Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 14

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 14
 Á . ' ' 9 i ji t tfé&fwgk M-,. ö Bekkjarsystkinin, Runólfur og Berglind, nenna ekki að liggja í leti. Þess í stað puða þau í skíðabrekkunum flesta daga. Ragnar, sem er tíu ára, komst á verð- launapall á Andrésar Andar leikunum I fyrra og vonast til að gera enn betur í ár. Elías Bjarnason skíðaþjálfari sýnir hér hvernig á að bera sig að við að fara í plóg. „Það verður í mars hérna á Framsvæðinu svo maður verður á heimavelli." — Hvernig er hópurinn sem æfir hérna? „Hópurinn er þrælgóður og eldri krakkarnir eru ágætir þó þeir séu stundum með stæla. En ég leiði þá bara hjá mér og læt ekki stríða mér.“ Ekki mátti Ragnar vera að því að ræða meira við blaðamann og renndi sér af stað í aðra ferð til að bæta það sem þjálfarinn fann að í þeirri síðustu. Byrjendur eiga að fá sér kennara Svolítið frá brautinni var Elías Bjarnason að þjálfa krakka utan brautar og fannst undirrituðum tilvalið að spyrja hann út í undirstöðuatriði skíðalistar- innar. — Hvað myndir þú segja að byrjendur ættu einna helst að hafa í huga þegar þeir eru að fara á skíði í fyrsta skipti? „Ef um byrjendur er að ræða get ég einna helst ráðlagt fólki að finna sér skíðakennara. Ekki bara einhvern sem kann á skíði heldur einhvern sem hefur lært að koma kunnáttunni frá sér. Það er ekki síst mikilvægt fyrir fólk að verða sér úti um kennslu ef það er komið af barnsárun- um. Það er allt í lagi fyrir börn að Iæra af sjálfú sér en þegar komið er fram á fullorðinsárin er nauðsynlegt að fá tilsögn." - En hvað eiga byrjendur að hafa í huga þegar þeir fara í plóg? „Þeir eiga fyrir það fyrsta að standa jafnt í báða fætur og halla sér aðeins fram í skónum til að geta beitt köntunum betur. Ef þeir halla sér aítur renna aftur- endar skíðanna saman. Svo er að færa þungann yflr á annaðhvort skíðið og maður beygir af sjálfu sér. Það á alltaf að halda þungan- um á ytra skíðinu í beygju og reyna að snúa brjóstinu niður í brekkuna." Vantar fleiri stelpur Eftir þessa skyndikennslu var snúið aftur að keppnisliðinu og þar var fyrir Margrét Ingibergs- dóttir en hún er sextán ára og langelst þeirra stúlkna sem æfa hjá Fram. — Hvernig gekk þér á mótuni í fyrra? „Ég get ekki kvartað því ég varð Reykjavíkurmeistari í mín- um aldursflokki og var þá á fyrra ári í honum. Nú er ég á síðasta ári í unglingaflokkum og verð komin í fullorðinsflokk á næsta ári. — Ertu þá búin að æfa lengi og stíft? „Ég er búin að æfa í fimm ár og vissulega hefúr þetta verið nokkuð stíft en það veitir ekkert af því. Maður verður að leggja hart að sér ef maður ætlar að ná árangri. Vissulega tekur þetta tíma frá skólanum (Margrét er í Iðnskólanum í Reykjavík og ætl- ar að verða plötusmiður) en það verður að hafa það. Ég er auðvitað svolítið þreytt á kvöld- in þegar ég kem heim og mikið væri oft gott að fá að sofa út á morgnana. — Er ekki erfitt að halda sambandi við vini og kunningja sem eru ekki á skíðum? „Það er alltaf verið að reyna að draga mig á böll og í bíó og þess háttar en ég læt það bara bíða. Mér finnst ekki erfltt að velja um það að fara á æfingu eða í bíó. Þó getur komið í mann leiði þegar veðrið er leiðinlegt en þá er bara að bíta á jaxlinn og hafa sig af stað.