Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 44

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 44
Grænfriðungar skora nú á Breta að kaupa ekki íslenskan fisk og reyna þar með að reka fleyg á milli vinaþjóða. Það ilggur við að manni fatist flugið við þær fréttir að enskir grænfriðungar hafi sett upp skilti á áberandi stöðum þar sem skorað er á Breta að kaupa ekki fisk né aðrar vörur af íslendingum. Þeir kalla íslendinga slátrara vegna þess að þeir veiða hvaíi í vísindaskyni og vilja þar með sanna að stofnar hvala þoli takmarkaðar veið- ar. Og þessir grænfiriðungar eru fiiíltrúar þjóðar sem á sér heldur blóðuga sögu í fortíðinni. Þetta fólk er búið að gleyma því að íslenskir sjómenn týndu margir lífi i seinni heimsstyrj- öldinni þegar verið var að flytja fisk í stórum stíl á milli landa. Við getum sagt að þetta hafi ver- ið í miðri sláturtíðinni hjá Bretum. Flestir vinnufærir menn á Bretlandi voru þá upp- teknir við að varðveita friðinn gegn offíki Hitlers. Þá sárvant- aði Breta fiskinn til viðurværis þar sem þeir gátu illa haldið úti fiskveiðum sjálfir. Við verðum að trúa að skynsemi almennings á Englandi muni ráða gegn þess- um áróðri misviturra manna Hættum að kaupa off Englendingum sem hafinn er gegn íslending- um. Áróður grænfriðunga er ill- vígur rógur og af því tagi að það er ekki hægt annað en kalla þann áróður hryðju- verk. Almenningsálitið á íslandi hlýtur að snúast gegn Bretum svipað og í landhelgisdeilunum forðum en það tók mörg ár að samskipti þjóðanna kæmust í jafhvægi á ný. Enda er það lær- dómsríkt ef Englendingar ætla að hefja kúgunaraðgerðir á sama hátt og Bandaríkjamenn hóta okkur. Það hlýtur að vera komið að því að íslendingar endur- skoði afstöðu sína gagnvart svokölluðum „vinaþjóðum". Það er veikleiki lýðræðisins að öfgahópar og hryðjuverka- menn skuli geta vaðið uppi og unnið ómæld spellvirki jafnvel rekið fleyg á milli vinaþjóða. Við þekkjum flest kjafts- högga-friðinn. Mörg dæmi eru um það þegar kastast í kekki á milli vina og sá ölvaði, stóri og sterki gefur þeim litla og veik- burða á hann um leið og hann segir: — Og vertu svo góður og til ffiðs. Þú gerir bara það sem ég segi þér, elsku vinur. En kjaftshöggaffiðurinn á illa við í samskiptum þjóða því virða þarf sjálfsákvörðunarrétt og lífshagsmuni vinveittra þjóða jafnvel þó önnur séu minni máttar. Uppivöðslumenn mega ekki ná þeim árangri að helst líti út fýrir að þeir séu raunveruleg- ir fúlltrúar þjóðanna. Þá er ffiðnum hætt. Ef grænfriðungar á Englandi vildu vera sjálfum sér sam- kvæmir þá ættu þeir að líta sér nær. Á norðanverðu Skotlandi er verið að byggja og stækka stóriðju til endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi og öðrum geislavirkum efnum frá iðnaði. Flestir eru sammála um að þessi „iðnaður" geti orðið öllu líffíki Norður-Atlantshafs stórhættu- legur, jafnvel hvölunum líka. Það þyrfti að koma í veg fýrir að þessi iðja yrði að veruleika. Þarna er raunverulegur ffiðun- arvettvangur á heimavelli sem er vafalaust mjög brýnn ef ekki á illa að fara. Það má ekki henda að „iðnaðar-slys“ drepi eða sýki allar lífverur hafsins. Þá þarf ekki að deila um hvalina og ekki fiskinn heldur. En hvað geta íslendingar gert? Auðvitað þarf að gera miklu stærra átak til að mæta þeim áróðri sem gegn okkur er beitt. Auka þarf fræðslu og kynningu á starfsemi okkar og vísindastarfi á meðal erlendra þjóða. Og svo verður al- menningur að hafa það sterk- lega í huga ef sú staða kemur upp að fiskmarkaðir okkar bíði hnekki að enskar vörur verði sniðgengnar af öllum almenn- ingi á íslandi. Sú þróun hefur enda orðið að viðskiptin eru orðin fjölþættari og hafa beinst til fleiri þjóða. Til dæmis er fiskútflutningur til Jap- an að aukast hröðum skrefum og hafa má í huga að á þeim slóðum eru nánast allar jsarfir okkar á boðstólum þó viðskipti verði seinvirkari vegna fjarlægð- ar. Um verð og gæði efast enginn. Það er oft erfitt að vera bara lítill páfi í stórum og illum heimi og geta lítið að gert annað en þykja nóg um. En að minnsta kosti ætla ég að panta mitt viðurværi frájapan. Sóblómaffæ þaðan eru bæði ódýr og góð og svo afþanta ég enska fúglakom- ið sem er í pöntun. Ég er bara svo hneykslaður. Páfi. 44 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.