Vikan


Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 03.12.1987, Blaðsíða 13
Hápunktur „Tungumáls £uglanna“ gerist í Stjómarráðinu: Tómas Davíðsson flettir ofan af forsætisráðherra númer tvö. Þeir neyðast til að taka pokann sinn eftir að „Helgartíðindin" taka að birta óþægilegar upplýsingar. Að kaupa mann og annan Tómas Davíðsson, eins og höfúndur „Tungumáls fúgl- anna“ kýs að kalla sig, skreppur með lesendur fyrir hom á tíðinni, leiðir okkur framyfir næstu kosningar þegar hann áætlar að enn ein íhaldsstjómin hafi verið mynduð. Reyndar hefúr það og gerst að Sjálfstæðisflokk- urinn hefúr losað sig við þá vini Davíð og Þorstein, nýir gosar hafa verið vaktir upp og í kjölfar nýrrar ríkis- stjómar er fjandinn orðinn laus í pólitíkinni; en fjand- inn ólmast helst á bak við tjöldin þar til Tómas Davíðs- son, ritstjóri Helgartíðinda, fær nafnlaus bréf og símtöl og menn gerast valtir í ráð- herrastólum. Trúverðug saga „Tungumál fúglanna" er trú- verðug saga. Það er augljóst að höfundur hennar þekkir sinn vettvang og er vanur að búa til söguþráð sem heldur lesandan- um við bókina. Og þótt við sem þekkjum til í íslenskri pólitík og í blaðaheiminum, þykjumst strax sjá manninn á bak við höfúndarnafhið, þá spillir það á engan hátt ánægjunni, þótt vissulega sýnist manni ástæðu- laust að vera að fela sig; en það er nú bara aukaatriði. Kannski er Tómas Davíðsson sá maður sem í framtíðinni verður treyst til fféttaskýringa og jafnvel stjórnarmyndana ef með þarf. Allt getur gerst. Það sannar eig- inlega „Tungumál fuglanna". Ráðherra stelur kosningasjóðn- um og arffaki hans lendir í ævintýrum erlendis. Við erum vön „hneykslismálum“ hér á landi og tökum trúlega vægar á misferli og yfirsjónum, valdníð- slu og ofhotkun á pólitískri að- stöðu en tíðkast í stærri samfé- lögum. En stíllinn er flatur og tilbreytingarlaus, réttur og slétt- ur dagblaðsstíll, enda er „Tungumálið" ekkert annað en spennusaga um nútímann, blaðamennskuna og pólitíkina í landinu og gerir væntanlega enga kröfu til að flokkast með stássstofúbókum. Það er miður — því það er misskilningur að „hvcrsdagsleg" frásaga um lífs- basl blaðamanns þurfi að segjast án tilþrifa. Og einhvern veginn hefði maður freystast til þess, standandi í sporum Tómasar Davíðssonar, að skrifa ögn ris- meira mál úr því að blaðamað- urinn á bak við dulnefnið var í ffíi ffá daglegum skrifúm. En hvað um það, „Tungumál fugl- anna“ er án efa strákabókin í ár og trúlega stelpubókin líka, þótt kvennalistakonur spyrji eflaust hvers þær eigi að gjalda. Pólitík, blaða- mennska og bókmenntir Fyrrum voru það bókmennt- irnar í landinu sem helst fóru í taugarnar á valdsmönnum. í seinni tíð er eins og stjórnmála- menn hafi sætt sig við tilvist þeirra, eða kannski hætt að lesa — sem er trúlegra. í staðinn eru blöðin og viss partur blaða- mennskunnar blóraböggull bola- bíta valdsflokkanna. Viðskipta- heimurinn tengist vitaskuld pólitíkinni og hefúr eins og hún tilhneigingu til að ná tangar- haldi á frjálsri pressu, hvernig svo sem sú pressa nær að hasla sér völl. Við vitum líka að póli- tík getur gengið út á það að kaupa mann og annan. Aðferð- unum er skilmerkilega lýst í bók Tómasar Davíðssonar, þótt vissulega sé myndin sem hann dregur upp af veruleikanum á köflum ýkjukennd. Og á stund- um er Ijóst að höfúndi hefúr fúndist svo gaman að spinna þráðinn að hann hefúr átt bágt með að halda aftur af sér og næstum veifar til lesandans af hápunkti gamansagna og spaugs: halló! hér er ég, gettu hvað ég heiti! Undirritaður blaðamaður skemmti sér konunglega við að sjá pólitík dagsins út frá sjónar- horni Tómasar — „Tungumál fuglanna" hlýtur að vera óskabók pólitíkusa — a.m.k. sumra. — GG. / BÆKUR VIKAN 13 Ljósm.: Lárus Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.