Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 24

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 24
Boy George með æstum aðdáanda. DauS goðsögn? Boy Ceorge berst við eiturlyfin „Frekar vildi ég vera dauð goðsögn en lifandi mað- ur sem enginn hefur heyrt um,“ sagði Boy George fyrir nokkrum árum. Ætli hann hafi sjálfan grunað hve nálægt því hann yrði að uppfylla þessa ósk sína aðeins tveimur árum seinna? Boy George, eða George O’Dowd eins og hann heitir í raun, er fullur iðrunar eftir að hafa eyðilagt líf sitt og fjölskyldu sinnar með eiturlyfjaneyslu. Eins og svo margar poppstjörn- ur þoldi hann ekki velgengnina og leiddist út í heróínneyslu sem endaði með því að yngri bróðir hans opinberaði síðast- liðið vor að George hefði verið háður heróíninu í tvö ár og væri nær dauða en lífi af völdum þess. Þessi frétt var fjölmörgum aðdáendum hans mikið reiðar- slag, kom almennt mjög á óvart vegna þess að George hafði allt- af stært sig af því að þurfa ekki að leita á náðir eiturlyfja. Ekki er eigin lyfjaneysla þó eina áhyggjuefni söngvarans heldur dó vinur hans, Michael Rudetski, úr ofskammti á heim- 24 VIKAN ili George og hafa foreldrar hans ákært George fyrir að vera vald- ur að dauða sonar þeirra. Að vísu var George sýknaður af kærunni en tekur þetta mjög nærri sér. Fleiri af vinum George hafa átt í vandræðum vegna eiturlyfjaneyslu og hefur m.a. meint viðhald hans, klæða- skiptirinn Marilyn, verið hand- tekinn fyrir heróínneyslu. Ekkert finnst George þó eins sárt og það sem hann hefur gert fjölskyldu sinni og þá sérstak- lega móður sinni. „Mamma vildi aldrei segja neitt fyrr en einn dag þegar hún brotnaði niður og fór að gráta fyrir framan mig. Þá loksins áttaði ég mig á því hvað ég var að gera henni. Ég elska mömmu og þess vegna hætti ég.“ „Þessi tvö ár, frá því ég próf- Stórhugur í SplHt mönnum Þeir félagarnir í Splitt, en að sögn Bobby Harrison Bobby Harrison og Tony Sandy, eru ekki aldeilis af baki dottnir þrátt fyrir að hafa farið illa út úr Cock Robin tónleikunum fjár- hagslega. Margar ástæður liggja að baki tapsins á þeim aði heróín í fyrsta sinn í París og þar til ég fór í meðferð, voru eins og helvíti. Það var eins og önnur persóna væri inni í mér, öskrandi á heróín og frekjan í henni var svo óstöðvandi að ég réði ekki við neitt. Neyslan fór sívaxandi og heilsunni hrakaði að sama skapi." Meðferðinni lýsir George sem hreinni martröð og segir meðal annars: „Ég var látinn í meðferð þar sem ekki eru notuð nein lyf til að ná sjúklingnum niður. Maður fer á „cold tur- key“, það er þú skelfur og'færð óstöðvandi krampaflog. Ég þjáð- voru þaer helstu, óhagstæð tímasetning (á sunnudags- eftirmiðdegi í lok mánaðar), staðarvalið en Reiðhöllin var ekki hentug fyrir tónleika eins og þessa þó hún hafi verið tilvalin fýrir Meat Loaf tónleikana. í þriðja lagi vildi Bobby nefna að mikið af krökkum voru í prófum. Þó sagði hann að Cock Robin tónleikarnir hefðu tónlistarlega séð verið þeir bestu hérlendis á síðasta ári og er ekki fjarri að undirritaður taki undir það. Ekki er neitt uppgjafarhljóð í þeim félögum og þeir eru með miklar áætlanir á prjónunum. Þegar Vikan spjallaði við ist virkilega um tíma en ég held að þetta sé eina leiðin. Ef maður fer að taka einhver önnur lyf til að ná sér niður verður maður bara háður þeim. í dag er ég feg- inn að hafa farið þessa leið þó hún hafi verið sársaukafúll á meðan á henni stóð. Blöðin í Bretlandi hafa verið iðin við að úthúða George í kjölfar falls hans og voru snögg að greina frá því þegar hann sást í skemmtanalífi Lundúnaborgar á ný. Um þetta segir George: „Ég verð að lifa. Ég lifði ekki þessar raunir af til þess eins að loka mig inni í eymd og volæði. Héð- an í frá hlýtur ailt að liggja upp á við og ég ætla að sigrast á þess- um erfiðleikum og ná mér á strik á ný. Ég vona að ég verði einn dag orðinn það staðfastur að ég geti setið í herbergi með fólki sem neytir heróíns án þess að fá mér sjálfúr. Þegar ég næ því verð ég sáttur við sjálfan mig.“ Hvort þessi framtíðaráform Boy George rætast getur tíminn einn leitt í ljós. Hvernig sem fer er víst að George á eftir að heilla fólk jafnt sem hneyksla eins og hann hefúr gert hingað til því enginn getur mótmælt því að hann hefur mikla hæfi- leika, bæði á tónlistarsviðinu og til að koma sér á framfæri. AE tók saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.