Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 38

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 38
Jóhann teflir næstvið Karpov Hratt flýgur stund. Hver hefði látið sér detta í hug fyrir svo sem fimm árum að Jóhann Hjartarson ætti eftir að bera sigurorð af Viktor Kortsnoj í einvígi og tefla síðan við sjálfan Anatoly Karpov? Þá var Jóhann bara „strákur á stuttbuxum" eins og einn virðulegur íslensk- ur skákkappi komst gjarnan að orði um yngri kynslóð- ina. Sigur Jóhanns á Kortsnoj hef- ur vakið athygli víða um lönd enda næst óvæntustu úrslit ein- vígjanna í Kanada. Enn meir kom á óvart sigur heimamanns- ins Spraggetts á Sovétmannin- um Sokolov, þriðja stigahæsta skákmanni heims. Sigur Eng- lendingsins Speelman á Banda- ríkjamanninum Seirawan vakti einnig eftirtekt en enginn kippti sér upp við það þótt Hollend- ingurinn Timman hefði unnið Sovétmanninn Salov, Ungverj- inn Portisch lagt Armenann Vaganjan og Englendingurinn Short knésett Ungverjann Sax. Kortsnoj var sá áskorendanna sem mesta reynslu hafði og vita- skuld þótti hann sigurstrang- legri íýrirfram þótt innst inni hefðu margir haft trú á Jóhanni. Er á hólminn var komið tefldi Jóhann einfaldlega betur en andstæðingurinn. Þetta var hat- rammt einvígi, Jóhann vann tvær fyrstu skákirnar, þá varð jafiitefli og aftur vann Jóhann fjórðu skákina. Þá greip Korts- noj til örþrifaráða. Framkoma hans við skákborðið í fimmtu og sjöttu skák truflaði Jóhann. Friðrik Ólafsson, talsmaður hans í Kanada, greip þá í taumana og bréfaskipti við yfirdómarann Gligoric urðu til þess að Korts- noj fékk gula spjaldið. Jóhann náði sér á strik í sjöundu skák- inni sem lauk með jafntefli og glæsilegur sigur í áttundu skák- inni tryggði honum sigur í ein- víginu, 4‘/2 — 3‘/2. Hann á margt eftir ólært,“ sagði Kortsnoj um Jóhann eftir einvígið og kenndi Friðrik um tapið. Jóhann er þar með kominn í átta manna úrslit í heimsmeist- arakeppninni í skák. Framundan er erfið ganga — upp þverhnípt- an hamarinn, segja sumir. And- stæðingur hans í næstu lotu verður sjálfúr Anatoly Karpov, heimsmeistari í tíu ár frá 1975 til 1985. Fyrst Kortsnoj og svo Karpov. Endar þetta ekki með Kasparov? Eina skák hafa Jóhann og Karpov teflt áður og hún gefúr ekki tilefni til sérstakrar svart- sýni fyrir hönd okkar manns. Hún var tefld á ólympíumótinu í Dubai síðla árs 1986. Karpov hreifst svo af taflmennsku Jó- hanns í skákinni að hann lýsti því yfir í viðtali að hann teldi Jóhann björtustu von Vestur- landa á skáksviðinu. Eftir mikla baráttu kom þessi staða upp. Karpov, sem hafði svart, hug- leiddi 70. leik sinn: Karpov hefur náð yfirhöndinni og nú hefði hann getað leitt skákina til lykta með laglegri til- ferslu: 70. - Hd2+ 71. Kh3 (ef 71. Kfl, þá 71. - c3 72. b6 Hdl+ og síðan 73- — Da2+ og mátar) Dg7! 72. b6 Kh7 með máthótun á h6 — ef 73- Dc7 Hd7 74. Dxd7 Dxd7 75. b7 Db5 vinnur svartur létt. í stað þessa lék Karpov 70. — De8? og eftir 71. Dfó! c3 72. Bxg6! Hd2+ 73. Kg3 Dxg6 bauð Karpov jafntefli. Jóhann þráskákar með 74. Dh8+ Dh7 75. Df6+ o.s.frv. Bridgehótíð í vændum f augum margra er stærsti at- burður ársins í bridgeheiminum hér á landi þegar bridgehátíðin er haldin á Loftleiðum. Þegar þetta er skrifað er vitað um þrjár sveitir sem koma hingað til lands á bridgehátíð. Ein þeirra er sænsk sveit en Svíar eru núverandi Evrópumeistar. Þeir ísak Örn Sigurðsson BRIDGE heita Per Olov Sundelin-Anders Morath og Tomrny Gullberg- Hans Göthe. Frá Bandaríkjunum koma Alan Sontag-Mike Molson og er Sontag orðinn fastagestur hér á landi. Með þeim eru hjón- in Matt og Pam Granowetter. Spilasnillingurinn Zia Mahmood kemur með sveit. Spilafélagi hans er George Mittelman og hitt parið er Ron Smith og Billy Cohen. Það er mikill feng- ur að þessum spilurum því þeir eru með ferari spilurum heims í dag. Hugsanlegt er að fleiri er- lendir spilarar bætist í hópinn. Opnunin sem kölluð er Multi getur oft verið skæð en hún lýs- ir oftast veikri opnun með 6 spil í hjarta eða spaða. Eftirfarandi spil er gott dæmi um hversu beitt vopn sögnin er. V/A-V A87 D ADT873 KDG 9 KG43 AGT842 K965 G654 9 65 DT652 73 K2 T873 A942 Spilið kom fyrir í keppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og voru austur-vestur á hættunni og vestur gaf. Vestur hóf sagnir á multi tveimur tíglum. Norður með sterk spil leyfði sér að dobla með sterku spilin sín, og austur stökk að sjálfsögðu í fjög- ur hjörtu sem vestur hefði leið- rétt í fjóra spaða ef litúrinn var spaði. Norður suður voru svo heppnir að finna ekki dobl enda er engin leið að hnekkja samn- ingnum eins og lesendur geta sannreynt, þrátt fyrir að norður- suður eigi meirihluta punkt- anna. 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.