Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 32

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 32
stofunni, — cn Christine Ellison dansaði við Gregory Valio í stóra, skrautlega veitinga- húsinu Majestic. - Hvers vegna bjóðið þér henni ekki á Majestic? spurði dr. Mason. — Ég hef ekki efni á því, svaraði Jasper Brian. hað eru dansleikir þar tvisvar og þrisvar í viku og þau drekka kampavín alla nóttina. Fyrr læt ég hengja mig en ég láti Valio bjóða mér. Svo bætti hann við, kannski til að friða sjálfan sig: Þetta er bara í bili. Hún hættir þessu. Annars er hún besta og heiðarlegasta manneskja sem ég get hugsað mér. Dr. Mason mundi eftir ákveðnum atburði í sambandi við þennan Gregory Valio. At- burði, sem hann gat því miður ekki talað um sem læknir. Dr. Mason starfaði þá í París. Valio hafði þá einu sinni snúið sér til hans með vandræðamál og gert honum tilboð sem braut algjörlega í bága við almennt sið- ferði lækna. Mason hafði hvorki rekið unga manninn út né komið á nokkurn hátt hrana- lega fram við liann. Hann hafði aðeins sagt Valio að hann gæti ekki leyst vandræði hans. En síðan hafði hann sínar ákveðnu skoðanir um Gregory Valio. En svo ntjög sem hann langaði til að geta opnað augu Jasper Brians fannst honum sér vera ókleift að segja frá því sem hann hafði komist að sem læknir. Hann stóð þreytulega á fætur og sló á öxlina á unga manninum. — Yður fellur ekki vel við þennan mann og mér ekki heldur, sagði hann hughreyst- andi. En munið eftir máltækinu: Sér grefur gröf þótt grafl. Ef Christine er eins og þér' segið lætur hún ekki blekkjast ;tf honum. Sjálfur var hann ekki sannfærður um þessi hughreystingarorð sín. Þau hljómuðu ciálít- ið innantétm. Kvöld nokkurt viku síðar kom Jasper Brian inn í veitingastofúna þar sem dr. Mason sat og var að tala við Leutner. Hann var hörkulegur á svipinn og óvenjulega fast- mæltur er hann lagði höndina á öxlina á dr. Mason og sagði: — Ég fer með lestinni kl. 7.40 í fyrra- málið. Hann kallaði á þjóninn og bað um vín fyrir þá alla. Þegar hinir afþökkuðu vínið sagði hann: — Jú, jú, þið drekkið nú eitt glas af alveg sérstöku tilefni — að Christine Ellison farnist vel. Hún er nýtrúlofuð manni sem heitir Gregory Valio. Dr. Mason varð orðfall en Leutner gamli sagði: — Þessi fallega unga stúlka — jæja þá! Jasper titraði allur en svo féll hann í þunga þanka. Þegar hann hafði drukkið úr glasinu stóð hann upp. — Ég held að ég fari upp til að ganga frá dótinu mínu, sagði hann. — Haldið þér nú að það sé viturlegt af yður að fara, sagði dr. Mason. Jasper brosti. - Ég hef ekkert hér að gera, sagði hann. En mig langar til að biðja yður bónar. Viljið þér ekki líta eftir henni og hjálpa henni ef hún skyldi þurfa þess með? - Þér getiö treyst mér, sagði dr. Mason alvarlega. Ætla þau að gifta sig á næstunni? — Ekki fyrr en í maí, sagði ungi maðurinn 32 VIKAN rólega. Eftir þrjá mánuði, hugsaði dr. Mason. Ég verð að tala dálítið við þennan Valio. Ef það gengur ekki get ég ógnað honum með lög- regiunni. Það er skylda mín gagnvart ungu stúlkunni. Þetta er þorpari. Svo sagði hann: — Mig langar til að biðja yður bónar í staðinn. Frestið för yðar um einn dag. Mig langar til að tala við yður við morgunverð- inn í fyrramálið. — Því miður, sagði ungi maðurinn. Ég get ekki verið hérna einum degi lengur. Þér sögðuð um daginn að sér grafl gröf þótt grafi. En hann hefúr í staðinn grafið mig. Hann leit í kringum sig og gekk svo út úr veitingastofúnni. Dr. Mason hugsaði með sjálfum sér: Hann verður tvo daga til Le Havre. Snemma næsta morgun fór dr. Mason upp í veitingahúsið Majestic. Hann sá Valio hvergi en hitti Leutner. - Hafið þér séð Valio? spurði hann. Leutner horfði framan í hann. - Þau fóru með fyrsta vagninum upp á fjallabrautina, herra læknir. — Þau? Hver? — Hr. Valio og ungfrú Ellison. Þau eru á leið til Bergil-kofans þvert yfir skriðjökul- inn. Þegar ég heyrði hvert þau ætluðu réði ég þeim frá því. Það er líka að verða svo heitt. - Guð minn góður! hrópaði dr. Mason. - Er unga stúlkan ekki alveg óvön þessari íþrótt? Leutner yppti öxlum. — Ég veit það ekki. Annars er skriðjökull- inn góð æfing fyrir byrjendur. Það er bara hitinn sem ég er hræddur við. Ég er að hugsa um að fara upp á jökulbrún. Þaðan sér