Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 26

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 26
Ragnar Lár RAUPAÐ OG Markan og mark'ann Undirritaður vann á sínum tíma á steinsmíðaverkstæði Magnúsar G. Guðnasonar að Grettisgötu 29 í Reykjavík. Á verkstæðið komu margir þekkt- ir borgarar, litu inn til að spjalla um daginn og veginn, sýna sig og sjá aðra. Eitt sinn kom söngvarinn Einar Markan inn á verkstæðið, ögn við skál og gustmikill. Einar stikar að undir- rituðum og segir með nokkru yfirlæti: „Ég heiti Einar Markan." Undirritaður ætlaði alls ekki að móðga söngvarann en í ung- æðishætti varð honum á að svara: ,Já, komdu sæll, ég heiti Ragnar ekkert að markann". Einar snerist á hæli og struns- aði út en sem betur fer erfði hann þetta ekki og kom stuttu seinna í heimsókn. Skóparið góia Ársæll heitinn Magnússon steinsmiður var forstjóri fyrir- tækisins á Grettisgötu. Þar vann einnig bróðir hans, Knútur R. Magnússon en hann er stein- smiður að mennt auk þess sem hann er tónlistar- og leiklistar- menntaður. Knútur vinnur nú hjá Ríkisútvarpinu einsog flestir vita. Um árabil vann Jóhann Páls- son á verkstæðinu en Jóhann er myndlistarmenntaður og nam m.a. auglýsingateiknun í Kan- ada. Þegar eftirfarandi ffásögn átti sér stað var Knútur að æfa leikrit en vann auk þess á verk- stæðinu. Handan götunnar hafði Þórarinn Magnússon skósmiður vinnustofu sína. Eitt sinn þurfti Knútur að mæta á æfingu að morgni til. Hafði hann kvöldið áður skilið eftir venjulegt skó- par á vinnuborði Jóhanns og skrifað miða þar sem hann bað Jóhann að skjótast með skóna yfir til Þórarins og lagfæra þá smávegis. Þurfti hanft að nota skóna á æfingunni. En Ársæll varð fyrri til að sjá miðann og breytti skilaboðunum. Þegar Jóhann kom til vinnu rak hann augun í skóparið og miðann og hljóp óðar yfir til Þórarins sem gerði það við skóna sem boðið var á miðan- um. Laust fyrir kl. 10 kemur Knút- ur í hendingskasti til að sækja skóna. Lesandinn getur gert sér í hugarlund hvernig upplitið var á Knúti þegar hann sá skóna. Undir hvorn þeirra hafði Þórar- inn neglt átta fótboltatappa. Símagabb Á sínum tíma voru þeir Knút- ur Magnússon og Ragnar Björnsson organisti samtímis við tónlistarnám í Vínarborg. Þeir hafa þekkst lengi og eru ágætir kunningjar. Vinnuborð Knúts á verkstæðinu á Grettis- götu 29 var við götugluggann og sá hann því úr sæti sínu þvert yfir götuna til Þórarins skó- smiðs. Nú bregður svo við eitt sinn að Knútur sér hvar Ragnar kem- ur gangandi handan götunnar og bregður sér inn til skósmiðs- ins. Knútur er ekki seinn á sér, RISSAÐ / grípur símann og hringir yfirum til Þórarins. Þórarinn svarar símanum þegar hann hringir og segir halló. Þá segir Knútur: ,Já, góðan daginn, ekki vænti ég að hann Ragnar Björnsson sé staddur þarna?“ Jú, einmitt," svarar Þórarinn, „augnablik" Síðan réttir hann Ragnari tólið og segir að síminn sé til hans. Ragnar tekur við símanum og hallóar. Þá segir Knútur: ,Já, sæll vertu Þórarinn". Það kemur á Ragnar en hann réttir þó Þór- arni tólið nokkuð undrandi á svipinn. Þórarinn tekur við tól- inu og lítur tortryggnum augum á organistann. Þegar Þórarinn hefur lagt tólið að eyranu segir Knútur: ,Jæja, hvað segirðu gott, Ragnar?" Nú líst Þórarni greinilega ekk- ert á blikuna en hann réttir þó Ragnari tólið enn einu sinni. Ragnar er ekki síður skrítinn á svipinn en tekur við tólinu og leggur að eyranu. En nú getur Knútur ekki á sér setið lengur og skellir upp úr. Leiknum er Iokið og upp hefur komist um prakkarann. Að lok- um hlæja þeir allir og við hinir einnig á verkstæðinu sem höf- um orðið vitni að skemmtileg- um leik og kveðjur eru sendar milli glugga á Grettisgötunni. Trompetleikarinn sem... Einn af þeim sem unnu á verkstæðinu um tíma var Jón Ólafsson, listmálari og verka- maður. Jón Ólafsson hafði eitt sinn leikið á trompet í Lúðra- sveit verkalýðsins en hætt því. Einhver sagði að hann hefði snúið hljóðfærið í sundur þegar hann náði ekki einum af háu tónunum en það er ekki selt dýrara en það er keypt. Þegar Ársæll heitinn frétti að Jón hefði Ieikið í lúðrasveitinni spurði hann Jón hvernig stæði á því að hann hefði hætt. Þá svaraði Jón með hægð: „Það verður einhver að hlusta". Er Benedikt við Annað símagabb varð til um svipað leyti á Grettisgötunni. Þar átti undirritaður hlut að máli. Enn var það Þórarinn heitinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.