- bachev til nýjan umræðu- grundvöll sem hefur skilað sér í fyrsta afvopnunarsam- komulagi milli risaveldanna sem er risaskref í átt að al- gerri afvopnun. En hvað var það eiginlega sem gerðist innan veggja Höfða þessa helgi í okt- óbermánuði? Breska sjón- varpsstöðin Granada hefur nú framleitt leikritið Break- through at Reykjavík sem á að sýna hvað fór mönnum í milli. Leikritið verður frum- sýnt bæði hér og í Bretlandi sunnudaginn 6. desember, sama dag og leiðtogafund- urinn í Washington verður settur, en þar er búist við að Reagan og Gorbachev und- irriti samninginn sem drög voru lögð að í Reykjavík. Höfundur leikritsins er Ronald Harwood sem skrif- aði bæði „The Dresser" og „Mandela". Helstu leikendur eru: Timothy West sem Gor- bachev, Robert Beatty sem Reagan, Shane Rimmer sem George Schultz og Ant- ony Bate sem Shevardna- dze. FÖSTUDAGUR 4. 1 DES. RÚV. SJÓNVARP 17.55 Ritmálsfréttir. 18.00 Nils Holgeirsson. 18.25 Albin Örlögin á sjúkrahúsinu. 18.50 Fréttir/táknmáls- fréttir. 19.00 Matarlyst. 19.20 Á döfinni. 19.30 Popptoppurinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Þingsjá. 20.55 Annir og Appelsín- ur. 21.20 Mannaveiðar. Nýr þýskur spennumynda- flokkur um störf rann- sóknarlögreglumannsins Johannesar Fabers. 22.20 Haunting Passion Bandarísk spennumynd frá 1984. Aðalhlutverk: Jane Seymour, Gerald McRaney og Millie Perkins. Leikstjóri: John Korty. 24.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. STÖDII 16.40 Sjúkrasaga The National Health. Lífið á sjúkrahúsi einu í London gengur sinn vanagang, hjúkrunarfólkið er á þönum allan sólarhring- inn og sjúklingar skiptast á sjúkrasögum. Til þess að lífga upp á tilveruna, er dregin upp önnur og skemmtilegri mynd af sjúkrahúslífinu. Aðalhlut- verk: Lynn Redgrave og Eleanor Bron. 18.15 Stálknapar. Nýsjá- lenskur framhaldsflokkur fyrir börn og unglinga í 8 þáttum. 1. þáttur. 18.45 Valdstjórinn. 19.1919.19. 20.30 Sagan af Harvey Moon. 21.25 Ans-Ans Spurn- ingakeppni fréttamanna. Þjóðviljinn og Morgun- blaðið 21.55 Hasarlelkur. 22.45 Max Headroom. 23.10 Bleiku náttfötin. She'll be Wearing Pink Pyjamas. Gamanmynd frá 1985 með Julie Walters í aðalhlutverki. 00.40 Fingur Fingers. Bandarísk spennumynd frá 1977. Ungur maður á í miklu sálarstríði þar eð móðir hans er listamaður en faðir hans ótíndur glæpamaður 02.10 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 5. DES. RÚV. SJÓNVARP 14.00 Enska knattpsyrn- an. Bein útsending. Queens Park Rangers - Manchester United. 17.00 Spænskukennsla. 18.00 íþróttir. 18.30 Kardimommu- bærinn. 18.50 Fréttir/táknmáls- fréttir. 19.00 Smellir. 19.30 Brotið til mergjar. Fréttir vikunnar og umfjöllun um þær. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.45 Fyrirmyndarfaðir. 21.10 Erró. Heimildamynd um listamanninn og uppsetningu á verki eftir hann í Lille. Umsjón: Egill Eðvarðsson. 21.45 Kvöldstund með Gene Kelly. 22.45 Sea Wolfs. Bresk- bandarísk bíómynd frá 1980. Spennumynd sem gerist á stríðsárunum. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Roger Moore og David Niven. Leikstjóri: Andreyy McLagen. 00.45 Útvarpsfréttir ( dagskrárlok. STÓÐ II 09.00 Barnaefni. 12.00 Hlé 13.45 Fjalakötturinn. Réttarhöldin. The Trial. Aðalhlutverk: Orson Welles, Jean Moreau, Anthony Perkins, Elsa Martinelli og Romy Schneider. Leikstjóri og handrit: Orson Wells. 15.50 Nærmyndir Nær- mynd af Þuríði Pálsdóttur óperusöngkonu. Umsjón- armaður er Jón Óttar Ragnarsson. 16.30 Ættarveldið. 17.15NBA - körfuknatt- leikur. 18.45 Sældarlíf. Happy Days. Gamanþáttur um ástsjúka unglinga þegar rokkið hljómaði sem hæst. 19.19 19.19 20.30 íslenski listinn 40 vinsælustu popplög landsins kynnt í veitinga- húsinu Evrópu, sýnd eru myndbönd og tónlistar- fólk kemur í heimsókn. 21.25 Klassapíur. Loka- þáttur um klassapíurnar á Florida. 21.40 Spenser 22.30 Lady Jane. Bresk mynd frá 1985 um hina ungu lafði Jane Grey sem var drottning um skamm- an hríð. 01.35 Blóðug sólarupp- rás. Red Dawn. Bandarísk stríðsfantasía um ung- linga sem gerast skærulið- ar eftir að kúbanski herinn hefur gert innrás í Bandaríkin. 01.35 Svik 1 tafli. The Big Fix. Einkaspæjari glímir við erfitt mál sem teygir anga sína allt til æðstu valdamanna stjórnkerfis- ins. Aðalhlutverk: Richard Dreyfus og Susan Anspach. Leikstjóri Jeremy Paul Kagan. 04.20 Dagskrárlok. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.