Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 33

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 33
Gregory Valio var efnaður og stúlkurnar eltu hann á röndum. snöggum kipp. Valio kastaði sér niður rétt við barminn á djúpinu og greip um reipið með báðum höndum. í sprungunni fyrir neðan kom hann aðeins auga á hina há- rauðu húfu stúlkunnar. Valio vissi að hún hékk þarna í lausu lofti. Reipið hafði til allr- ar hamingju haldið. En enginn gat vitað hvað dýpið var mikið fyrir neðan hana. Hann hrópaði örvinglaður: — Ertu meidd? Hún kallaði aftur: — Nei... getur þú ekki... dregið mig upp. Hann reyndi að toga í reipið en það var fast. Svo kallaði hann: - Vertu róleg. Reyndu að losa þig við skíðin og bakpokann - þá verðurðu léttari. Reipið fluttist dálítið úr stað. Þá heyrði hann að hún kallaði: - Ég get það ekki. Reipið skarst inn í hann. Á enni hans voru svitadropar þó að hitinn væri margar gráður undir frostmarki. Alltaf sá hann á rauðu húfúna. — Geturðu ekki dregið mig upp? kallaði hún aftur. Hann tók eftir því að rödd hennar var óvenjulega róleg. í sama bili heyrði hann brest rétt fvrir aftan sig. Hann vissi um leið að öxin hafði látið undan. Hann greip fastar um reipið en var nú far- inn að renna í áttina til djúpsins. Reipið meiddi hann svo það var hreinasta kvöl. Hann æpti: — Ég renn - ég renn ...! Svarið kom um hæl úr djúpinu, langt frá en greinilega: - Skerðu á reipið! Það er eng- in þörf á því að við bæði...! Hann var með hníf í vasanum. Eitt andar- tak — og Valio skar á reipið. En á fjallabrautinni skildi Leutner stund- arkorn við dr. Mason og fór inn í Kulms veitingahúsið. Hann kom aftur með þyngri og stærri bakpoka sem í var kaðall og exi. — Við þurfúm ef til vill að nota þetta, sagði hann. Á leiðinni í gegnum furuskóginn borðuðu þeir nestið sitt. Klukkan var orðin tvö þegar þeir komu upp á jökulinn. — Þeim hefúr seinkað mikið, sagði Leutner. — Ég skil þetta ekki. Það getur ekki verið tveggja tíma ferð yfir jökulinn. — Þau hafa gleymt að draga upp fánann, sagði dr. Mason. — Þau sitja líklega inni og borða morgunverð. Leutner hristi höfuðið. — Hann er þaul- vanur fjallgöngumaður og hann veit að fán- inn er dreginn upp til að sýna að fólk sé í kofanum. Þér skuluð bíða hér, herra læknir. Ég skal draga upp fánann þegar ég er búinn að finna þau. Dr. Mason beið þarna við jökulinn og renndi sér fram og aftur á skíðunum. Hann tók eftir því að óveður var í aðsigi. Skömmu síðar heyrði hann hróp í fjarska. Hann stansaði og beið án þess að hreyfa sig. Síðan heyrði hann veikan hvin í skíðum. Allt í einu kom hann auga á mann sem dró eitthvað á eftir sér. Það var Leutner sem dró skíði á eftir sér og á þeim sat manneskja í hnipri svo að rauða húfan nam við hnén. Þegar Leutner kom til dr. Mason leysti hann Christine Ellison og hún féll í snjóinn. Dr. Mason tók upp koníaksflösku og kraup við hliðina á henni. Hann þrýsti flöskustútn- um á milli vara hennar og nuddaði hendur hennar. Dr. Mason leit upp. - Hún er ekki brotin, sagði hann. — Það er bara þreyta, mjög alvar- leg þreyta. Hvað hefur komið fý'rir. — Ég fann hana í þriðju sprungunni, sagði Leutner. — Snjóbrúin hefur látið undan og hún hefúr dottið flmm metra niður á syll- una hægra megin. Ég þekki þessa brú. Við höfúm verið hræddir við hana því að við vissum um sylluna hægra niegin. Það er ekki hægt að sjá það að ofan, sprungan er of mjó og of dimm. Hann þagnaði og augu hans skutu gneist- um. — En, herra læknir, hélt hann áfram og rödd hans titraði. — Maðurinn var ekki lijá henni þegar ég fann hana og reipið — það var skorið á reipið með hníf! Skorið á það með hníf, segi ég! Og ég sá ný skíðaför sem lágu til Bergil-kofans. Það var komið myrkur þegar þau komu í Kulm-veitingahúsið efst á fjallabrautinni. Dr. Mason fór með Christine upp, gafhenni styrkjandi drykk og háttaði hana. Hún mælti varla orð en starði á hann. Einu sinni sagði hún „Gregory" og grét dálítið. En undir eins og hún var háttuð, sofnaði hún vært. Dr. Mason var hjá henni og vakti. Síðar stakk Leutner höfðinu inn um gættina og horfði spyrjandi á dr. Mason sem kinkaði kolli og brosti dauft en róandi. Klukkan var rúmlega átta þegar dr. Mason fór niður í litlu veitingastofúna í Kulm-veit- ingahúsinu. Leutner sat þar við víndrykkju og var í ákafri samræðu við gestgjafann. Þeir litu báðir upp þegar dr. Mason kom inn. Gestgjafmn ávarpaði hann: - Hr. læknir, nokkrir skógarhöggsmenn hafa fundið ein- hvern skíðamann hinum megin við Bergil- kofann. Þeir eru á Ieiðinni með hann hingað á sleða. Hann er stórslasaður og við höfúm engan lækni. Má ég reiða mig á aðstoð yðar? Dr. Mason strauk hendinni þreytulega yfir ennið. - Þetta hefur verið erfiður dagur, sagði hann, — en auðvitað megið þér reiða yður á mig. Leutner rauk upp. - Þér getið ekki komið með þetta svín hingað! hrópaði hann. - Dr. Mason snertir ekki á honum. Ef þið komið með hann spörkum við honum út. Dr. Mason varð skyndilega ljóst hver þetta mundi vera. Gestgjafinn tók ekkert tillit til Leutners og hélt áfram: — En hann er fótbrotinn á báðum fótum og ef til vill er hauskúpan brotin líka. Maðurinn sem kom með fregn- ina sagði að hann mundi aldrei stíga á skíði framar. Leutner sló í borðið: — Læknirinn snertir ekki á honum. Dr. Mason sagði rólega: — Þér sögðuð mér um daginn, Leutner, að hér í fiöllunum yrð- uð þið að gæta sóma ykkar. í stöðu minni verð ég líka að gæta sóma míns. Hann snéri sér að gestgjafanum. — Ég skal annast manninn, sagði hann. — En látið þér mig strax fá símskeytaeyðublað. Ég verð að senda áríðandi skeyti til kunningja míns sem kemur til Le Havre á morgun. Og færiö mér svo glas af heitu vínu. Mjög heitu en ekki of sterku. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.