Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 13

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 13
nestis- eða veitingaaðstöðu en það lagast bráðum þegar nýi skálinn verður tilbúinn. Stjórn- armenn og aðrir vinna mjög óeigingjarnt starf í sjálfboða- vinnu við byggingu hans og taka sér jafnvel frí úr vinnunni til að geta lagt sitt af mörkum. Án þess konar fórnfýsi gætu svona íþróttafélög varla þrifist og geysilega mikið veltur á þessari vinnu á bakvið tjöldin." og Ieiðinlegar, en maður Iætur sig hafa það til að ná árangri." Berglind: „Maður er enginn letingi. Ekki nennum við bara að liggja með lappirnar upp í loft þó að veðrið sé vont. Maður verður að leggja eitthvað á sig til að ná árangri." — Hvernig fer skíðaiðkunin saman við skólann? „Það getur verið erfltt fyrir okkur að ná rútunni þar sem við erum í skólanum eftir hádegi og erum ekki búin fyrr en klukkan flmm. En ef við flýtum okkur heim að skipta um föt náum við rútunni." — Haldið þið að áhuginn eigi eftir að endast? ,Alveg örugglega. Ætli við eigum ekki eftir að taka skíðin fram yflr djammið. Það þýðir ekkert annað ef maður ætlar að komast í ffemstu röð og það ætl- um við okkur. Draumurinn er að sigra á landsmóti." „Læt ekki stríða mér“ Nú kom fremur lágvaxinn garpur á fullri ferð niður braut- ina með miklum tilþrifúm og nam staðar rétt við nefið á blaðamanninum. Sá stutti var að sjálfsögðu tekinn tali hið snar- asta. Garpurinn heitir Ragnar og er tíu ára. — Hefúr þú unnið til ein- hverra verðlauna á skíðum? „Ég varð í þriðja sæti á And- résar Andar leikunum í fýrra og ætla að reyna að bæta mig í vetur. Ég er búinn að æfa frá því ég var átta ára og stefni að Reykjavíkurmeistaratitli í ár. - Hvenær er fyrsta mótið í ár? fámennt var á þessari æfingu „Það er auðvitað rétt en mað- ur horfir ekki í þann tíma. Það er mjög gefandi að starfa svona með krökkum og maður yngist allur upp við þetta. Svo er líka gaman að sjá framfarirnar sem þeir taka og vita að maður á sjálfur einhvern þátt í þeim.“ Engar raðir — Nú eruð þið svolítið út af fyrir ykkur hérna í Eldborgar- gili, en fyllist ekki allt hér af fólki um helgar? „Nei, það er svo furðulegt að þó það séu hálftíma biðraðir við lyfturnar hérna í næsta gili þá er yfirleitt hægt að renna sér beint í lyftuna hjá okkur. Það er enn furðulegra vegna þess að mér finnst þetta ein alskemmtileg- asta brekkan á Bláfjallasvæðinu. Ástæðan getur meðal annars legið í því að við höfum ekki getað boðið upp á almennilega Vígreifir þjálfarar: Gummi, Doddi og Elli. Fjórði þjálfarinn er bara um helgar þegar minnstu krakkarnir eru á æfingum. Þetta er ekki jafn dýrt og það var áður vegna þess að krakkar sem æfa fá sérstakan lyftupassa sem gildir allan veturinn og hann kostar 2200 krónur. Æf- ingagjaldið er svo 6000 krónur og fýrir það geta krakkarnir gengið inn hjá þjálfara og æft eins og þá lystir. Þegar tillit er tekið til hversu mikið þessir krakkar eru á skíðum finnst mér þetta ekki mikill peningur." Allur tíminn í skíðin Fer mikill tími í þetta hjá krökkunum? „Það er óhætt að segja það. Átta ára og yngri eru tvisvar í viku á æfingum, níu til tólf ára krakkarnir eru þrisvar í viku með þjálfara og einu sinni frjálst og þrettán til sextán ára krakk- arnir æfa fjórum sinnum í viku. Þeir áhugasömustu leggja mikið á sig og allur ffítíminn fer í skíðaiðkun. Dagurinn hjá þeim er ekkert annað en skólinn og skíðin. Oft er það kapphlaup hjá þeim að ná heim úr skólanum, taka sig til og komast í rútuna á réttum tíma. Við í Fram erum með sérrútu fyrir okkur sem Jón Björnsson, einn stjórnarmanna, keyrir og eftir að hafa keyrt hring um þau hverfi sem krakkarnir búa í er lagt af stað úr Árbænum klukkan sex. Við hættum svo æfingum klukkan hálftíu og erum komin niður í Árbæ aftur um tíuleytið. Síðustu krakkarnir eru svo komnir heim að nálgast ellefu. Það gefur augaleið að krökkun- um gefst ekki mikill tími til ann- ars en að stunda skíðin á meðan þau eru í þessu því helgarnar fara líka í þetta hjá þeim. — Það hlýtur að vera sami tími sem fer í þetta hjá ykkur þjálfurunum. „Maður er enginn letingi“ Næstu viðmælendur Vikunn- ar voru þau Runólfur og Berg- lind en þau eru bæði ellefu ára og eru í sama bekk í Öldusels- skóla. Bæði unnu þau það afrek á síðasta vetri að verða Reykja- víkurmeistarar í sínum aldurs- flokki. Og þau voru svo sam- rýmd í svörum sínum að þau verða látin fljóta með hér saman. — Stundið þið einhverjar aðr- ar íþróttir en skíðin? Runólfúr: „Ég æfi líka fótbolta á sumrin. Að sjálfsögðu með Fram, annað kemur ekki til greina. Á veturna hefúr maður ekki tíma til annars." Berglind: „Nei, ég stunda ekki neinar aðrar íþróttir, maður hef- ur ekki tíma til annars á meðan maður er á skíðunum. — Hvað eruð þið búin að æfa lengi? Einum rómi: „í fjögur ár.“ — Verðið þið ekki stundum Ieið á þessu? „Ekki þegar veðrið er gott eins og núna, þá er gaman á æfingum. En þegar veðrið er vont eru æfingarnar bara erfiðar Hverjlr eru bestir? Fram! Þjálfararnir með hluta hópsins. Óvenju vegna kulda. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.