Vikan


Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 9

Vikan - 18.02.1988, Blaðsíða 9
Forsætisráðherra: ..................................................................................................... Fyrir nokkrum árum bættist hollensk kafbátaleitarflugvél í flugflota vamarliðsins samkvæmt sér- stökum samningi ríkisstjórna íslands og Hollands. Mikill fjöldi slikra véla frá nokkrum Natóríkjum tóku þátt í umfangsmikilli æfingu frá Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Myndin sem var tekin við það tækifæri sýnir tvær hollenskar Orion F-3 kafbátaleitarvélar í biðstöðu á vellinum. Herstyrkur Sovét- manna er gríðarlegur Þegar árásin er gerð á ísland í bókinni er NATO að gera klárt fyrir stríð og herstöðin í Kefla- vík í viðbragðsstöðu og lokuð fyrir allri almennri flugumferð vegna mikilla loftflutninga Bandaríkjamanna á hergögnum til Evrópu. Sovétmenn hafa stundað miklar æfingar herflugvéla frá sex flugvöllum á Kólaskaga um nokkurra vikna skeið en stjórn- málamenn vonuðust enn eftir því að spennan myndi slakna við samningaborðin. Öflugur varnarveggur NATO í Norður- höfum sem McVadon aðmíráll vonast til að verði til staðar ef slíkt ástand skapast í raunveru- leikanum hafi ekki verið settur upp. Loftárás Sovétmanna á Kefla- víkurvöll var mjög öflug. Hún var framkvæmd með miklum fjölda sprengjuflugvéla sem skutu um 100 fjarstýrðum flug- skeytum á herstöðina með fyrr- greindum árangri. „Sovétmenn hafa á að skipa gríðarlegum hefðbundnum her- styrk en það sem við þurfum að hafa daglegar áhyggjur af hér í Keflavik eru splunkunýjar og mjög öflugar flugvélar sem ógna íslandi og Bandaríkjunum einn- ig ef þær ná að komast í gegnum varnarsvæðið hér. Eins og fyrr segir, gerir höf- undur Red Storm Rising ráð fyr- ir því að íslensk stjórnvöld verði hikandi í afstöðu sinni þegar NATO fer fram á að auka her- styrkinn á íslandi þar sem ís- lenska ríkisstjórnin vill greini- lega sýna sjálfstæða afstöðu gagnvart Bandaríkjamönnum og neitar að trúa því fyrirvaralaust að ástandið sé jafh alvarlegt og raun ber vitni. Rithöfundurinn hefur að öllum líkindum fengið þessa hugmynd eftir samtöl við bandaríska embættismenn í Washington eða herfræðinga kunnuga íslenskum stjórnmála- aðstæðum. Heimildir Vikunnar herma að í Pentagon hafi menn nokkrar áhyggjur af því að ís- lensk stjórnvöld muni kannski ekki bregðast nógu skjótt við ef hættuástand skapast og hafa nienn þá í huga óstöðugt stjórn- málaástand á íslandi. Hugsan- lega gæti verið við völd ríkis- stjórn þar sem andstæðingar NATO ættu aðild að. Bandaríkja- menn fullyrða hins vegar að þeir muni ekki virða ákvarðana- rétt íslenskrar ríkisstjórnar að vettugi í þessu sambandi þótt treglega muni ganga að sann- færa íslendinga um nauðsyn aukinnar hervæðingar. Margir draga þó í efa að Bandaríkja- menn létu tefja sig við að efla varnir sínar á íslandi, ef þeir teldu slíkt nauðsynlegt, en slíkt eru getgátur sem engan veginn er hægt að sannreyna nema á reyni. McVadon aðmíráll er einn þeirra aðila sem verða að meta hversu alvarlegt hættuástand er hverju sinni og hvenær þörf er á auknum liðsstyrk til fslands. Pólitískar ákvarðanir „Hvort auka eigi liðstyrk varnarliðsins á íslandi er algjör- lega háð pólitískum ákvörðun- um