Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 25

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 25
Bobby Harrison og Meat Loaf þegar sá síðamefiidi kom til landsins í fyrrahaust. Bobby Harrison hafði hann þetta að segja um tónleika í framtíðinni: „Síðasta ár var mik- ill Iærdóms- og reynslutími fyrir okkur í Splitt. Nú heflir okkur hinsvegar tekist að sanna það að við getum haldið góða tónleika hér og allir sem komu hingað á okkar vegum á síðasta ári voru mjög ánægðir. Segja má að við séum búnir að sanna okkur og þá getum við farið að reyna við stóru nöfnin í bransanum. Við stefnum að því að fá hing- að til landsins að minnsta kosti eina stóra stjörnu á ári. Þá er ég að tala um nöfn eins og U2, Elton John eða eitthvað af svip- aðri stærð. Það er ekkert komið á hreint ennþá í þeim efhum en ég get sagt að við erum í sam- bandi við bæði Billy Idol og Billy Joel. Annars er þetta geysi- legt hark og erfitt að komast í beint samband við stjörnurnar." Boy George hingað I vor „Annars var ég að koma ffá London þar sem ég átti í viðræð- um við umboðsmenn nokkurra þekktra tónlistarmanna, þar á meðal umboðsmann Boy George og Cure. Allt útlit er fyr- ir að Boy George komi og haldi tónleika hér á landi í vor. Við erum líka að kanna möguleikana á því að fá Cure hingað. Þá getur verið að við fáum hingað hljóm- sveitina The Screaming Blue Messiahs, en hún er geysilega athyglisverð og yrði mikill feng- ur í henni fyrir tónlistaráhuga- fólk hér á landi.“ (Þess má geta að í viðtali við David Bowie í tímaritinu Musician sem birtist í ágúst á síðasta ári segir hann að öskrandi bláu Messíasarnir séu í miklu uppáhaldi hjá sér. Orðrétt segir hann: Þeir eru besta enska hljómsveitin sem ég hef heyrt í lengi). — Nú ert þú að hugsa um að færa út kvíarnar, ekki satt? ,Jú, ég er að líta á möguleik- ana á því að fá hingað fjölbreytt- ari listamenn en bara popptón- listarmenn. Nú standa yfir samn- ingaumræður við The Red Army Ensemble sem er 125 manna hópur. Ef úr yrði myndi það vera fjölskylduskemmtun í hæsta gæðaflokki með hefð- bundnum rússneskum söng og dansi. Þá er einnig á döfinni að koma á knattspyrnuleik, ef til vill góðgerðarleik með ýmsum þekktum þátttakendum. Þegar eru tveir leikarar í þáttunum Austurbæingum sem verið er að sýna í sjónvarpinu búnir að lýsa sig reiðubúna til að taka þátt í þeim. — Hvernig er svo með þinn eigin tónlistarferil? „Ég gaf út plötu fýrir jólin sem var ágætlega tekið og ég var sjálfur mjög ánægður með hana. Þessa stundina er verið að at- huga möguleika á dreifingu á henni í Bretlandi, Bandaríkjun- um og Þýskalandi. Mér fannst takast ágætlega með það sem ég var að reyna á henni, það er að spila gamalt gott rokk. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem aðstoðuðu við gerð plöt- unnar og eins þeim sem unnu með okkur að hljómleikahald- inu í fýrra kærlega fýrir sam- starfið." —AE. MANAKLUBBURINN perla íslensks skemmtanalífs Hljómsveit Mánaklúbbsins er skipuð þaulreyndum tónlistarmönnum og leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöldum Sjáumst MÁNAKLÚBBURINN ER OPINN: Fimmtudagskvöld kl. 18.00 - 1.00 Laugardagskvöld kl. 18.00 - 3.00 Föstudagskvöld kl. 18.00 - 3.00 Sunnudagskvöld kl. 18.00 - 3.00 í ,n la carle" salnum er boðið upp á glæsilegan sérrétta matseðil, góða bjónustu og þægilegt umhverfi. Borðapcmtanir daglega í simum 29098 og 23335 Brautarholti 20, símar 29098 og 23335. Gengið inn frá horni Brautarholts og Nóatúns. VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.