Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 24
Dýragarðsskóli jólasveinanna Fyrri hluti Þið hafið ekki komist hjá að taka eftir að stórhátíð er fyr- ir dyrum, þar sem jólin eru. Þið hlakkið eflaust ekki minna til jólanna, en við hér á Vikunni og ilmurinn frá jólabakstr- inum í hverfinu skapar óhjákvæmilega ákveðinn spenning í maganum. Meira að segja fúli karlinn á móti er farinn að ganga svolítið léttstígari um göturnar sem eru skreyttar með grenivafningum og jólaljósum. Börn þrýsta nefinu upp að gluggarúðum leikfangaversl- ana, með uppglennt augun af spenningi og löngun í alla fallegu hlutina fyrir innan. Skyldu þau fá eitthvað af þessu í jólagjöf? Við hér á Vikunni ætlum að stytta þér örlítið stundirnar - Ja hérna, tautar Kjötkrókur. - Ég man bara ekki hvað svona stór kisulóra heitir. Það skiptir kannski ekki máli... Vandinn er að muna hvað hún að að borða í kvöldmat! Nú hafa skollans mýsnar étið dýragarðshandbókina mín, svo ég get ekki lesið um matarvenjur svona katta. - Það er svo sem í lagi, því bókarskruddan var hvort eð er ekki svo góð, því það stóð ekk- ert í henni um að mýs ættu að borða bækur, það er ég hand- viss um. - Ég er engu nær heldur, segir Gluggagæir. - Kannski Kertasníkir viti eitthvað um þetta. - Hann veit svo mikið um mat. - Eigum við að spyrja hann? - Kemur ekki til mála, segir Kjötkrókur. Kertasníkir reynir bara að troða upp á okkur nokkrum jólakertum og telja okkur trú um að kötturinn vilji bara borða svoleiðis bjakk. Oj bara. - Við verðum að finna einhvern annan til að spyrja... Getur þú hjálpað lesandi góður. Kannski þú getir sagt jóla- sveinunum hvaða mat þeir eiga að gefa þessu stóra dýri á myndinni. Þú setur bara kross við það sem við á og geymir kliþpimiðann, þar til við höfum birt allar getraunirnar. Þá sendir þú allar lausnirnar í einu umslagi til: Vikunnar, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, merkt: Jólasveinagetraun. Hrísgrjónagrautur Soðnar saltstengur ______ Hrátt nautakjöt á meðan þú bíður eftir jólasteikinni og pökkunum. Við ætl- um að leggja fyrir þig getraun. Sendu okkur réttu svörin og vertu með í keppninni um jólapakka Vikunnar. Eins og allir vita, þá er mikið atriði að borða réttan mat til að halda lífi og heilsu. Meira að segja hafa jólasveinarn- ir uppgötvað þessa staðreynd, þó þeir séu nú ekki alltaf duglegir við að muna hver á að borða hvað í dýragarðin- um sem þeir hafa komið sér upp. Jólasveinarnir sem passa dýrin, þjást oft af svolitlu minnisleysi, þannig að þið verðið að hjálpa þeim að muna hvaða mat dýrin eiga að fá fram að jólum. Síðari hluti getraunarinnar verður svo í næstu viku og þá kynnum við jafnframt verðlaunin. - Geröu svo vel, nammi, nammi, namm, hrópar Kertasníkir ofan í fiskabúrið. En einhverra hluta vegna virðist dýrið í búrinu ekki hafa áhuga á að bragða á gulrótinni hans. - Ég held að hann kæri sig ekki um þetta, segir Hurðaskellir með þreytulegri stunu. - Við verðum að finna eitthvað annað fyrir hann og mér þætti ekkert verra að við útveguðum okkur tröppu, fyrst við þurfum að leita hvort sem er. - Hvaða vitleysa, mótmælir Stúfur. Þú veist ekkert hvað svona margfætla étur. Hann verður alla vega að borða eitt- hvað hollt, svo hann getur bara borðað gulrótina eins og hvað annað. Ég hef lesið að öll dýr þurfi hollan mat, alveg eins og jólasveinar. Jólasveinarnir eru samt ekki neitt sérlega vissir í sinni sök, svo þeir verða að leita hjálpar til að vita hvað dýrið í vatnsbúr- inu borðar. Getur þú hjálpað lesandi góður? Ef svo er, skaltu merkja við rétta svarið í reitnum að neðan og geyma klippimiðann þar til við höfum birt allar getraunirnar í næsta blaði og senda okkur svo úrslitin í einu umslagi til: Vikunnar, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, merkt: Jólasveinagetraun. Súkkulaðibollur Hrásalat ______ Kræklingar 24 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.