“ — Hefurðu nokkurn tíma fyr- ir stráka? „Ég læt þá bara bíða um sinn. Ekkert liggur á, ég er ennþá það ung. Annars eru ágætir strákar á skíðunum, bæði hér innan fé- lagsins og í öðrum félögum. Kannski getur þetta bara farið saman. Annars vil ég biðja þig um að koma því á framfæri að stelpurnar mættu vera duglegri við að æfa á skíði. Það er stund- um einmanalegt að vera svona eina stelpan í hópnum." Með þessum orðum var hún þotin til að ná tveimur ferðum í viðbót áður en æfingunni lyki. Byrja á hrósi Fyrir neðan brautina stóð enn einn þjálfarinn, Þórður Björnsson, og tók á móti krökkunum með tilheyrandi at- hugasemdum. Benti á það sem vel var gert og það sem mætti fara betur. — Hvað er það sem þjálfari lítur á þegar hann fylgist svona með krökkum í braut? „Hann reynir að koma auga á bæði það sem þau gera vel og það sem þau gera illa. Hann skoðar stílinn og veltir því fyrir sér hvernig mætti fá meiri hraða út úr hverri ferð. Hann byrjar alltaf á því að benda krökkunum á það hvað þau gera rétt og reynir svo að benda á þau mis- tök sem hann sér. Yfirleitt eru þau að krakkarnir eru of sein- ir í beygjum. — Notið þið myndbands- tæknina í þjálfún? , Já, við gerum mikið af því og það breyttist mikið þegar sú tækni kom til því nú geta krakk- arnir séð sjálfa sig í brautinni og skilja mun betur hvað átt er við Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður: „Hefur gengii ótrúlega vel í vetur" Einn af þeim mönnum sem best fylgjast með skíðaiðkun al- mennings er vafalaust Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður, yfir- umsjónarmaður Bláfjallasvæðis- ins. Þess vegna var tilvalið að spjalla aðeins við hann um skíðaiðkun og svæðið sjálft. — Er það rétt sem manni virðist að skíðaiðkun sé alltaf á uppleið? ,Já, ég er ekki frá því. Að vísu er svolítið erfitt að gera sér grein fyrir þessu núna þar sem allir koma til okkar í Bláfjöllin vegna snjóleysis annars staðar. Þó finnst mér eins og maður sé alltaf að sjá ný andlit hérna. Ég held nú að verðlækkunin sem varð á skíðabúnaði hafi haft sitt að segja." — Hvernig finnast þér yfir- völd hafa stutt við skíðaiðkun al- mennings? „Mér finnst yfirvöld hafa gert mikið og sýnt okkur mikinn skilning, sérstaklega hérna í Bláfjöllum. Svæðið er í stöðugri uppbyggingu og ekkert lát er á framkvæmdum þó að okkur hafi verið úthlutað minna fé til fram- kvæmda á þessu ári en við höfð- um vonast eftir. Ég trúi því að við fáum bara þeim mun meira á næsta ári. Ég vona bara að sá skilningur sem verið hefur á þessum málum verði áffarn til staðar vegna þess að allt fé sem er lagt í þessi mál skilar sér í betri aðstöðu sem aftur skilar sér í meiri iðkun almennings." „Stærsti draumur okkar þessa dagana er að setja upp nýja stólalyftu í Kóngsgili til að flýta fyrir fólki að komast upp í brekkurnar og hinar lyfturnar á svæðinu. Það er nefhilega dálít- ið sláandi að mestu raðirnar eru þar sem fólkið kemur að fyrst, næst skálanum, en svo eru engar raðir við lyfturnar uppi í brekk- unum. Ef við fengjum aðra stóla- lyftu til að létta á þeirri sem fyr- ir er myndi það breyta miklu í sambandi við raðirnar." - Hvernig hefúr reksturinn gengið það sem af er betri? „Alveg stórkostlega, það er ekki hægt að segja annað. Staðan er margfalt betri en á sama tíma í fyrra og ef framhald verður á munum við fara langt fram úr áætlun í vetur. Undanfarið hafa aðstæður 14 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.