Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 6

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 6
TEXTI: MAGNUS GUÐMUNDSSON Hussamir Skáldsagan „Red Storm Rising", eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Tom Clancy, hefur vakiö svo mikla athygli meðal herfræöinga út um allan heim, aö þótt hefur sérstök ástæöa til aö gera hana að umfjöll- unarefni á fjölmörgum öryggismálaráðstefnum á Vestur- löndum. Bókin fjallar um stórfelld styrjaldarátök á milli NATO og Varsjárbandalagsins án kjarnavopna. Áhugi hernaðarsérfræðinga á bókinni vekur óneitanlega grun- semdir um aö skáldsagnahöfundurinn hafi komið við viðkvæman og nokkuð óvarinn blett þegar hann gefur sér þær forsendur að Sovétmönnum reynist fremur auð- velt að ná yfirráðum yfir Norður-Atlantshafi frá bæki- stöðvum þeirra á íslandi sem þeir hrifsuðu frá Banda- ríkjamönnum í einni skyndiárás. Vikan ræðir við Eric A. McVadon aðmírál, yfirmann bandaríska heraflans á íslandi, um hversu trúverðug at- burðarás skáldsögunnar er í raunveruleikanum. E koma I dwards var að skoða skemmdirnar í sjónauka þegar hann heyrði skilaboðin — og gat ekki svarað. Hvað geri ég nú? Hann leit í kringum sig og sá einn nytsaman hlut, Hammer Ace talstöð. Hann þreif stóran bakpokann og hljóp niður þrepin. Hann varð að finna land- gönguliðana og vara þá við. Svifnökkvarnir komu inn á Ósana og tóku land tæpri mín- útu síðar innan við mílu vegar frá flugstöðinni. Hermennirnir fúndu það fegnir að hristingur- inn minnkaði þegar nökkvarnir dreifðu sér og runnu áfram hlið við hlið með þrjú hundruð metra bili, yfir flatt gróður- snautt landið í áttina að NATO- flugstöðinni..." „Þú landgönguliði, komdu! Öskraði Edwards. Jeppi með þrem óbreyttum hermönnum stansaði og kom svo hratt til hans. Keyrðu mig til yfirmanns þíns, fljótt." „Hann er dauður herra,“ sagði liðþjálfinn. „Það féll sprengja á stjórnstöðina og andskotans lautinantinn er dauður!" „Hvar er varastöðin?" f barnaskólanum.“ „Ég verð að segja þeirn að það eru óvinir að koma af sjó — djöfúll! Þú ert með talstöð." „Ég reyndi að kalla á þá en það svaraði enginn." Liðþjálfinn leit suður eftir þjóðveginum. Hér virtust að minnsta kosti þrjár flaugar hafa lent, eftir reyknum að dæma. Allt urri kring var smáborgin sem áður hafði verið herstöðin í Keflavík, en var nú aðeins logandi rústir... “ Þessa atburðarás er að finna í metsölubókinni Red Storm Rising, eftir bandaríska spennu- bókahöfundinn Tom Clancy. Bókin kom nýlega út hjá Al- menna bókafélaginu í íslenskri þýðingu undir nafninu Rauður stormur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.