hverju sinni. Þetta er ekki ákvörðun sem tekin yrði af yfir- manni varnarliðsins á íslandi. Okkar hlutverk yrði væntanlega að veita ráðleggingar til bæði NATO og Bandaríkjastjórnar og til íslenskra stjórnvalda ef óskað yrði. Atburðarásin yrði slík, að NATO hefði samráð um hvaða aðgerða yrði gripið til. Ég reikna líka með að sú staða gæti komið upp að Bandaríkin og ísland hefðu með sér beint samráð um þetta atriði óháð NATO. Það yrði vafalaust ríkisstjórn Bandaríkjanna sem hefði frum- kvæði að samráði við NATO og jafnffamt forsætisráðherra fs- lands og utanríkisráðherrann um að auka herstyrkinn á fs- landi. Ríkisstjórn fslands myndi síðan væntanlega hafa samráð við Alþingi fslands og svo fram- vegis. Nú gæti sú staða einnig kom- ið upp, sem mér finnst sjálfúm alls ekki ótrúlegt að forsætisráð- herra íslands hefði samband viö forseta Bandaríkjanna af fyrra bragði og færi fram á aukinn varnarmátt landsins því það er engan veginn útilokað að fs- lendingum sjálfúm fyndist öryggi sínu ógnað og gerðu sér grein fyrir því að það gæti kom- ið í veg fyrir styrjöld eða hindr- að innrás á ísland. ísland er mjög mikilvægt hernaðarlega og það vita Sovét- menn jafnvel og við. Einn yflr- maður lét þau orð eitt sinn falla í minni áheyrn að ef við mynd- um einhvern tíma reyna að yfir- gefa ísland og skilja það eftir hlutlaust og varnarlaust myndi það strax verða eins og bolti í fótboltaleik. Vera varnarliðsins hér kemur í veg fyrir að einhver geti spark- að í boltann, þar sem við sitjum brynjaðir á honum og viðkom- andi gæti því meitt sig í fætin- um, segir McVadon aðmíráll. Belur í stakk búnir Við leituðum álits Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra á þeim málum sem drepið er á í viðtalinu við æðstráðanda vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Þorsteinn sagði að vísu að hann hefði ekki Iesið bókina „Rauður stormur" en vissi af henni enda hefði hún legið um skeið á nátt- borði konu hans. Aðspurður um hvaða ástand þyrfti að skapast til þess að hann sem forsætisráðherra legði til- lögu fyrir ríkisstjórnina um auk- inn herstyrk sagði hann að slíkt væri vandasamt mat og ekki hægt að gefa nein algild syör við því. En eru íslendingar í stakk búnir til að meta þörfina á aukn- um herstyrk? „í tíð Geirs Hallgrímssonar sem utanríkisráðherra voru gerðar verulegar breytingar í þá átt og vil ég þar nefna stofhun varnarmálaskrifstofu í utanríkis- ráðuneytinu þar sem sérfróðir menn voru kallaðir til starfa," sagði Þorsteinn. „Frá þeim tíma höfum við svo setið fundi bæði hermálanefndar og kjarnorku- málanefndar NATO og því tel ég að við séum betur en áður í stakk búnir að meta aðstæður í öryggis og varnarmálum. Vikan innti Þorstein eftir því hvort hann teldi líkur á að á- kvörðun sem þessi gæti dregist það á langinn að okkur væri hætta búin eins og sagt er í bók- inni „Rauður stormur". Þor- steinn sagði það sjálfsagt fara eftir því hvaða rikisstjórn sæti í landinu en hann átti þó ekki von á að nein ríkisstjórn myndi vilja stefna öryggi landsins í hættu. Þorsteinn sagði svo að lokum að ekki væri rétt að leggja alvar- lega út frá atburðum sem greint er frá í skáldsögu á borð við „Rauður stormur". —FRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.