maður fánann á Bergil-kofanum. Ég bað þau um að draga upp fánann þegar þau kæmu í kofann. Ég býst við að þau verði þar um há- degi. Ég er dálítið órólegur vegna ungu stúlkunnar. — Ég fer með yður, sagði dr. Mason. Þegar Christine og Valio höfðu gengið fjallabrautina á enda tók Valio að sér stjórn- ina. Hann gekk á undan þangað til þau komu efst í bratta, skógi vaxna brekku. Þar staðnæmdist hann til að setja langar skinn- ræmur á skíðin svo að þau rynnu ekki aftur á bak. Því næst héldu þau áíffam í gegnum fúruskóginn. Valio var ekki sérstaklega ræðinn. Hún var farin að þekkja duttlunga bans. Þó að hann væri í besta skapi gat hann allt í einu orðið háalvarlegur án minnsta tilefnis. Augu hans gátu leiftrað af ofsa og jafn skjótt varð hann ofsalega kátur, alveg upp úr þurru. Hún var orðin viss um að það yrði sigling í roki að giftast honum. Hún tók að hugsa um Jasper Brian með nokkurri sjálfsásökun. Hann hafði orðið svo óhamingjusamur þegar hún sagði honum frá trúlofún sinni. Og hún hélt áfram að hugsa: En hvað við konurnar erum undar- legar. Við fyrirlítum allt sem er gott, heiðar- legt og tryggt af því að stundum er það svo að það síðasta sem við girnumst er öryggi. Það er þetta sem menn eins og Jasper geta aldrei skilið. Um hádegi komust þau út úr skóginum. Efstu tindar Bergil-fjallsins blöstu við þeim í mjúkum, hvítum bylgjum og þau verkjaði í augun. Þau settu upp sólgleraugun. — Þarna fýrir handan er skriðjökullinn, sagði Gregory Valio og benti. — Beint fyrir neðan er kofinn, litli svarti ferhyrningurinn sem þú sérð úti við sjóndeildarhringinn. Þegar við erum búin að borða miðdegisverð þar förum við niður hinum megin. Þaðan liggur vegur til Kirchberg og þar getum við tekið lestina heim. Fyrsta breiðan sem lá fyrir þeim var auð- veld og tuttugu mínútum síðar voru þau komin efst upp á jökulinn. - Nú er best að við notum reipið, sagði hann. — Leutner hefúr haft rétt fýrir sér. Snjórinn er meyr núna. Það verður ekki erf- itt að finna sprungurnar en — ég kæri mig ekkert um að missa þig strax. Hann brosti töfrandi brosi. Síðan tók hann reipið upp úr bakpokanum, brá því yflr um hana og batt það síðan utan um sig. Það voru 25 metrar á milli þeirra. — Mundu það að reipið á alltaf að vera strítt á milli okkar, sagði hann hvetjandi. - Það er hin gullna regla fyrir fjallgöngu- menn. Þeim miðaði hægt. í hverju spori reyndi Valio fyrir sér með öxinni hvort þar væru sprungur fyrir. Hann fór gætilega því að þau gengu meðfram breiðri jökulgjá og alltaf gat verið hætta á að hlaup kæmi í snjóinn. Þau hefðu ekki þurft að fara þessa leið en þetta var skemmsta leið til kofans og munaði nokkrum hundruðum metra. Þau komu að fyrstu snjóbrúnni, mjórri, bugðóttri brú sem lá yfir djúpa sprungu um 7 metra breiða. Á henni voru gömul för eftir skíði. — Hver sem fer yfir svona snjóbrú, sagði Valio, skilur hana eftir dálítið hrörlegri fyrir þá sem síðar koma. Mundu það. Hann fór hægt yfir brúna. Þegar hann var kominn yflr hjó hann exinni niður og vafði reipinu um hana. Þá gaf hann henni bend- ingu. Hún fór yfir brúna en ekki geðjaðist henni að hinum vatnsbláu ísröndum báðum megin við skíðin. Það sást ekki niður í botn á djúpinu. — Hvað eru brýrnar margar? spurði hún og það fór hrollur um hana. — Tvær enn. Það er engin hætta þegar snjórinn er svona fastur eins og hérna. Þau héldu áfram leiðar sinnar. Næsta sprunga var fúll af góðum föstum snjó sem þau komust yfir heilu og höldnu. Síðan lá stutt, brött brekka upp að síðustu snjó- brúnni. Hún virtist vera miklu auðveldari en hin fyrsta. Hún var breiðari og styttri. Valio fór fljótt yfir hana. Aftur hjó hann exinni niður og fór að stríkka reipið. En Christine var svo óþolinmóð að komast yfir að hún gleymdi leiðbeiningum hans. Hún tók að færa sig nær Valio en hann stóð bog- inn yfir exinni og snéri við henni bakinu. Það slaknaði stöðugt á reipinu. Þegar hún var kornin hálfa leið yfir brúna heyrði hún brest sem var eins og smá- sprenging. Hún leit niður og sá sprungu í brúnni rétt hjá skíðinu sínu. Sprungan breikkaði. Snjórinn undir hægra skíðinu losnaði — hún vissi að hún myndi hrapa. Reipið liðaðist eins og slanga á snjó- brúnni. Hraðar og hraðar og stríkkaði með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.